Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 52
50
og byrjar nú 1 fyrsta skipti að mála. „Hve það er dásamlegt
að vinna með litum, Theó“, skrifar hann hinum trygg-
lynda bróður sínum um þetta leyti.
í Haag kynnist hann konu, sem Kristín heitir og er
mjög hjálparþurfi. Hann skýtur yfir hana skjólshúsi, en
hún annast heimilisstörf fyrir hann. Nokkru síðar veikist
hann og er fluttur á sjúkrahús, en ekkert böl getur aftr-
að honum frá því að iðka list sína. Fyrir bænarstað bróð-
ur síns flytur hann frá Haag og dvelst nú um hríð heima
hjá foreldrum sínum, sem mjög eru hnigin á efri ár. Þá
fer hann til Antwerpen, en áður hefur honum auðnazt
að ljúka við fyrstu stórmynd sína ,,Jarðeplaneytendur“,
er sýnir kvöldverð á sveitabæ: tveir menn og þrjár kon-
ur sitja við fátæklegt borð í skini olíulampa. Það mál-
verk gefur ótvírætt til kynna þróttmiklar línur hans og
vald hans yfir skapgerðarlýsingum. Það ber og glöggt vitni
samúð hans með fólki, en hinir dimmu og drungalegu litir
þess eru van Gogh ekki eiginjegir. Þeir geta varla á nokk-
urn hátt talizt boða hvert litaval hans síðar varð. í febrú-
armánuði árið 1886 hverfur hann úr föðurlandi sínu til
Parísar. Búa þeir bræður þar saman. Þar heppnast honum
að ná nýju listrænu valdi. París og kynni hans af þekkt-
um flokki málara, sem nefndir hafa verið inpressionistar,
verða til þess, að hann finnur sjálfan sig. Theó bróðir
hans sýnir og reynir að selja myndir þeirra og kemur
honum auk þess í persónuleg kynni við suma þeirra, til
dæmis Toulouse-Lautrec og Emile Bernard. Það er athygl-
isvert, hvaða áhrif þessi kynni og reynsla hafa á van
Gogh. Hann tileinkar sér einvörðungu það, sem hann vant-
aði — dirfsku impressionistanna til að notfæra sér ljós,
birtu og sterka liti — og þar með búið. Því bregður ekki
fyrir, að hann fari þeirra eiginlegu leiðir, sem eru í meg-
inatriðum 1 því fólgnar að líkja eftir flataskiptum ljóss
og skugga á fyrirmyndinni, án þess að afmarka með raun-