Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.10.1941, Blaðsíða 8
Bavianapar. Sebradýrin virðast vera mjög illa' gefin, en eru samt fremur skemmti- leg. Þau reika um slétturnar í hópum, en kemur illa saman og bítast og berjast innbyrðis eins og verstu þorp- arar. Lítill og krangalegur sebri vandi komur sínar um tíma að einu skýlinu okkar. Hann var mjög ungur og gat ég þess til, 'að móðir hans hefði orðið ljóni eða hlébarða að bráð. Hann var alltaf mjög hræddur og stundum stóð hann við vatnið án þess að þora að drekka. Ef til vill hefir hann séð, þeg- ar móðir hans lét lífið. Loks þegar hann gat ekki afborið þorstann lengur, fór hann út í vatnið, skjálfandi af hræðslu, og drakk og drakk þangað til hann ætlaði að springa. Stundum er sagt, að gíraffinn sé dýrið, sem drottinn gleymdi. Það er líklega sökum þess, hve hróplegt rang- læti það virðist vera, að láta hann eiga heima meðal ljóna og hlébarða, og lifa sínu saklausa lífi á sömu slóð- um og þeir. Hann er stirður og frem- ur seinn að hlaupa, eins og sjá má af vaxtarlagi hans, og náttúran hefir ekki fengið honum neitt vopn til varn- ar. Sumir segja, að hann sé duglegur að lemja frá sér með framfótunum, en það er auðsjáanlega ekki rétt at- huga'ð. Hann getur ekkert hljóð gefið frá sér, hvorki til að vara félaga sína við hættum, né til að reka óvini á flótta, eða til að láta sársauka í ljósi. Sagt er, að bezta ráðið gegn ógæf- unni sé að virða hana einskis, og það er eins og gíraffinn þekki það ráð. Hann er vinalegur, góður og umburð- arlyndur við önnur dýr. Öll hegðun hans er óaðfinnanleg. Hann er göfugt dýr, og ef við höldum áfram að líkja dýrunum við mennina, þá má líta á hann eins og aðalsmann skóganna. Hvað eftir annað hefir sál minni blætt, þegar ég hef séð gíraffana verða stóru rándýrunum að bráð. Ég rakst einu sinni á einn, sem lá í dauðateygj- unum. Vöðvunum hafði verið flett aí lærum hans, og ekki var að sjá, að nokkur viðureign hefði átt sér stað. Ljó'nið, sem hafði fellt hann var ný- lega farið og enn var líf í stóru, brúnu' augunum hans. Öðru sinni sá ég gíraffamóður með kálf, sem tæplega gat verið eldri en dægur gamall. Kálfurinn var ekkert hræddur við mig og móðir hans fékk hqnn ekki til að elta sig á brott, komst ég þyí alveg að þeim. Sjálfsagt hefir hún verið dauðhrædd, en þess sáust þó UNGA ÍSLAND 118

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.