Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.11.1938, Blaðsíða 18
UNGA ÍSLAND uo ckki landi áður, þá drukknum við öll“. Iíelgu fannst það vera sér að kenna, ef íkorninn yrði eftir, því að henni hafði ekki dottið í hug að gá að, hvort nokkur var á stjórn- pallinum. Hún bað Skeggja að fella seglið og róa aftur að skip- inu. Hún sagði, að íkorninn mundi stökkva niður á flekann og þetta yrði sama sem engin töf. Flekinn færðist óðum frá skipinu, og Skeggi vildi ekki snúa við. Þá hótaði Helga, að steypa sér í sjó- inn og syncla til skipsins til þess að vera þar íkornanum til sam- lætis. Skeggi sagði, að íkorninn hefði nóg af rottum sér til skemmtunar, en samt fellcli hann seglið, og þeir Smiður tóku árarn- ar og réru að skipinu. íkorninn skrækti: „Dúkk, clúkka, stökk nið- ur á þilfar og hvarf. Helga flýtti sér upp á skipið. Hún sá ekki í- Kornann en heyrði til hans: „Dúkk, dúkk. Dúkk, dúkk“. Hún fór að herma eftir honum og skrækja: „Dúkk, dúkk“, því að hún hélt, að þá mundi hann koma til sín. En þá þagnaði hann og sást ekki helcl- ur. Helga leitaði nú í hverjum krók og kima á þilfarinu, þar sem hún hélt, að íkorninn gæti falið sig. Hún gáði upp í reiðann og hljóp síðan upp á stjórnpallinn. Þá komu þeir Skeggi og Smiður. Þeir voru reiðir. „Ertu orðin vit- UNGA ÍSLAND Eign Rauða Krosa íslands. Kemur út I 16 slSu heftum, 10 sinnum á ári. 10. lieftið er vandað jólahefti. ákilvísir kaupendur fá aulc þess Almanak skölabarna. VerS blaðsins er aðeins kr. 2,50 árg. Gjalddagi blaðsins er 1. april. Ritstjórn annast: A'rngrímur Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. AfgreiiSslu og innheimtu blaðsins annast skrifstofa Iíau'ða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 16—17 (Mjðlkurfélagshúsið). Skrif- stofuttmi kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927. ______Prentað 1 ísafoldarprentsmlðju.___ íaus, Helga?“ sagði Skeggi. „Ef þú snautar nú ekki þegar í stað niður á flekann, þá skiljum við þig eftir. Við Smiður förum nú“. Skeggi skundaði síðan niður á þilfarið og út á flekann, og Helga trítlaði grátandi á eftir. Smiður kenndi í brjósti um hana og fór að skima í kríngum sig, um leið og hann gekk niður af stjórn- pallinum. Þá sá hann þar dálítinn kassa. Göt voru á hliðunum og troðið í þau hálmi og bréfarusli. Smiður tók ruslið úr einu gatinu og gægðist inn. Sá hann þá, að íkorninn lá þar inni í mjúku hreiðri. Smiður var fljótur að stinga ruslinu aftur í gatið, svo að íkorninn skylcli ekki sleppa út, greip síðan kassann og kallaðÞ „Helga, Helga. Ikorninn er fund- inn. Ég kem með hann“. Þá varð Helga glöð, og Skeggja rann uncl- ir eins reiðin, þegar hann sá Helgu brosa gegnum tárin.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.