Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.10.1939, Blaðsíða 17
121 UNGA ÍSLAND ------------------------ STEFÁN JÓNSSON VINIR VORSINS Framhald Jú, það var víst stundum dansað, en það var svo langt í burtu. Það var í næstu sveit. Hann hafði aldrei komið þangað. — Kannt þú ekki að dansa? spurði stúlkan. — Nei, ég hefi bara einu sinni séð það, þá var systir mín fermd. Þá var dansað heima. — Viltu að ég kenni þér að dansa í sumar', karlinn ? Hann vissi ekki hverju hann átti að svara þessu. Hann var eiginlega afar hissa á þessari spurningu. — Ég veit ekki, sagði hann dræmt. Hún klappaði á öxlina á honum og sagði: — Uss, vertu ekki feiminn við mig, stúfur, það tekur því sannarlega ekki. Kallaðu mig bara Gógó. Ég heiti kannske Þórdís, en það er nú svo kerlingarlegt. Svona, nú ertu ekkert feiminn lengur. Líst þér annars illa á mig? Hún sagði þetta hlægjandi. — Nei, nei, stamaði hann. Nei, honum geðjaðist ekkert illa að henni. Hann var eiginlega ekkert feim- inn lengur. Hann hefði sjálfsagt verið skrafhreifari, ef öðruvísi hefði staðið á. Hann var veikur bæði á sál og lík- ama. Líkaminn þjáðist af magaverk, sálin af iðrun. Hann hafði víst ekki breytt rétt. Ó, bara að þau væru nú rétt komin heim. Þetta ætlaði að verða ó- þolandi. Hestar þeirra úðuðu upp í sig grænu grasi móans með ákefð, það hringlaði í beislisstengum, járnmélum og taum- lásum við hverja hreyfingu þeirra, og hin sérkennilega hestalykt barst til drengsins og stúlkunnar þar sem þau sátu á kápunni. Stöku bíll fór fram hjá, en hestarnir urðu þeirra tæpast varir, þeir litu jú upp og störðu á bíl- inn, en í hinum djúpu, góðlyndislegu hestaaugum þeirra var enga hræðslu lengur að sjá, aðeins dálitla furðu. Loks fóru þau af stað á ný og héldu sama hraða og áður. Hún reið á und- an, sem fyrr, og var öðru hvoru að gera tilráun til þess að tala við þenn- an samferðamann sinn. Hann tók lítt undir það. Hann hafði öðru að sinna. Vanlíðan hans óx. Ilann var orðinn sljór aðra stundina að hann vissi tæp- ast af sér. Jú, Brúnn skokkaði á undan honum og á baki hans var þessi ein- kennilegi kvenmaður. En það var eins og Brúnn og stúlkan og hann sjálfur væru ekki lengur neitt áþreyfanlegt. Ekkert sem bundið væri við jörðina. Þau hossuðust áfram einhversstaðar, ef til vill í loftinu. Bara hossuðust, og framundan þeim lá vegurinn eins og mírautt land eða kaðalspotti. Hann gerði sér enga grein fyrir neinu, ef til vill endaði þessi vegur hvergi. En svo aftur á móti hina stundina glaðvaknaði hann til meðvitundar um ástand sitt. Verkurinn kom eins og hnífsstunga neðan við bringspalirnar, breiddist út um kviðarholið og niður í mjaðmirnar. Hvert fótmál sem Skjóni steig, olli hon- um ógurlegra þjáninga þá stundina og hvað eftir annað var að honum komið að gefast upp. Nei, hann beit á jaxlinn. Aldrei skyldi hann láta undan. Hvernig ætlaði þetta að fara? Áfram þokuðust þau.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.