Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 20
124 UNGA ÍSLAND Verðlaun Unga ísland hefir ákveðið að stofna til skemmtilegrar verðlaunasamkeppni nú á þessu hausti. Eins og kaupendur þess vita, hefir jafnan verið sérstaklega vandað til jólaheftisins og reynt að hafa efni þess sem fjölbreyttast. Hingað til hefir þó verið of lítið lesmál frá kaupendum blaðsins jafnvel þó að blaðið hafi óskað þess. Nú hefir ritstjórn blaðsins ákveðið að veita þrenn verðlaun í sambandi við jólaheftið og efni til birtingar í því, og væntir þess, að sem flestir kaupendur blaðsins þreyti kapp um verðlaunin. Verðlaunin verða veitt fyrir: 1. Bezt kveðna hringhendu um jólin. 2. Beztu smásöguna um jólin, sem ekki má þó vera lengri en sem svarar þrem blaðsíðum í Unga ís- landi. 3. Beztu jólaþuluna, sem þó ekki má vera lengri en sem svarar einum dálki í blaðinu. Verðlaunin verða bókin. sem Unga ísland er nú að gefa út: Vinir vorsins — í fallegu bandi. Sendið afgreiðslu blaðsins sem fyrst efnið, og keppið sem flest um að ná verðlaununum. Lír/Ð REIKNINGSHÖFUÐ „Geturðu alls ekki sagt mér hvað 3 og 3 eru mikið, Símon minn“, sagði kennarinn. — „Eigið þið annars ekki kött heima?“ „Jú, við eigum kött“, sagði Símon. „Setjum nú sem svo að kisa eigi 3 kettlinga í ár og 3 næsta ár. Hvað hefir kisa þá eignast marga kettlinga?“ „Engan, — því við eigum nefnilega fresskött", sagði Símon. UNGA ÍSLAND Eign Hauða Kross íslands. Kemur út í 16 síöu heftum, 10 sinnum á, ári. 10. heftið er vandað jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. Verð blaðsins er kr. 3,00 árgangurinn. Gjalddagi blaðsins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Amgrimur Kristjánsson og Jakob Hafstein. Afgreiöslu og innheimtu blaðsins annast skrifstofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 27 og 28 (Mjólkurfélagshúsið). — Skrifstofutími kl. 1—4. Póstbox 927. Prentað 1 ísafoldarprentsmið ju. Hvað heiíi ég? Hvað heiti ég? (Skemmtilegur leikur). Þú ferð út úr stofunni, en er þú ert kominn út, kallar einhver: Hvað heiti ég! Hvað heiti ég! Nú átt þú að koma inn og segja hver kallaði. Hér verður ekki hægt fyrir þig að reiða þig á að þú hafir þekkt röddina, því vel geta ýmsir breytt rödd sinni, og gert hana óþekkjanlega. Þú verður held- ur að hafa leynisambond við einn inni, og er þú kemur inn, á hann að hafa tek- ið sér stöðu að baki þeim sem kallaði, en óðar og þú kemur, biður þú alla að standa nú graf kyrra. — Þá er vanda- laust að segja þegar hið rétta nafn þess er kallaði. • • — Ég sel þessa mynd fyrir' hálft verðlistaverð. — Og hvað kostar þá verðlistinn? • • — Pabbi, manstu hvar þú hittir mömmu í fyrsta sinn? — Já, það var í veislu og við sátum 13 að borðum.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.