Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 19

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 19
UNGA ÍSLAND 59 Hann hrekkur til lífsins frá hálf- lesnri bæn. Augun i kisu á hann stara græn. ÞRAUTIR. Svo lagði hann til byggða með hríð- ina á hlið. Undan fór kisa, en oft leit hún við. Áfram er haldið í aftaka hríð. Ljósin í gluggunum loga í Hlið. Kominn er Sigurður klakklaust í hlað. Guði og kettinum þakkar hann það. Fram undir túngarði fyrir sunnan bæ, liggur í skaflinum loðið kattarhræ. — Hafliði M. Sæmundsson. Veðmálið. Á bóndabæ nokkrum í Danmörku voru tveir vinnumenn. Annar var lítill og væskilslegur, hinn stór og sterkleg- ur. Eitt sinn segir sá litli við þann stóra: „Ég get ekið hjólbörum 500 m. með þungu hlassi á, sem þú getur ekki ekið". Sá stóri sýndi sína stæltu vöðva og sagðist halda, að hann gæti nú ekið hjólbörum, hvað sem í þær væri látið. Þetta endaði með því, að þeir veðj- uðu fimm krónum. Því næst náðu þeir í hjólbörur og sá litli átti að hlaða þær og aka þeim 500 metra, en sá stóri átti að aka þeim til baka. „Jæja, sestu þá upp í", sagði sá litli sigri hrósandi. „ég skal aka þér, og svo getur þú reynt að aka hlassinu til baka". Hvor vann fimm krónurnar? 1) Skiptu réttum ferhyrningi í 4 jafna hluta, þannig, að enginn hlut- anna sé rétthyrndur. 2) I hvaða röð myndu eftirtöld orð vera í orðabók: markaður, skyr, bif- reið, fyrstur, duglegur? 3) Drengur nokkur sagði einu sinni við félaga sína: „Bf ég hef 5 eldspýt- ur, get ég raðað þeim þannig, að þær myndi töluna 19. Hvernig fer hann að því? 4) Hvaða tölur vantar í eftirfarandi dæmi? &X 721 b) 5431 te)i 1 59 5 0 -r- 26 9 -^473 _|_ 629 ------------ ------------ '2802 686 1880 TIL ATHUGUNAR. 1. — Skrifborðið mitt stendur við glugga, sem sólin skín inn um á há- degi. I hvaða átt sný ég mér, hafi ég gluggann á vinstri hönd? 2. — í búð, sem Nonni kemur inn í eru tvær tegundir af eplum. Betri eplin kosta 10 aura, hin 5 aura stykkið. — Nonni keypti 8 epli fyrir 60 aura. — Hve mörg af betri eplunum keypti hann? 3. — 'Fimm orð eru skrifuð innan sviga eftir orðinu bóndabýli. — Bónda- býli (fjós, flugvél, ljón, stýri, plógur). — Flugvél, ljón og stýri eru ekki und-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.