Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 18
Sækja smjör í strokk. Þátttakendur þrír. Tveir þeirra taka sér stöðu hvor cfegnt öðrum og styðja höndum hvor á annars axlir. Einhver léttur hlutur, t. d. húfa, er látin á gólf- ið rnilli þeirra. Það er smjörið. Sá, sem þrautina leysir á að ná smjörinu á þann hátt, að hann klifrar upp á axlir hinna og stingur sér á höfuðið niður í strokkinn, milli arma þeirra. Hann grípur með höndunum hvar sem hann getur náð festu og með fótunum heldur hann sér einnig. Síðan tekur hann smjörið með munninum og á nú erfið- ustu þrautina eftir, þá, að komast með smjörið upp úr strokknum aftur. Hvar er bílstjórinn? Gunnar (í náttúrufræðitíma) : — Margar flugur eru svo þungar, að þær vega eitt kíló. Kennarinn: Hvaða bull er í þér drengur. Þú veizt, að það er engin fluga svo þung. Gunnar: Ég sagði margar flugur. UNGA ÍSLAND Eign Rau?5a Kross íslands. Ivemur út 10 sinnum á ári í 16 síðu lieftum. \ Gjalddagi 1. aprll. (VerÖ blatSsins er kr. 4,50 árg. Ritstjórar: Stefán Jönsson* SÍRurtÍur Helgason. Framkvæmdastjórn blaösins annast: Arngrímur Kristjánsson. AfgreiÖsla er í skrifstofu Rauöa Ivrossins. Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélagshúsinu). Pósthólf 927. Prenta'Ö í ísafoldarprentsmiðju h.f. Maður nokkur kom heim til átt- haganna eftir langa fjarveru og mætti líkfylgd. — Hvern er verið að jarða? hvíslaði hann að einum þeirra, er í líkfylgdinni voru. — Það er hann Jóhann gamli, svai'- aði maðurinn. — Nei, hugsa sér, er hann dáinn? — Já, auðvitað. Heldurðu kannské að þetta sé æfing? ★ Dóra litla: Eigum við að látast verá hjón? Palli litli: Nei, mamma segir, að við megum ekki slást. ★ I biðstofu læknisins: — Nei, góðan daginn, fröken Frið- riksen, það var þó gaman, að við skyldum hittast hér. Leiðrétting: Nokkrar prentvillui' hafa slæðzt inn í síðasta blað. 1 kvæúi á fremstu síðu stendur: „sem ribsber vaxa í runna“, á að vera ribstré. í sög- unni ,,Hyggindi, sem í hag koma“, bls. 107 stendur: ,,Og eina og fimm- tíu fyrir það“, á að vera: eftir það. Bls. 111 í kvæðinu „Vorkvöld“ stend- ur: „Þeir einn af öðrum tínast“, á- að vera týnast. 128 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.