Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 6
ÍÉÉ UNGA ÍSLAND krans úr blómum á höfuð Álfdísar. — Þau syngja): Lag: Þú komst í hlaöið. Þú litla bláeyga ljóssins dóttir, sem lékst við blóm með söng og dans. Þú gæsku eldinn til guða sóttir. Þú gefur sólskin til myrkralands. Þú kveður allt, sem vér kærast eigum og krýpur ein við fói'narskör. Þú bei'gir vonglöð á beiskum veigum, og býrð þig öragg í sigui'för. Nú hvei'fa sólskin og sumardraumar, en sortinn hylur feril þinn. Nú hrella sál þína heljarstraumar og höfug tár brenua þér á kinn. Þú kemur, ef til vill aldrei framar til okkar bjarta sælulands. En haustsins stormui' þinn Jífsþrótt lamar uns leggstu bliknuð að fótum hans. (Álfarnir fara. Álfdís starir með spenntar greipar (út í myrkrið) fram fyrir sig. Hræðslusvipur kemur á and- lit hennar). Álfdís: Ó, guð minn góður, ég fer, en ég skal koma aftur. (Gengur nokk- ur skref áfram. Hnígur niður.) Hjálp, hjálp. (Ljósin slokkna. Aðeins dauf skíma. Þrjár dökkklæddar verur koma inn. Þær ganga að Álfdísi og reisa hana á fætur. Hún hrópar): Hvar er ég? Ilvar er ég? Tjaldið fellur. ANNAR ÞÁTTUR. (Sama leiksvið og áður, en dimmt. 1 einu horninu eru púðar og teppi. Alfdís, sem nú er í svörtum hjúp, með svarta skýlu, gengur til og frá um sviðið, Hún er mjög hrygg). Álfdís: Nú er allt glatað. Engir drauma minna hafa ræst. Þegar mér sýndust þeir vera að breytast í veru- leika, týndust þeir út í myrkrið. Ég er búin að líða miklar og óttalegar þján- ingar, en þær virðast ekki vera til annars, en leiða af sér aðrar enn verri. Ég veit að bráðum á ég að deyja. Ó, ég er svo einmana og hjálparlaus. Stundum hélt ég, að ég hefði eignast vini, en þeir brugðust allir, þegar verst stóð á, og ég þurfti þeirra mest með. í augum flestra svartálfa drottnar eigingirni og hatur, þótt stundum sé blíða og fegurð í svip þeirra og sál. En sú fegurð er í álögum, sem enginn megnar að leysa. Samt elska ég þá. Það er sárara öllu að finna, hve þeir vanstreysta mér til alls, og hversu þeir bregðast alltaf, þegar verst gegnir. 1. Svartálfur (fátæktin) (kemur inn. Hann er vafinn eða klæddur svört- um ijæflum, líkast fátækum bónda, með grímu fyrir andliti, sem sýnir skort og grimmd. Álfdís gengur í átt- ina til hans og réttir honum höndina.) Álfdís: Komdu sæll. Velkominn hing- að í skógarhreysið mitt. En hvers- vegna skín hatrið úr svip þínum? Hver hefir unnið þér mein? 1. Svartálfur: Farðu burt frá mér. Ég vil vera einn. Þú ert auðvitað vond, eins og aðrir, þrátt fyrir hræsnisblíðu þína. Blíðan er yfirskyn verstu grimmd- arinnar. Nú hefi ég verið hungraður, þreyttur og þyrstur í mörg ár, löng ár. Eiginlega hefi ég aldrei átt neitt. Ég hefi verið rændur því, sem ég hefi unnið fyrir. Enginn gefur sér tíma til að hugsa um mig. Ég verð að stela og fela mig, það er endirinn á öllu mínu striti. í mér er allt dautt nema hefnd- arþorsti og hatur. Þeir, sem ekki hata

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.