Unga Ísland - 01.12.1949, Blaðsíða 27
25
klemmdi fingurna fast saman, til þess að ekkert skyldi
leka niður, eða fljóta yfir. Meðan að hann gekk til her-
mannsins horfði hann stöðugt með áhyggjusvip á vatns-
lekann, sem hann kom með, og sá því ekki, að hermaður-
inn stóð mgð strangar hrukkur í enni og með kuldasvip.
Loks nam hann staðar beint frammi fyrir honum og bauð
honum vatnið.
Á göngunni höfðu þéttu, ljósu lokkarnir hans fallið lengra
og lengra niður um enni hans og augu. Hann hristi höfuðið
hvað eftir annað til að fá hárið frá, svo að hann gæti lit-
ið upp. Þegar honum tókst það loksins og hann tók eftir
hörkusvipnum á andliti hermannsins, varð hann þó ekki
hræddur, heldur stóð kyrr og bauð honum með ástúðlegu
brosi að drekka vatnið, sem hann kom með. En hermann-
inn langaði ekki til að þiggja velgjörning af þessu barni,
sem hann skoðaði sem óvin sinn. Hann leit ekki niður
á fallega andlitið hans, en stóð óhagganlegur og hreyf-
ingarlaus og lét ekki á sér sjá, að hann skildi, hvað barn-
ið vildi gera fyrir hann.
En drengurinn gat ekki heldur skilið, að hann vildi vísa
honum á braut. Hann brosti stöðugt jafn einlægnislega,
tyllti sér á tær og rétti hendurnar eins hátt upp í loftið
og hann gat, til þess að hinum hávaxna hermanni veitt-
ist léttar að ná í vatnið.
En hermarlninum fannst það slík móðgun, að lítið barn
skyldi vilja hjálpa honum, að hann greip um spjótið til
að reka drenginn á flótta.
En nú bar svo við einmitt í sama bili, að hitinn og sól-
skinið streymdi svo ákaft yfir hermanninn, að hann sá
rauða loga dansa fyrir augum sér, og það var sem heilinn
ætlaði að bráðna í höfði honum. Hann varð hræddur um
að sólin myndi verða sér að fjörtjóni, ef hann gæti ekki
fengið svölun þegar í stað, og hann lét spjótið falla til