Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 3
uhbr 15 L R N D ________ XXXVI. ÁRG. 8. HEFTI OKT. 1941 Islenzk nútímaljóðskáld XV. Hulda Það leikur ekki á tveim tungum, að í meira en þriðjung aldar hefir Hulda verið ein merkasta skáldkona þessa lands. Og allt frá því að fyrsta bók hennar kom út Í909 og fram til þessa dags, hafa ljóð hennar átt óskipta hylli allra þeirra, er ljóð lesa og ljóð- um unna á íslandi. Og þeir eru marg- h*. Ljóð skáldkonunnar eru ljúf og fög- ur, formin látlaus og mjúk. Það er eitt, annað er hitt, hversu afkastamik- ill og mikilvirkur höfundur Hulda er. Auk ljóða sinna hefir hún samið mesta fjölda smásagna, ævintýri og greinar og stóra skáldsögu. Hulda er, svo sem kunnugt er, nafn- ið, sem skáldkonan hefir valið sér, undir ,því nafni hefir hún ort og orðið hjóðkunn sem skáld. En skírnarnafn hennar er Unnur Benediktsdóttir. Hún er fædd að Auðnum í Laxárdal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 6. ágúst árið 1881. Móðir hennar hét Guðný Halldórs- dóttir, en faðir Benedikt Jónsson. UNGA íSLAND. Bjuggu þau á Auðnum. Benedikt á Auðnum, en svo var hann ætíð kallað- ur, var þjóðkunnur maður og var heim- ili þeirra hjóna með annáluðum mynd- arbrag. Þar á æskuheimili sínu naut Hulda ágætrar merintunar, en víð- tækari menntunar aflaði hún sér fyrst á Akureyri og síðar í Reykjavík. Með- al margs annars lagði hún mikla stund á tungumálanám. Það var henni hug- , stæðast. Hulda giftist 20. des. árið 1905 Sig- urði Sigfússyni Bjarklind, er um langt skeið var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga, en nú eru þau búsett í Reykjavík. Kvæðið eftir Huldu, sem birt er í þessu blaði, er tekið úr fyrstu bók skáldkonunnar ,,Kvæði“ er út kom 113

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.