Unga Ísland - 01.06.1939, Page 18

Unga Ísland - 01.06.1939, Page 18
92 UNGA ÍSLAND Eign RautSa Kross íslands. Kemur út 1 16 síSu heftuin, 10 sinnum á án. 10. heftiti er vandaS jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak sköiabarna. Ver« blaösins er lcr. 3,00 árgangurinn. Gjalddagi blatSsins er 1. aprll. Ritstjðrn annast: Amgrímur Kristjánsson og Jakob Hafstein. AfgreitSslu og innheimtu blaSsins annast skrifstofa RauBa Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 27 og 28 (MjölkurfélagshúsiB). — Skrifstofutími kl. 1—4. Pöstbox 927. Prentati 1 ísafoldarprentsmiS ju. Kurteis köttur. Maður nokkur átti kött, er honum þótti mjög vænt um. Við máltíðir sat kötturinn við hlið hans og át af sín- um eigin diski og fékk oft góða bita frá húsbónda sínum. Dag nokkurn kom kisi of seint til miðdags, en til afsökunar kom hann svo með tvær mýs í kjaftinum. Aðra þeirra lagði hann á sinn eiginn disk, en hina á disk húsbónda síns, og hann var mjög hreykinn að sjá, yfir því að geta gefið húsbónda sínum svo góðan bita. Pési og frænkan. Frænka gaf Pésa tvö epli með þeim fyrirmælum, að hann skyldi gefa litla bróður sínum annað og láta hann velja, hvort þeirra hann vildi. Pési lofaði því — og augnabliki síðar kom litli bróðir með minna eplið og Pési með það stærra. „Leyfðir þú litla bróður að velja?“ spurði frænkan efasöm. ,,Já“, anzaði Pési; hann valdi hið minna. Ég sagði, að hann gæti valið um að fá litla eplið — eða hreint ekki neitt!“ ---------------- UNGA ÍSLAND Nafnagáta. Þegar þú lest lóðrétt úr fyrsta staf hvers nafn, sem þú átt að finna ,er það heiti á blaði, sem út er gefið á íslandi, sem þú lest, ef gátan er rétt ráðin. 1. Land í Evrópu. 2. Á í Egyptalandi. 3. Eyja við Island. 4. Borg í Grikklandi. 5. Eyja í Atlandshafi. 6. Eyðimörk í Afríku. 7. Borg á Englandi. 8. Land í Ameríku. 9. Fjörður á íslandi. 10. Á í Evrópu. Felunafnavísur. Bættu stöfum í stað strikanna, og vittu hvort þú getur ráðið úr felunöfn- unum. M-g-u, -e-i-1, -á-i, S-e-n-, K-a-t-n, B-l-i, -e n-, -r-i-n. H-n-e-, -a-l-ó, -u-m-n-u-, -e-g-, K-i-t-á-, S-m-n-u-. B-r-u-, -ó-ð-r, -j-r-m-r, -j-r-i, P-l-i, Il-a-m-r, E-r-k-r, -i-a-, -e-m-n-, -y-ó-f-r, G-n-a-, K-i-t-a-n. Arnór Sigurjónsson, 12 ára, Árbæ, Mýrum, A-Skaft. Greiðið blaðið ykkar. Gjalddagi Unga íslands er 1. apríl. Kvittun fyrir greiðslu til einstakra kaup- enda lit á landi, verður birt í næsta hefti. Næsta hefti, sem verður 7. hefti, kem- ur út 1. septcmber.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.