Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 13
UNGA ISLAND aftur um klefann og renna augum til hurðarinnar, sem er milli klefanna. — Áður en umsjónarmaðurinn færir þeim matinn, opnar hann rennihurð ina milli klefanna og hleypir þeim í innri klefann. Koma flest þeirra þang að inn með mestu ólátum. Lítur þó oft svo út, sem þau muni brjóta hinar sterku járngrindur, sem eru á milli þeirra og mannfjöldans, sem oft skipt- ir hundruðum í hinum víða gangi og bíður þar eftir að sjá dýrin éta. Kem- ur nú umsjónarmaðurinn með hjólbör- ur fullar af stórgripakjöti, og er þar ekki skammtað í smábitum. Þegar dýr- in sjá matinn, láta þau miklu ver en áður. Stökkva þau upp í loftið og reyna að teygja trýni og lappir út á milli rimanna. Urra þau og gretta sig með tunguna lafandi út úr sér, en eldur brennur úr augum þeirra. Tekur nú umsjónarmaðurinn kjöt- stykki úr hjólbörum með kvísl með löngu skafti á og treður þeim inn á milli járnrimanna. Er þá tekið rösk- lega á móti og etið af mikilli græðgi. Eru þar fyrirhafnarlítið sundur klippt- ar sínar og vöðvar gildir og brudd mikil og sterk stórgripabein. En það sem verður mörgum gestin- um minnisstæðast, er þó ekkert af þessu, heldur hið hræðilega öskur ljóns- his, sem er svo dinimt og draugalegt, að það smígur gegnum merg og bein, fyllir gestina hryllingi, tekur undir í öllu húsinu og heyrist langt út í hinar víðáttumiklu götur Kaupmannahafnar. — Líklega er þetta öskur ljónsins á- nægjuhljóð, eins og mal kattarins, sem ijónið rekur upp, er það hefir étið fylli sína. Þó virðist þetta öskur ljónsins ekki vera með neinum gleðiblæ. Þegar __________:______________________ 117 dýrin hafa étið, er þeim aftur hleypt út í ytri klefann. — Mörg rándýr eru í þessu stóra húsi, en larg stærst og tignarlegast eru ljónið og tígrísdýrið. Þó að fullvaxið ljón sé rnjög hættu- legt, eru ungar þess meinlausir, meðan þeir eru litlir. Jafnvel þriggja mánaða hvolpum hefir fólk leikið sér að oins og kjölturökkum. Við annan endann á húsi hinna stóru rándýra er hreindýragirðingin. Sjáum við strax, að þar eru bæði hirtir og hindir, en svo eru karldýr og kvendýr nefnd. Þekkjum við þau sundur á horn- unum, sem eru stærri og kvíslóttari á karldýrunum. En við gætum líka þekkt, að hér væri hreindýr, þó að við sæjum þau ekki, ef við aðeins heyrðum íota- takið, sem er mjög einkennilegt og snarkandi. — Fætur hreindýranna eru gildir og sterklegir, lágklaufirnar eru stórar svo að dýrin sökkva síður í hin- ar mjúku mosabreiður öræfanna eða illfæra mýrarfláka. Það er leiðinlegt, að hreindýrin skuli ekki hafa sína upp á halds fæðu þarna í dýragarðinum, en það er aðallega grös og hreindýramosi, sem ekki er mosi, bó að svo sé kallað, heldur flétta eins og fjallagrösin. En flétturnar eru ófullkomnari plöntur og á lægra þroska- stigi en mosarnir. Við austurhlið dýragarðsins er leik- svæðið fvrir börn, bar geta bau hvílt sig við leiki milli þess, sem þau læra náttúrufræði í dvragarðinum, eins og bezt er að læra hana, en bað er af náttúrunni siálfri. Á leiksvæði bessu hafa börnin sand, er bau bvggja ýmis- leof úr, rólur og margt fleira. Skammt frá leiksvæði bessu er dá- lítill reiðvegur — ef veg skyldi kalla —

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.