Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND 47 mamma blíðlega. Barnið skreið inn á milli hvolpanna til þess að komast sem næst hitanum við feld Úlfamömmu. ,,Sjáðu, nú krafsar hann í hvolpana. Nú, jæja. Þetta er mannabarn. En má ég spyrja: Getur nokkur úlfur gortað af því að hafa alið upp mannabarn með hvolpum sínum?" ,,Ég hefi stöku sinnum heyrt um slíkt, en aldrei í okkar „flokki" eða á minni æfi svo ég muni", sagði Úlfa- pabbi. „Það er ekki eitt einasta hár á líkama hans, og ég gæti drepið hann með því að stíga ofan á hann einum fæti. En að sjá hvernig hann glápir á mig án þess að vera hið minnsta smeik- ur". Allt í einu varð koldimmt inni í úlfa- greninu, því að hinn klunnalegi haus á Shera Khan skyggði á tunglið, en að baki honum stóð Tabaqui og ýlfraði: ,,Herra, herra, hingað fór hann". „Shera Khan sýnir oss mikinn sóma", sagði Úlfapábbi, en reiðin bálaði í augum hans. „Hvers óskar Shera Khan".. \ „Brab mína. L,át þú af hendi manna- barnið, sem fór hingað inn í gernið þitt", sagði Shera Khan. „Foreldrar þess eru flúnir. Fáðu mér það!" Eins og Úlfapabbi sagði, hafði Shera Khan stokkið á tjaldelda við- arhöggsmannanna, og var æðisgeng- inn vegna þess sársauka, sem kvaldi hann í hinum sviðnu löppum. En Úlfapabbi vissi vel að grenis- munninn var of þröngur til þess að tígrisdýr gæti smogið inn. Og meira að segja var Shera Khan búinn að merja sig allan og berja á hausnum, áður en hann gat troðið hinu minnsta af skrokknum inn í grenið, rétt eins og maður, sem berst um í tunnu. „Úlfarnir eru |börn írelsisins", sagði Úlfapabbi „Þeir hlýða foringja sínum, en ekki hvaða röndóttum kúa- bana sem vera vill. Við eigum litla drenginn og drepum hann ef okkur sýnist svo". ,,Ef ykkur sýnist! Heyr á endemi! Ég sver það við uxann, sem ég rotaði! Á ég að þefa við grenið ykkar og bíða minnar réttlátu eignar? Þetta er ég — Shera Khan — sem tala!" Tígrisdýrsöskrið fyllti grenið eins og þrumuhljóð. Úlfamamma hristi af sér hvolpana og stökk á fætur. Augu hennar, sem leiftruðu eins og tvær grænar stjörnur, mættu augnaráði Shera Khan. „Og það er ég — Rahska — úlfaperlan, sem svara. Mannabarn- ið á ég — Lungri — ég, og enginn annar! Og ég drep það ekki. Litli snáð- inn á að lifa og hlaupa í „úlfaflokkn- um" okkar, veiða með úlfunum og loks — ef þig langar til að vita það— þú ógeðslegi kúa-bani og barna-bani, músadrepur, fiskiæta — mun hann drepa þig! Og hafðu þig svo í burtu, eða ég sver það við elginn, sem ég drap — ég ét ekki sjálfdauðar kýr eins og þú — þá skulum við f læma þig heim til móður þinnar — haltari en þú varst, þegar þú fæddist!" Úlfapabbi horfði undrandi á. Nærri var hann búinn að gleyma þeirri stund, er hann vann sér til eignar sína ekta- kvinnu í grimmilegri baráttu við með- biðlana — og þá hljóp hún frjáls og fögur í ',flokknum" og var kölluð „úlfaperlan" vegna sinna fögru augna. Shera Khan hefði getað barist við Úlfa- pabba, en það var óhugsandi við Úlfa- mömmu. Það var ekki eingöngu að hann vissi hve hún stóð miklu betur að vígi á þessum vettvangi, en hann vissi

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.