Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 17
Háar fölur Þegar ykkur er sagt, að vegalengd- in umhverfis jörðina við miðbaug sé 40000 km., getur svo farið að ykkur þyki það æði há tala. En setjum nú svo, nð þið ferðuðust þessa vegalengd með einhverju því farartæki, er færi að jafnaði 75 km. á klukkutíma, þá kæm- ust þið umhverfis jörðina á 22 sólar- hringum. Það er ekki ýkja há tala. En ef þið síðan farið að íhuga vegalengd- irnar úti í geimnum, verða tölurnar stórfenglegri. Frá jörðinni til tunglsins eru 357,000 km. og ef þið ferðuðust þangað með sama hraða og áður er ráð fyrir gert, stæði sú ferð yfir í 200 sólarhringa. — Fjarlægðin til sólarinnar er 450,000,000 km. Þangað yrðuð þið 200 ár. Til yztu reikistjörnunnar í sól- kerfi voru, Neptunusar, er 30 sinnum iengra frá sólu en frá jörðu til sólar. Slíkar fjarlægðir er erfitt að reikna með kílómetrum. Þar þarf stærri mæli- kvarða til. Hugsum við okkur fjarlægö jarðar frá sólu 1, þá er fjarlægð frá sólu til Neptúnusar 30. En til næstu fastastjörnu er 206,000 sinnum lengra en frá jörðu til sólar, eða = 30900000000000 km. — Vegalengdir geimisins eru tíðast reiknaðar í ljós- ai'um. Eitt ljósár er vegalengd sú, er 1 jósið fer á einu ári. Á einni sek. fer l.iósið 300000 km. Viljið þið finna hve niarga km. ljósið fer á einu ári, verðið þið fyrst að reikna út, hve margar sek. ei'u í árinu og margfalda þá tölu með 30000. Sólarljósið er um það bil 8 mín. að berast til jarðarinnar. Ef þið hafið það í huga, getið þið kannske reynt að gera ykkur V hugarlund, hve langt er frá jörðunni til næstu fastastjörnu. Hún liggur sem sé, 4 ljósár úti \ geimn- Til umhugsunar. 4. Á hverju endar dagurinn og nótt- in byrjar? 2. Hvenær byrja andarungarnir að synda? 3. Hvað er það, sem lifir í reyk? 4. Hvaða menn ganga á höfði? 5. Hve djúpt er hafið, 6. Hvaö gerir haninn, þegar hann stendur á öðrum fæti? 7. Hvað er það, sem allir verða að draga, en enginn getur borið? 8. Hvað er það, sem enginn vill vera, 9. Hvað er það, sem hefur hvorki upphaf né endi, en er þó ekki eilíft? María Ásgrímsdóttir, Hálsi í Öxnadal, sendi blaðinu. Til gamans: Sá rauðhærði: Það hefur víst verið ofsarok í dag, ég sé, að allt hárið hefur fokið af höfðinu á þér. Sá sköllótti: Nei, ég skal segja þér, þegar guð skapaði mig, átti hann að- eins rautt hár, en þá vildi ég heldur vera hárlaus. ★ Frú A: Maðurinn minn man ætíð eftir afmælisdeginum mínum. Frú B: — Jáýþegar maður gerir eítthvað mjög oft, verður það að vana. ★ Á skrifstofunni. Skrifstofustjórinn: — Nei, ungfrú María, þetta gengur ekki! Með ann- arri hendi skrifið þár á ritvélina, en með hinni lesið þér Skáldsögu. um! En er þið hugleiðið að þetta er sú, sem næst.er, þá skyldi mig ekki furða, þótt ykkui’ færi að svima'yfir því, hve stór geimurinn er. UNGA ÍSLAND 127

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.