Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 7
unga ísland —.................. .. jafnfætis nágrönnum vorum í knatt- spyrnu undir sambærilegum aðstæðum og hins vegar, að íslenzkir knattspyrnu- menn eru á réttri leið og á „framfara- leið“. „Hvað getið þér sagt okkur um aðra sigra á árinu?“ „Við bárum sigur úr býtum á vor- móti 2. flokks, með því að sigra alla keppinauta vora, og á því móti settu „Frammararnir“ 10 mörk gegn 1. — Þessi sigur yngri knattspyrnumanna vorra gefur glæsilegar vonir um fram- tíðarsigra, og að á komandi árum geti Fram varið „titil“ sinn. Annars vil ég geta þess, að öll félögin hér í Reykja- vík virðast mjög lík og eiga efnileg knattspyrnumannaefni, svo að illt er að spá um framtíðina og sigrana. En allir vona það besta fyrir sig og sína félaga. Við áttum einnig sigri að fagna á vormóti 4. flokks, og er það í fyrsta sinni, sem slíkt mót er haldið hér á landi, þar sem keppendurnir eru undir 13 ára aldri. Og er hér með lokið sigur- sögu vorri frá þessu sumri“, segir Jón Magnússon um leið og hann rís úr sæti sínu og kveður oss. „En að lokum“, bætir hann við, „vil ég heita á alla æsku landsins og þá um leið á lesendur þessa vinsæla barna- blaðs, til stuðnings og skilnings á knatt- spyrnuíþróttinni. Hún á víða við ill skilyrði að búa hjá okkur og á ég þar einkum við vellina. Þá fyrst er hægt að vonast eftir verulegum árangri, þegar hin ytri skilyrði eru orðin viðunandi. Efnin í góða knattspyrnu menn eigum við nóg. Harðir malarvellir gera þeim ókleift að ná settu marki, og söumleiðis óhagstæð skilyrði til innanhússæfinga vetrarlang-t. Við stefnum allir, unnend- hr knattspyrnuíþróttarinnar, að bótum 111 Hermann Lindemann, þjálfari „Fram“. í þessum efnum. Þá fyrst rætast vonir okkar til fullnustu, þegar þetta er bætt“. Unga Island vill hérmeð þakka for- manni Fram fyrir skemmtilega sam- ræðustund, og mun leitast við í fram- tíðinni að fá frekari íþróttafréttir og ferðasögubrot íþróttaflokka vorra. J. V. Hafstein. Góð tilsvör Hvernig hefir þér annars gengið við gasvélina, Stína mín, ég hefi ekki grennslast um það, síðan ég sýndi þár hvernig kveikt var á henni, um daginn“. „Ágætlega", sagði Stína. „Það hefir logað ágætlega á henni síðan“. „Ég sagði þér, Stína, að eggin geymd- ust betur á köldum stað“. „Já, ég skal skila því til pútanna að verpa á kalda staði.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.