Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 36
34
bamið í ávaxtakörfu á einhverjum asna, eða í stórri við-
smjörskrukku eða milli kornsekkjanna í einhverri lest-
inni.
Meðan hann stóð og beið þess, að reynt væri að gabba
hann á einhvern hátt, kom hann auga á mann og konu,
sem bar hraðan að niður eftir götunni og nálguðust hlið-
ið. Þau gengu hart og litu kvíðvænlega í kringum sig
eins og þau flýðu undan einhverri hættu. Maðurinn bar
exi í hendi sér, er hann hélt með svo föstu taki, sem
hann væri ákveðinn í að ryðjast áfram með valdi, ef ein-
hver varnaði honum að komast leiðar sinnar.
En hermaðurinn horfði ekki svo mjög á manninn sem
á konuna. Hann hugsaði um það, að hún væri jafn há og
grönn og unga móðirin, sem sloppið hafði frá honum
kveldið áður. Hann tók líka eftir því, að hún hafði dregið
kyrtil sinn yfir höfuð sér. Máske gerði hún það, hugsaði
hann, til að leyna því að hún bæri barn á handleggnum.
Því nær sem þau komu, því greinilegar sá hermaðurinn
móta fyrir barninu, sem konan bar á handleggnum. —
Eg er viss um að það er hún, sem slapp undan í gærkveldi,
hugsaði hann. Ég fékk ekki að sjá andlit hennar, en ég
get þekkt hana á hinum háa vexti hennar. Og þarna kem-
ur hún með barnið á handlegg sér, án þess að reyna svo
mikið sem að halda því leyndu. Slíka heppni hefði mig
ekki dreymt um.
Maðurinn og konan héldu áfram hinni hröðu göngu
sinni alveg að hliðinu. Þau höfðu auðsjáanlega ekki vænzt,
að þau yrðu stöðvuð þar; þau hrukku saman af ótta, þeg-
ar kesjumaðurinn brá spjótinu fyrir þau og lokaði leið
þeirra.
„Hví varnar þú okkur, að ganga út á akurinn?“ spurði
maðurinn.
„Þú skalt strax fá að fara, en ég vil bara fá leyfi til
að sjá, hverju konan þín leynir undir kyrtli sínum.“