Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 18
16
„Þú fólk með eymd í arf“. Þannig orðar Einar Bene-
diktsson ávarp sitt til þjóðarinnar í fyrsta skipti, sem hann
kemur fram á sjónarsviðið sem ljóðskáld. Safn það af ætt-
jarðarljóðum, sem fyrsta bók hans (1897) hefst á, gefur
skýrt til kynna, að skáldið afneitar algerlega hefðbund-
inni og næstum því heilagri stefnu, sem var þangað til
ríkjandi í slíkri ljóðagerð, þeirri skoðun, að landið og sögu
þess bæri að skoða í bjarma rómantíkurinnar: Frægð for-
feðra vorra er orðin allt of gamall draugur. Aðeins þeir
af þeim, sem skópu sér frægð með því að varðveita frels-
ið til handa eftirkomendum, eiga skilið að vera minnzt af
þeim, er þáðu frelsið ... Nei, ef segja ætti eitthvað um
þessa „forfeður“, myndi það verða angistaróp frá hlekkj-
uðum allslausum afkomendum ...
Og nú hefst hin ævilanga Tyraiosareggjan hans til ís-
lenzku þjóðarinnar um að breyta hugsjón sinni í raun-
veruleik, frelsisþrá í frelsisbaráttu og skáldadraumunum
og hinu þjóðlega hetjukvæðasöngli í vakandi starfsemi.
Ekkert skáld fyrir hans daga og heldur ekkert eftir hans
dag hefur verið eins þjóðlegt og hann. Hann sér landið
sem gullnámu, land þúsund möguleika, þjóðina sem ætt-
stofn foringja og íslenzkuna sem drottningu allra þjóð-
tungna: En þjóðarstolt fer hverri þjóð illa, sem ekki þarfn-
ast þess. Það gagnar lítið að gylla ástand þjóðarinnar með
skrumi og fylla okkur með sjálfsdýrkun. Hér er alltaf
verið að tala um alþýðumenningu, menntun fólksins, sögu
okkar, við þurfum á öðru að halda en innantómu smjaðri
— þessi kenning um alþýðumenninguna er ill kenning ...
Skuggi hvílir á sál þjóðarinnar, skuggi þeirra, sem loka
okkur úti frá ljósinu ... Vér verðum sjálfir að hefjast
handa. Vér eigum að sigla á vorum eigin skipum. Gufu-
afl, rafmagn, fossar og hverir eru auðlindir, sem við eig-
um sjálfir. Þeim .á að umbreyta svo að þau verði að gulli.
Fossinn er fagur, en hann megnar ekki að gera hafið feg-