Unga Ísland - 01.04.1939, Qupperneq 10

Unga Ísland - 01.04.1939, Qupperneq 10
50 um dropum drýpur frá trjánum. Og feldur hans var mjúkur sem dúnn. „Ó, Akela! og allir þið, sem fyllið hinn frjálsa flokk úlfanna“, malaði hann ,,ég á engan atkvæðisrétt á þingi ykkar; en skógarlögin mæla svo fyrir, að rísi ágreiningur um hvolp, og að orsökin sé ekki sú, að framið hafi verið morð, að þá sé hægt að kaupa frelsi hvolpsins — ef samkomulag næst um verð. Og lögin geta ekkert um það, hver eigi rétt til að greiða lausnargjaldið. Er þetta ekki rétt?“ „Jú, jú“, hrópuðu allir yngri úlf- arnir, sem ætíð eru soltnir. „Hlustið á hvað Bagheea segir! Hægt er að kaupa frelsi hvolpsins — lögin!“ „Um leið og ég viðurkenni að eiga ekkert málfrelsi á þingi yðar, bið ég um levt'i til að segja nókkur orð“. „Talaðu — talaðu“ hrópuðu fjölda úlfa. Sorgargöngulag Chopins. Tónsnillingurinn Chopin átti margt vina, og meðal þeirra einn, er hét Fel- ix Ziem. Hann hugsaði sér að koma vini sínum, Chopin, á óvart og gefa honum flygel. Hann bauð svo Chopin, ásamt Polignach fursta, málaranum Richard og fleirum til veislu. Chopin kom fyrst til veislunnar, er aðrir boðsgestir höfðu lokið snæðingi, og var mjög þögull og hnugginn í skapi. Hinir aðrir gestir voru aftur á móti í ágætu skapi og byrjuðu fljót- lega á ýmsu glensi. Meðal annars fann Polignach fursti upp á því að taka beinagrind, er stóð úti í einu horni stofunnar, og setjast með hana í fanginu við flygelið og lét sem hún léki á það. Allt í einu kváðu við þrjú ------------- UNGA ÍSLAND dimm högg. Til að setja ennþá draugs- legri blæ á allt saman, hafði Richard barið á tóma kistu. Eitt augnablik hljóðnuðu allir, en svo hlógu allir og kátínan komst í algleyming. — Að- eins einn tók ekki þátt í gleðskapn- um — Chopin var alvarlegur sem áð- ur. Hann hafði sveipað ljósu teppi um herðarnar — og allt í einu stóð hann upp, gekk að flygelinu, ýtti Polignach til hliðar, þrísti beina- grindinni ástríðufullt að sér og byrj- aði að spila. í fyrstu veittu gestirnir því ekki athygli, að annar var kom- inn að hljóðfærinu, en brátt var at- hygli þeirra vakin og það varð dauða- þögn. Hendur meistarans léku um nótnaborðið og yndislegir tónar fylltu stofuna — ólýsanlega angur- blíðir tónar, en svo fagrir, að áheyr- endur sátu sem heillaðir, gripnir af dýpt þeirra og tilfinningu. En mitt í takti hætti Chopin, hann hafði fallið í hálfgert ómegin. Nokkrum mánuðum síðar lék hann fyrsta sinni B-moll-sónötu sína opin berlega, og í þriðja þætti komu hin angurblíðu tónastef, er hann hafði leikið í veislunni hjá Ziems. Þau voru túlkun þeirrar raunalegu angurblíðu, sem svo oft fyllti hug hans, er hugs- unin um dauðann þjáði hann. Stuttu síðar var sorgargöngulag Chopins leikið fyrsta sinni af hljóm- sveit — er hann sjálfur var borinnn til grafar. Dómarinn: Hafið þér ekki samvisku- bit? Ákærður: Augnablik, ég ætla að spyrja lögfræðinginn minn.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.