Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 50
48
orð frásögn lýsir ekki, svo að viðhlítandi sé, umbrotun-
um í huga hans — örvæntingunni og þeim ofsalega fögn-
uði, sem ávallt hljóta að vera undanfari örðugrar og
skyndilegrar ákvörðunar. Upp frá þessu er stefna van
Goghs mörkuð, nú er hann ekki lengur á báðum áttum,
loks er hann hafði ýmislegt reynt og oft látið hugfallast.
Hann gengur að hinni nýju vinnu sinni með sömu eld-
legu ákefðinni, sem áður hafði rekið hann til að boða fá-
tækum fagnaðarerindið. Áður hafði honum verið hugleik-
ið að hafa með starfi sínu bein áhrif á menn, en nú ætlar
hann að einbeita allri orku líkama og sálar að hinni sýni-
legu list og á þann hátt að auðga og hafa óbeint áhrif
á meðbræður sína með verkum sínum fremur en athöfn-
um. Hafi nokkurn tíma verið uppi markviss maður, þá
var það Vincent van Gogh. Þetta og aðeins þetta skýrir,
hvernig og hvers vegna slíkt mátti verða, að hann, sem
ekki fór að mála fyrr en hann var orðinn 26 ára að aldri,
megnaði að ljúka á aðeins rúmum tíu árum svo gífurlegu
verki, sem margir hafa ekki getáð afkastað á tvisvar til
þrisvar sinnum lengri tíma.
En'snúum aftur að ævi hans.
Hann vinnur að liststörfum sínum af fádæma elju, ger-
ir eftirmyndir af verkum Millet, því honum finnst sér
svipa einna mest til þess málara, bæði að hugsun og stíl.
Um veturinn dvelst hann enn í Suður-Belgíu og býr við
þröngan kost, lifir á brauði og dálitlu af hnetum, en vor-
ið 1881 fer hann heim. Þar á öðru sinni fyrir honum að
liggja að verða ástfanginn og fá ást sína ekki endurgoldna.
Nú er það frænka hans, ung ekkja, sem vísar honum um-
svifalaust á bug. Eftir þessi nýju vonbrigði verður vistin
honum óbærileg á æskustöðvunum, og næst liggur leið
hans til Haag. Hann kynnist þar frænda sínum, málara
að nafni Mauve, sem reyndist honum góður og ráðhollur,