Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 70
68
ar, og hafa sumir rithöfundar eytt miklum tíma í slíka
heimildasöfnun. Ég er svo lánsamur að eiga heima í
grennd við stórt bókasafn, sem hefur að geyma allar bæk-
ur, sem gefnar eru út í öllu Bretlandi. Ég get beðið um
hvaða bók, sem mig vantaV, og eftir stundarkorn kemur
hún siglandi neðan úr bókageymslunni í kjallaranum eft-
ir færi’bandi. Bókavörðurinn er oft og tíðum bezti vinur
og aðstoðarmaður rithöfundarins.
Samhliða þessari heimildasöfnun kemur tvennt — að
skapa persónur sögunnar og gefa þeim nöfn — og safna
efni í atburðarás sögunnar. Það er undir því komið, hvers
konar sögu þú ætlar að skrifa, hvort þessara atriða verð-
ur þyngra á metunum, og auk þess fer það eftir þínum
geðþótta. Sumir hinir beztu rithöfundar leggja nær ein-
göngu rækt við mótun persónanna, skapgerð þeirra og
viðhorf, en láttu þig ekki henda þá skyssu, að halda, að
það eigi ekkert að gerast í öðrum sögum en barnasögum
og gamansögum. Mundu það að minnsta kosti á meðan þú
ert ekki viss um, að þú sért einhver frumlegasti rithöf-
undur þinnar samtíðar, að vel sögð saga er mikils virði.
Þegar ég finn að persónur mínar standa mér nokkurn
veginn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og.ég er búinn að
fá nægilega mikið af atburðum til þess að mynda beina-
grind sögunnar, fer ég að skipta efninu niður í kafla og
búa til sjálfan efnisþráðinn. Sumir snillingarnir láta per-
sónur sínar spinna efnisþráðinn sjálfar, þeir byrja á sög-
unni en láta persónurnar sínar ljúka við hana, og stund-
um kemur endirinn flatt upp á alla og höfundinn líka.
Smærri spámenn eins og ég og þú ættu að gera sér grein
fyrir því í upphafi, hvað ferðin er löng og hvert henni er
heitið. Engin stúlka þarf að skammast sín fyrir að nota
snið við að sníða kjól, hún mætti fremur skammast sín
fyrir að vera í kjól, sem hún sneið algerlega út í loftið.
Ég bý til sniðið með því að skipta bókinni til dæmis í