Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 29
27
til. Hann hafði leyndarmál að segja honum. „Ef við göng-
um nokkur skref frá hliðinu," sagði hermaðurinn, „getur
enginn heyrt til okkar.“
„Þú veizt,“ sagði höfuðsmaðurinn, „að Herodes konung-
ur hefur hvað eftir annað reynt að ná í barn, sem vex
upp hér í Betlehem. Spekingar hans og prestar hafa sagt
honum, að þetta barn muni setjast í hásæti hans, og enn
fremur hafa þeir spáð, að nýr konungur muni stofnsetja
þúsund ára ríki friðar og heilagleika. Þú skilur, að Hero-
des vill gjarna gera hann óskaðlegan.“
„Já, það skil ég,“ sagði hermaðurinn með ákafa, „og
ekkert ætti heldur að vera auðveldara.“
„Auðvitað væri það mjög auðvelt,“ sagði höfuðsmaður-
inn, ef konungurinn vissi aðeins, hvert af börnum Betle-
hems það er.“
Enni hermannsins lagðist 1 djúpar hrukkur. „Það er
slæmt, að spámenn hans skuli ekki geta frætt hann um
það.“
„En nú hefur Herodes fundið upp ráð, sem hann ætlar
að dugi til að gera þennan unga þjóðhöfðingja óskaðleg-
an,“ hélt höfuðsmaðurinn áfram.
„Hann lofar hverjum þeim, sem vill hjálpa honum mik-
illi gjöf.“
„Það, sem Voltigius skipar, skal verða framkvæmt, þó
að hvorki laun né gjafir séu í boði,“ sagði hermaðurinn.
„Ég þakka þér,“ sagði höfuðsmaðurinn. „Heyrðu nú ráða-
gerð konungsins. Hann ætlar að fagna afmælisdegi yngsta
sonar síns með veizlu, sem hann ætlar að bjóða til öllum
sveinbörnum í Betlehem, sem eru tveggja til þriggja ára
gömul, ásamt mæðrum þeirra. Og í þessari veizlu------“
Hann tók fram í fyrir sjálfum sér með hlátri, þegar
hann sá ólundarsvipinn, sem brá yfir andlit hermanns-
ins.
„Vinur minn,“ sagði hann, ,,þú þarft ekki að vera hrædd-