Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.04.1939, Blaðsíða 9
(JNGA ÍSLAND 49 gamall úlfur á fætur, gekk að ein- hverjum hvolpanna, og athugaði hann í krók og kring, en sneri þvínæst aftur til síns staðar — hljóður. Og ef til vill stja.kaði einhver úlfamamman hvolpi sínum fram í tunglsljósið til þess að vera viss um að hann gleymd- ist ekki. Þá hrópaði Akela frá kletta- brúninni: „Úlfar! Þið þekkið lögin! Verið gætnir og árvakir, úlfar! Sjáið og rannsakið! Ó, úlfar!" og hinar áköfu mæður svöruðu: „Sjáið og rannsakið börn vor — sjáið þau, ó, úlfar!" Og loks —: hárin á hálsi og baki Úlfamömmu reistu sig eins og burstir — bar Úlfapabbi Mowgli — eins og þau kölluðu drenginn — fram á sjón- arsviðið, þar sem hann settist róleg- ur og lék sér að smásteinum, sem glitruðu í tunglsskininu. Akela lyfti ekki höfðinu frá fót- um sér, en hrópaði aftur: ,,Rannsakið og sjáið, ó, Úlfar!" Hálfkæft öskur hljómaði á milli klappanna — það var Shera Khan, sem öskraði: „Ég á hvolpinn! Látið mig fá hann. Hvaða erindi á mannabarn í flokk hinna frjálsu úlfa?" Akela snéri ekki einu sinni eyrunum, en sagði: „Sjáið og rannsakið, ó úlfar! Hvaða erindi eiga utanaðkomandi skipanir til hinna frjálsu úlfa? Rannsakið hann nákvæmlega!" Kór urrandi radda hljómaði frá fjallstindinum og ungur, fjögra vetra úlfur endurtók spurningu Shera Khan. „Hvað eiga hinir frjálsu úlfar að gera við mannabarnið?" Nú mæla skógar- lögin svo fyrir, að rísi deila um rétt einhvers hvolps tíl þess að hljóta sæti og réttindi í flokknum, þá þurfi hann að minnsta kosti tvo fyrirsvarsmenn aðra en föður og móður. ,,Hver mælir með þessum hvolpi?" spurði Akela. „Hver úr hinum frjálsa flokki mælir með honum?" Ekkert svar. Og Úlfamamma bjó sig nú und- ir þá orustu, sem hún vissi að myndi verða sín síðasta, ef málið fékk á sig það form, að til ófriðar drægi. Þá gekk fram eina dýrið, sem án þess að vera úlfur, hefir sama rétt .en jafnvel meira vald á þingi úlfanna en flestir þeirra. — Þetta var Baloo — lati, brúni björninn, sem kenndi úlfahvolpunum lög skógarins; gamli Baloo sem kemur og fer hvar sem hann vill, vegna þess að hann étur bara hnetur, rætur og hunang. „Mannabarnið, mannabarnið?" sagði hann. „Ég mæli með honum. Það er ekkert illt til í mannabarni. Ég er enginn sérstakur ræðuskörungur, en ég segi ykkur sannleikann. Látið hann hlaupa með flokknum og viður- kennið hann eins og hina. Ég skal kenna honum". „Ennþá vantar meðmælanda", sagði Akela. „Baloo hefir talað, og hann er kennari hvolpanna. Hver mælir með honum annar en Baloo?" Dökkur skuggi leið inn í hópinn. Þetta var Bagheera, svarta pardus- dýrið — alveg biksvart, en þó með slikju, sem í vissum ljósbrigðum sýndi hinar silkimjúku rendur pardusdýrs- ins. Allir þekktu Bagheera, og enginn kærði sig um að leggja stein í götu hans; því hann var kænn eins og Tabaqui, kjarkurinn eins og í villi- nauti, tillitslaus og fífldjarfur eins og særður fíll. Og þó var rödd hans sæt eins og sætasta hunang, sem í mjúk-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.