Verktækni - 16.02.1988, Qupperneq 5

Verktækni - 16.02.1988, Qupperneq 5
VFÍ-FRÉTTIR FRÁ FORMANNI VFÍ Félagsstarfiö í vetur Starfið í vetur hefur að ýmsu leyti gengið vel. Fundir hafa verið allvel sóttir og hið sama má segja um ráð- stefnu félagsins um stóriðju. Flún tókst mjög vel og fékk mjög góða umfjöllun í fjölmiðlum. Einnig hafa átt sér stað allnokkur skoðanaskipti í dagblöðum. Tímasetning ráðstefn- unnar var einstaklega heppileg, þar sem stóriðja og orkusala komust í brennidepil um svipað leyti og ráð- stefnan var haldin. Flið sama má segja um tímasetn- ingu fundar um brú yfir eða göng undir Hvalfjörö. Sú þingsályktunar- tillaga, sem legið hefurfyrir þinginu, á raetur sínar að rekja til undirbúnings- vinnu Vegagerðarmanna fyrir fund- inn, en þeir hafa um eins til tveggja ára skeið verið að huga að þessum gangamöguleika. Þetta er feikilega áhugavert mál og vonandi verður veitt fé til rannsókna á því. Fládegisfundur um umferðarmál var bæði fróðlegur og skemmtilegur. Viöar Ólafsson, formaöur VFf. Upplýsingar um aukningu umferðar síöastliðin ár voru mjög sláandi og skýrðu vel það ástand, sem nú virðist ríkja í höfuðborginni. Það þarf greini- lega að vinna kerfisbundið að lausn vandans og til þess þarf greinilega talsvert fé. Verkfræðingafélagið ætlar að fylgja þessu máli eftir og öðrum skyldum með ráðstefnu í haust um umferðaröryggi. Varaformaður félagsins, Jón Ingimarsson, hefur þeg- ar hafið undirbúning ráðstefnunnar. Það er mjög ánægjulegt fyrir Verk- fræðingafélagið að skapa umræðu- vettvang fyrir mál sem þessi, sem hafa svo mikla þýðingu í þjóðfélaginu. Það hefur verið fitjað upp á nýjung- um í félagsstarfinu með bridgemóti og skákmóti. Flvort tveggja mæltist vel fyrir, en þátttaka hefði mátt vera betri í skákinni. Sjálfsagt er að hafa framhald á þessu. Ein nýjungin er á dagskrá fyrir miðjan marsmánuð, en það er námskeið um samskipti við fjölmiðla og framkomu í fjölmiðlum. Árshátíð VFÍ Árshátíð Verkfræðingafélagsins er á næstu dögum. Þar stefnir f mikla þátttöku, jafnvel meiri en nokkru sinni. Það er mjög vel, vegna þess að vel sótt árshátíð er gott merki um samstöðu og samkennd félags- manna. Verkfræðingar hafa auk þess gott af því að sjást undir öðrum for- merkjum en þeir gera venjulega, þar sem þeir kljást um tækni og kostnað. Innheimta félagsgjalda Þó svo að áhugi á félaginu hafi aukist mikið og æ fleiri taki þátt i starfi félagsins á einn og annan hátt, þá hefur sá áhugi ekki komið fram í því að menn séu röskir aö greiða félags- gjöldin. Um 60% félagsmanna höfðu gert upp félagsjaldið um áramót og eitthvað færri höfðu greitt húsgjaldiö. Um 25% af starfsorku starfsmanna félagsins fer í innheimtu félagsgjaida og streð vegna erfiðrar fjárhags- stöðu. Nú hefur stjórnin hafist handa um að ráða bót á þessu. Verið er aö afla þeirri hugmynd fylgis að gera félags- gjaldið að mánaðargjaldi, sem inn- heimt verður með lífeyrissjóðsiðgjöld- um. Ef það tekst veður tillaga um þetta lögð fram á aðalfundi. Góðir félagsmenn! Styðjið þessa hugmynd. Þetta er það eina, sem vit er I að gera. Samráð við félagsmenn Það er