Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 43
Heidi Heimann:
Vincent van Gogh
Hvers vegna hrífast menn svo mjög af málverkum og
teikningum Vincent van Goghs? Hver er ástæðan fyrir hin-
um dæmalausa áhrifamætti þeirra, og hvað er það, sem
veldur hinni miklu hylli þeirra nú, fullum sex tugum ára
eftir að þær voru málaðar? Slíkum og þvílíkum spurning-
um hefur á stundum skotið upp í huga mér, en svo er fyrir
að þakka, að unnt er að svara þeim að nokkru. Margt er
um málarann kunnugt. Ágætar heimildir eru til um ætt-
ingja hans, vini og lækna, og þróunin í hinum frábæru
verkum hans er að fullu kunn. Enn fremur leiða bréf
hans meira 1 ljós um líf hans og starf en allt annað, að
myndum hans þó undanskildum. í bréfum sínum skýrir
hann, athugar og prófar daglega baráttu sína, þrár sínar
og afrek. Fyrir því er hægt að rekja þróun þessa snillings
skref fyrir skref, bæði hvað viðvíkur manninum sjálfum
og listinni, á öllum áföngum ævi hans. En um leið skyldi
hafa það hugfast, að bezta leiðin til þess að kynnast Vin-
cent van Gogh er að skoða myndir hans og kynna sér
þær af gaumgæfni. Þær bera mikilleik hans ljósast vitni,
°g leyndardómur hinna hryggilegu æviloka hans er einn-
ig fólginn í þeim.
Vincent van Gogh var prestssonur. Hann fæddist árið
1853 í Groot-Zundert, sem er lítið þorp í Hollandi, skammt
frá landamærum Belgíu. Hann var elztur systkina sinna,
fjórum árum eldri en Theó bróðir hans, sem mjög kemur