Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 129 mig, þeir hræðast mig. Ef ég óttaðist ekki dauðann öllu öðru meira, hefði ég fyrir löngu gert enda á tilveru minni. Álfdís: Vertu rólegur, ég er vinur þinn. Hér getur þú hvílt þig. (Bendir á teppin.) Ég skal sækja þér að drekka. (fer.) 1. Svartálfur: Hvað á hún við? (Undrandi.) Enginn hefir áður boðið mér hvíld. Enginn hefir nokkru sinni rétt mér svaladrykk. Allir hafa haft nóg að hugsa um sjálfa sig. (sest.) Álfdís: (Kemur aftur. Ber vatn i glasi og ffcrir honum.) Gjörðu svo vel, vinur minn. (Hún strýkur létt eftir hári hans.) 1. Svartálfur: (Lítur undrandi á hana.) Ert þú ekki hrædd við mig? Álfdís: Nei, hversvegna ætti ég að vera það? Mín stærsta gleði er að geta hjálpað öðrum og glatt þá. En það eru svo fáir, sem vilja leyfa mér það. Flestir segja, að ég sé fölsk og öðru vísi en allir aðrir. Þó ásaka ég engan. Þeir tortryggja mig og skamma mig. Ég á það sjálfsagt skilið. En ég get ekk- ert sagt, sem ekki er misskilið og rangfært. Enginn er vinur rninn. En fyrir löngu, löngu átti ég einn vin Honum unni ég mest allra. Fegurð augna hans var, eins og Ijómi dýrustu og skærustu perlanna, sem mig hefir dreymt um. En svo skildi hann mig eina eftir. Ég grét og bað, en hann fór. Ég þrái hann alltaf — alltaf.------- Enginn á tryggð í hjarta. Vonbrigði og svik eru sárasta bölið, sem þeir verða að líða, sem eiga ást og tilfinn- ingar. 2. Svartálfur (Kvenvera, búin eins og Álfdís, kemur grátandi inn. Það er ímynd sorgarinnar.) Álfdís: (Blíðlega) Því grætur þú? (Leggur handlegginn um háls henni.) Segðu mér af sorg þinni, svo að ég geti líka borið hana. 2. Svartálfur: (Með ekka) Það er þýðingarlaust. Álfdís: Ekkert er þýðingarlaust. (Strýkur hárið frá enni hennar.) Allt, sem við hugsum, segjum og gjörum, eykur ljósið eða myrkrið í heimi okkar. 2. Svartálfur: Það er ekkert að segja. Ég hefi elskað og misst. Dauðinn tók frá mér hið eina, sem ég átti, barnið mitt. Kærleikurinn er verst gjöfin, sem veitt hefir verið sálum okkar, veslings svartálfanna. Álfdís: Já, 'okkur finnst þetta oft, en einu sólskinsdagarnir í myrkraheimi okkar eru þó þeir, sem ást og vinátta bregða bjarrna sínum yfir. Það eru þessar gjafir, sem gera lífið þess vert að lifa því, og dauðann þess virði, að deyja. Það eru þær, sem gefa tilveru okkar gildi. Því ber oss að muna, að því meiri og dýpri, sem sorg okkar er, þeim mun ríkari höfum við verið af lífi og sælu, meðan við fengum að njóta ástar og vináttu. 2. Svartálfur. En hversvegna á þá að slíta bönd ástar og vináttu, en skilja eítir auðn og sorg, söknuð og dauða? Álfdís: Það er spurningin mikla, en svarið er enn þá meira. Við elskum ekki nógu mikið. Fylling lífsins og útrýming alls böls er í því fólgin, að við lifum hvert fyrir annað, en ekki hvert fyrir sig. Það er skekkjan, sem allt bölið byggist á. 3. Svartálfur. (Kemur. Hann er fal- lega vaxinn pilltur, snar í hreyfingum. Dökkur yfirlitum og vel klæddur í al- veg svört föt): Nei, þú hér, Álfdís! (Undrandi og lágt.) Ég bjóst aldrei við að sjá þig framar, eftir allt, sem

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.