Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.06.1939, Blaðsíða 3
^Í5LRNQ ___ XXXIV- ÁRG. 6. HEFTI JÚNÍ 1939 BJARGSIG í GRÍMSEY Sigriður Frimannsdóifir. I páskafríinu í vor bað kennarinn okkar Hríseyjarbarna, okkur eldri börnin, að gera stíl um einhvern þann stað, sem við hefðum dvalið á lengri eða skemmri tíma. Og datt mér þá í hug að segja frá björgunum í Gríms- ey, því þar er ég fædd og ólst þar upp til sjö ára aldurs, en síðan dvaldi ég þar á sumrin, þangað til ég var 10 ára. Faðir minn var góður sigmaður, og heyrði jeg því oft talað um björgin, og ég hefi oft verið viðstödd, þar sem sigið hefir verið í bjarg, og séð það, sem gerst hefir í björgunum. Austan til í Grímsey eru afar há og hættuleg björg. 1 maí og júní, á hverju ári, er sigið í þau eftir eggjum. Mað- urinn sem sígur, þarf að vera mikill kjarkmaður, og má ekki fara nauð- ugur. Hann hefir poka á baki sér, sem hann safnar eggjunum í. Sig fer þannig fram: Fyrst er sigmaðurinn látinn leggjast aftur á bak og bundið um hann reipi. Svo er mjög digur tréhæll rekinn niður í jörð- ina uppi á bjarginu, sem reipið er bundið um. Þar næst fer sigmaðurinn fram á bjargbrúnina og tekur með sér 5—6 álna langa spýtu, með götum á báðum endum og heitir hún bjarg- stokkur, en kaðlarnir í honum spann- ólar. Þá er sigmaðurinn látinn síga hægt niður á brúnina. Þegar hann er kominn dálítið niður í bjargið, er hon- um fenginn eggja-aukinn. Það er prik, nokkuð langt, og á endanum á því er bundin sleif. Með þessu nær sigmað- urinn í eggin, sem hann getur ekki náð með höndunum. Þar næst kallar Fr$ Grimsey

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.