Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 30
28
ur um, að Herodes ætli að nota okkur fyrir barnfóstr-
ur. Beygðu nú eyrað niður að munni mínum og síðan skal
ég trúa þér fyrir ráðagerðum hans.“
Höfuðsmaðurinn hvíslaði lengi að hermanninum, og þeg-
ar hann hafði sagt honum allt, mælti hann:
„Ég þarf víst ekki að brýna fyrir þér, að nauðsynlegt
er, að ströngustu þagnar sé gætt, ef fyrirtækið á ekki að
fara út um þúfur.“
,,Þú veizt að þú getur treyst mér, Voltigius," svaraði her-
maðurinn.
Þegar foringinn hafði farið á burt og hermaðurinn stóð
aftur einn á verði sínum, svipaðist hann um eftir barn-
inu. Það lék sér enn á meðal blómanna, og sú hugsun
greip hann, að það svifi um létt og yndislega eins og
fiðrildi.
Allt í einu fór hermaðurinn að hlæja. „Það er satt,“
sagði hann, „ég þarf ekki lengur að ergjast yfir þessu
barni. Því verður líka boðið 1 veizlu Herodesar í kvöld.“
Kesjumaðurinn stóð á verði sínum allan daginn unz
kveld kom og tími var til að loka hliðum bæjarins yfir
nóttina.
Þegar því var lokið, gekk hann um mjóar og þröngar
götur upp að veglegri höll, sem Herodes átti sér í Betle-
hem.
Innan hinnar miklu. hallar var stór steinlagður garður,
umluktur byggingum, sem tvær opnar svalir lágu fram
með, þannig að aðrar voru ofar en hinar. Á efri svölun-
um hafði konungurinn skipað, að veizlan fyrir börnin í
Betlehem skyldi vera haldin.
Þessar svalir höfðu verið þannig útbúnar samkvæmt
skýrri fyrirskipun konungsins, að þær líktust helzt lukt-
um gangi 1 fögrum garði. Undir loftinu bugðuðust vínvið-
arteiningar og héngu niður úr þeim ríkulegir þrúgnaklas-
ar, og fram með veggjum og súlum stóðu kjarnepla- og