Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 9
engin merki og hún fór ekki fyrr en hún fékk kálfinn með sér. Gíraffinn er góðlyndur. Hefnihvöt eða löngun til að gera öðrum dýrum illt, virðist ekki vera til hjá honum. Einu sinni sat ég inni í einu skýli mínu í miklum hita. Þá heyrði ég að einhver rjálaði við þakið á bak við mig. Hugði ég að þetta væri bavíanapi, sem und- anfarið hafði verið að glettast við mig. og flaug mér í hug, að í þetta sinn skyldi hann fá makleg málagjöld. Skreið ég síðan út- eftir bugðóttum gangi úr tágafléttum, sem lág að skýl- inu. Ég var með staf í hendinni, s'em ég ætlaði að nota til að kenna þessum óboðna gesti tilhlýðilega siði. Þegar út kom, sá ég í fyrstu ekkert, en svo heyrði ég eitthvert þrusk yfir höfði niér, leit upp og sá lítið eitt til hliðar gíraffa, sem gnæfði eins og turn uppi yfir mér, og horfði hann á mig með sínum brúnu og blíðlegu augum. Nokkrir óskrælnaðir þyrnisprotar í þakinu á skýlinu höfðu auðsjáanlega freistað hans. Hann varð hræddur, þegar hann sá mann þarna allt í einu, en ekki gerði hann sig líklegan til að i'áðast á mig eða búast til varnar, eins °g flest önnur stór dýr myndu hafa gert. Það var engu líkara, en að hon- um þætti miður að hafa gert mér ó- næði, og þegar hann fór, var næstum því eins og hann hneigði sig lítið eitt, eins og hann vildi segja. — Ég vissi ekki, að þér ættuð hér heima og bið yður margsinnis afsökunar á ónæðinu. Hlébarðinn er grimmur morðingi. Hann er kænasti veiðigarpur skógar- ins. Hljóðlaust læðist hann að bráð sinni og árásir hans koma skyndilega °g að óvörum. Hann líður áfram eins °g óheillavænlegur skuggi, enginn yeit hvaðan hann kemur, fyrr en allt í uNGA ÍSLAND einu, og dauðinn fylgir hvarvetna sporum hans. Ilann er ekki eins virðu- legur og ljónið, ekki heldur eins flá- ráður og hýenan.Iiann vinnur þar sem kyrrð er og einvera. Hann á engan fé- laga. Ekkert dýr í skóginum treystir honum. Ljönið étur oft bráð sína úti á slétt- unni, þar sem það fellir hana að velli. Hlébarðinn hverfur ætíð með sína bráð frá annarra augum, inn í þéttan runna, eða upp í tré. Hann slengir bráðinni á bak sér og fer burtu með hana. Hann er sterkur og getur hæglega borið dýr, sem er stærra og þyngra, en hann sjálfur. Einn dag fórum við Ósa góðan spöl burtu frá búðum okkar. Hún skaut sebradýr og maður, sem með okkur var, Rattray að nafni, bauðst til að sækja dýrið. Lagði hann af stað með byssuna í hendinni þangað sem dýrið lá, nálægt runni einum. Sagði hann svo frá seinna, að allt í einu hefði hann tekið eftir einhverju bak við fallna U9

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.