Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 6
Þeir voru svo ekki aS orðlengja þetta lengur, heldur fóru að koma bátnum á kjölinn og eftir dálitla stund höfðu þeir komið honum á flot. — Jæja, áfram nú, kallaði Sigur- þór og stökk hlæjandi upp í bátinn og greip árar. — Bravó, sagði Jónas og settist við stýrið. Báturinn skreið hart út á sjóinn og drengirnir sungu af gleði. Þeir voru sjómannsefni piltarnir. En það var eitt, sem skyggði á gleði þeirra, og það var það, að þeir höfðu farið þetta í leyfisleysi . . . Þeir fengu víst ávítur er þeir komu heim . . . En þeir báru sig mannalega og héldu á- fram að syngja. Það var hressandi að ferðast þetta í kvöldloftinu. Þeir nálguðust eyjuna smátt og smátt. Sigurþór réri en Jónas stýrði. Þeir voru báðir sveittir. En hvar áttu þeir nú að lenda? Ja, það vissu þeir ekki. Eyjan var tölu- vert há og risu klettar fram í sjóinn Þeir tóku því það ráð, að róa fyrst i kring um hana. Er þeir höfðu róið hálfa leiðina, sáu þeir dálítið vik á milli klettanna og var sléttur sandur þar í fjörunni. -— Hér förum við á land, sagði Jónas. — Já, og ég ætla að verða tilbú- inn að stökkva út úr bátnum og hald'a honum. — Já. Sigurþór réri nú af öllum kröftum nokkur áratog og hljóp svo fram í stafninn. Viðbunir! Jónas stýrði beint af augum. Er báturinn kenndi grunns, stökk Sigurþór fyrir borð' og hélt bátn- um föstum, en það var grjót undir bátnum og misjafnir hnullungarnir gerðu það að verkum að báturinn hall- aðist óþægiiega mikið og það svo, að vatnið fór að renna yfir borðstokkinn. Jónas stökk nú út úr bátnum og eft- ir dálitla stund höfðu þeir komið hon- um á öruggan stað. Þeir voru blautir upp í mitti, en þeir létu sig það engu skipta. Þeir bara hlógu og löbbuðu svo upp á eyjuna. Hún var töluvert stór, grasi vaxin í miðju, en er nær sjónum dró, kom sandur og var víða klettótt við flæðarmálið. Drengirnir klifruðu í klettana. Þar voru ýms sjófuglahreið- ur, þar voru fílahreiður, skarfahreið- ur o. s. frv. og á miðri eyjunni fundu þeir æðarhreiður. Drengirnir skoðuðu eggin, en þeir snertu ekki við þeim. -— Það er langt- um meira gaman að skoða egg fugl- anna en að ræna þeim. Þeir gengu síð- ast norður á eyjuna og klifruðu upp á háan ldett. Allt í einu greip Jónas í handlegg Sigurþórs og hvíslaði með miklu írafári: — Sérðu? — Hvað. — Sérðu ekki selinn? Jú, þetta var satt, niður við sjávar- málið lá lítill selskópur og svaf. — Eigum við að láta hann fara á sund? spurði Sigurþór. — Hvernig þá? — Við skulum syngja svo hátt, að hann vakni, anzaði Sigurþór. — Við syngjum vísuna, er þú ortir í fyrra. Þeir sungu fullum hálsi: í mölinni selurinn sef.ur, svo rótt og svo undurvært. En bráðum hann hreifunum grefur í hafið svo bjart og tært. Selurinn vaknaði við söngjinn og glápti með selsaugum sínum allt í kring um sig. Strákarnir hlógu: — Sá er sniðugur . . . Ha-ha-ha. UNGAÍSLAND 116

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.