Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 17
VNGA ÍSLAND Í39 saman matvælum, búsáhöldum og öðru, sem nauðsynlegt var að hafa með sér og lét það niður í kassa. En á meðan smíðaði Smið- ur flekann og Skeggi saumaði segl. Þau unnu öll af svo miklu kappi, að þau gleymdu að fá sér matarbita og setjast niður til að hvíla sig. Flekinn var tilbúinn um kvöldið, en þá var eftir að ganga frá far- angrinum. Helga var orðin svo þreytt, að hún datt út af og sofn- aði á þilfarinu. Skeggi breiddi of- an á hana og sagði, að best væri nú að hvíla sig og leggja svo af stað snemma næsta morgun. Helga vaknaði fyrir dögun. Henni var kalt og hún var svöng. Hún stóð upp og leit út á flekann. Þar logaði á ljóskeri. Skeggi og Smiður voru þar að ganga frá því, sem þau ætluðu að hafa með sér. Hún flýtti sér að búa til morgunmat, og þegar sólin kom upp, var allt tilbúið, og þau gátu lagt af stað. „Ætli enginn sé nú eftir í skipinu?“ sagði Skeggi við Helgu, þegar þau voru öll þrjú komin út á flekann. „Ég er búin að fara um allt skipið og kalla og kalla“, sagði Helga. „Enginn hefir ans- að. Enginn er eftir í skipinu“. „Þá leggjum við af stað“, sagði Skeggi og leysti flekann frá skip- inu. Síðan ýttu þeir Smiður frá og undu upp segi. Flekinn fór hægt, því að vind.ur var hægur. Helga horfði á skipið, sem þau voru að yfirgefa. Þá sýndist henni fugl flögra niður af stjórnpallinum. Helga sagði í gamni, að einhver væri eftir á skipinu. Smiður og Skeggi litu þangað, og í sama bili stökk einhver lítil skepna upp á borðstokkinn. Þau héldu fyrst, að það væri köttur eða. hvolpur, en þegar þau gættu betur að, sáu þau, að þetta var íkorni. „Já, nú man ég það“, sagði Skeggi, „skipstjór- inn átti taminn íkorna og hefir skilið hann eftir“. „Við verðum að bjarga aumingjanum“, sagði Helga. „Hann mænir á okkur bænaraugum“. En Skeggi sagði, að enginn tími væri til þess. Þau yrðu að nota byrinn og góða veðr- ið, „því að bráðum getur komið stormur og ósjór. Ef við náum

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.