Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 19
17
urra, en aftur á móti bændabýlin og fiskimannahúsin þús-
undum saman.
Þetta voru nýir tónar í íslenzkum ljóðakveðskap, nýjar
hugsanir klæddar í búning snillingsins, og þær hlutu fyrr
eða síðar að vekja þjóðina af dvala. Þær vöktu þjóðina.
Sem stjórnmálamaður, ráðherra eða Alþingismaður myndi
meira að segja Einar Benediktsson ekki hafa megnað að
vega upp brotabrot af þeim áhrifum, sem hann hafði á
þjóðina með skáldskap sínum.
í þessu sambandi er erfitt að komast hjá því að veita
íslenzkum lesendum viðurkenningu. Eigi aðeins af því að
Einar Benediktsson velur sér háfleyg yrkisefni, heldur
verður meðferð efnisins og búningur ljóða hans, meira
að segja á nútíma mælikvarða, að teljast fremur óaðgengi-
legur. Og hann beinir máli sínu svo sannarlega ekki ein-
göngu til lærðu mannanna, embættismanna og háskóla-
borgara, heldur og verkafólks, bænda og fiskimanna —
til allrar alþýðu landsins. Hann gerir þá kröfu til alþýð-
unnar, að hún læri að hugsa. Ekkert minna en það. Innst
inni er hann yfirstéttarmaður, í lífsskoðun sinni, skáld-
skap sínum og hugsun allri, og hann neitar að stíga niður
til fólksins. Það á að koma til hans. Og það kom til hans.
Skáldskaparform hans er óaðfinnanlegt — svo að notað
sé algengt og innantómt orðatiltæki, eins og ritdómurum
á Norðurlöndum er einkar gjarnt á. Hann er oft andrík-
ur. Eigi aðeins sækir hann leyndustu dýrgripi tungunnar
niður í gleymskunnar djúp, heldur eykur hann verðmæti
þeirra með notkun þeirra í skáldskap sínum. Hve hægt
er ekki að sýna og sanna að ljóð hans sé ekki unnt að
þýða á önnur mál? En styrkur hans sem ljóðskálds ligg-
ur fyrst og fremst í stærð hans, en ekki búningi ljóða
hans. Hann er laus við að vera dramatískur. Er hann
kemst inn á þær brautir í sumum ljóðunum verður lýr-
ikin alltaf ofaná að lokum. Eða þá að allt annað gerist.
Unga ísland 2