áhugamál stjórna í öllum félögum, að vita hvað félagsmenn vilja. í VFÍ er fyrir þessu séð með ýmsu móti. Framkvæmdastjórnar- menn koma víða að og á aðalstjórnar- fundum sitja með þeim formenn fag- félaga og hagsmunafélaga. (tengsl- um við undirbúning árshátíða hafa verið haldnir fundir með verkfræð- ingum úr öllum árgöngum frá Flí svo og frá stærstu vinnustöðum verk- fræðinga. Á þessum fundum hafa málefni félagsins verið rædd vltt og breitt. Með þessu teljum við okkur ná eyrum allstórs hluta verkfræðinga. En betur má ef duga skal. Allir sem hafa góðar hugmyndir um starf I félaginu er boðnir velkomnir til starfa. □ Viöar Ótalsson. Ráðstefna um stórar stíflur Fréttatilkynning íslenska landsnefndin um stórar stíflur ISCOLD International Commission on Large Dams ICOLD Á þessu ári verður haldin 16. ráð- stefna Alþjóðanefndar um stórar stífl- ur (International Commission on Large Dams - ICOLD) og fer hún fram I San Francisco dagana 13.-17. júní, að loknum 56. ársfundi alþjóða- nefndarinnar. ICOLD heldur ársfundi (framkvæmdastjórnarfundi — Exe- cutive Meetings) árlega og ráðstefnu (Congress) á þriggja ára fresti í ein- hverju aðildarlandanna, sem nú eru 76 talsins. Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin í Stockhólmi 1933. Alþjóðanefndinni var komið á fót árið 1928 og Island gerðist aðili að henni ár ið 1953. Núverandi stjórn íslensku landsnefndarinnar um stórar stíflur er þanng skipuð: Páll Ólafsson, Landsvirkjun, formaður Flaukur Tómasson, Orkustofnun, varaformaður Andrés Svanbjörnsson, FRV, gjaldkeri Páll Sigurjónsson, Verktakas. (sl. ritari. Ráðstefnan og ársfundurinn verða með hefðbundnu sniöi. Eins og venja er verður fjallað um 4 tæknispurn- ingar (Questions 60-63) og að þessu sinni eru þær eftirfarandi: Q 60 Reservoirs and the Environ- ment — Experience in Man- agement and Monitoring Q 61 Embankment Dams: Imper- vious Elements other than Clay Cores. Q 62 New Developments in the Construction of Concrete Dams. Q 63 Design Flood and Operational Flood Control. Dagskráin sem boðið er upp á samhliða ráðstefnunni er mjög fjöl- breytt (Technical Visits, City Tours og Excursions) og skoðunarterðirnar (Study Tours) ná til margra fylkja Bandarlkjanna. Þátttökugjald I sjálfri ráöstefnunni samsvarar u. þ. b. 20.000,- (sl.kr. fyrir þátttakendur aðildarlanda og u. þ. b. kr. 8.000,- fyrir fylginauta. Gjaldið hækkar nokkuö eftir 20. febrúar. Gjald fyrir Study Tours er mjög mis- hátt eftir ferðum og greiðist sérstak- leaa. Nánari upplýsingar veitir Páll Ingólfsson, Órkustofnun, f síma 83600. □ FYLLINGAREFNI Varist langtímarýrnun. Varist sig undan botnplötum í húsum eöa undirstöðum. Sé fyllt undir sökkkla er betra að nota traust efni svo að undirstöður láti ekki undan þegar til lengdar lætur. Þaö er óþarfi að moka upp úr hálfum sökkli eftir fyllingu og þjöppun til að koma niður lögnum. Notiö efni sem er auðvelt að handmoka. arv. Sævarhöfði 13 124 Reykjavík Sími 681833 V_____________________________________/ VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 5

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.