Verktækni - 16.02.1988, Síða 23

Verktækni - 16.02.1988, Síða 23
SAMSTARF ViÐ ÍSIENSKT ATVINNULÍF afurðadeild Sambandsins og tyrir- tækið Þróun. Bein þjónustuverkefni í mynd- merkjafræði eru greining hringorma, beina f fiskflökum; greining lita, áferðar og annarra galla sem áhrif hafa á gæðamat á fiski. Stofnunin getur tekið að sér ráögjöf og hliðstæð verkefni á þessu sviði. Líffræðistofnun hefur tekið að sér ýmisskonar þjónusturannsóknir á síð- ustu árum. Þar má nefna viðamiklar vistfræðirannsóknir í sambandi við stórframkvæmdir ýmissa aðila eins og Landsvirkjunar og Vegagerðar ríkisins, rannsóknir f fiskeldi og rannsóknir sem geta nýst I þróun líf- tækni. Sérfræðingar Líffræðistofnun- ar hafa einnig veitt ráðgjöf og skrifað álitsgerðir, einkum varðandi auðlinda- nýtingu, náttúruvernd og liftækni. Kélagsvísindastofnun hefur unnið sér fastan sess (rannsóknum á sviði þjóðfélagsmála. Sá vettvangur sem flestir viðskiptavinir Félagsvísinda- stofnunar hafa nýtt sér eru svokall- aðar þjóðmálakannanir. Þær eru með ..spurningavagnsfyrirkomu- lagi", sem felst i því að i hverri könn- un geta margir ólíkir aðilar komið að spurningum. Stuðst er við 1500 manna úrtak úr þjóðskrá, sem er tölu- vert hærra en almennt gerist í sam- bærilegum könnunum, en fyrir vikið verða niðurstööurnar marktækari og möguleikar á úrvinnslu meiri. Nú þegar hefur Félagsvísindastofnun unnið slíkar kannanir fyrir marga aðila, eða hátt á fjórða tug. Er þar um að ræða ráðuneyti, opinberar stofn- anir, hagsmunasamtök, fjölmiðla og einstök fyrirtæki. Fyrirtækin eru af mörgum toga, en einkum þó úr versl- un, þjónustu og iðnaði. Dæmi um rannsóknarverkefni eru: Athugun á þýðingu landbúnaðar fyrir atvinnulíf og byggðaþróun, athugun á markaði fyrir spariskírteini ríkissjóðs og könn- un á framtíðarsýn ungmenna. Lagastofnun hefur sett á stofn gerð- ardóm í þeim tilgangi að hraða ýmiss- konar málsmeðferð. Málvísinda- stofnun útvegar sérfræðinga til að IIFFRÆÐI STOFNUN Málvísindastofnun Háskóla íslands Rannsóknastofhun í íslenskri málfræði og almennum málvísindum Amasaröi v. Suöuraðlu 101 fteykjavik Slml 91-25068 Grundvallarrannsóknir Hagnýtar rannsóknir Ráðgjöf Þjónusta: handrltalestur • prófarkalestur textagerð • útgáfa • þýðingar____________ lesa yfir handrit og gera málfarslegar athugasemdir viö þau. Kynningarátak - samstarf við íslenskt atvinnulíf í janúar síðastliðnum hóf Rannsókna- þjónustan kynningarátak þar sem fimmhundruð fyrirtækjum og félögum var send mappa Rannsóknaþjón- ustunnar með bæklingum um stofn- anir Háskóla (slands. Forsvarsmönn- um fyrirtækja I ólikum greinum atvinnulífs voru sendir þessir bækl- ingar og þeim boðið samstarf og samvinna við Háskóla íslands. Einnig var nýverið haldinn kynningarfundur þar sem lýst var og rætt um samskipti háskólans við isienskt atvinnulif. Aðstandendur Rannsóknaþjónust- unnar hafa einnig sótt fyrirtæki heim og kynnt þjónustu sína þar. Með þessari kynningamöppu er vakin athygli á sérfræðiþekkingu sem fyrirtækjum og stofnunum stendur til boða hjá Háskóla (slands. Rann- sóknaþjónustan hefur undir höndum gagnabanka með nánari upplýs- ingum um einstaka starfsmenn, sér- þekkingu þeirra og aðstöðu. Þannig Framhald á bls. 12. Frá Orðanefnd byggingarverkfræðinga Prentvillupúkinn lék lausum hala í orðabelg janúarheftis og spillti gróf- lega Ijósi mínu, sem þar átti að skina. Ég var þá að fjalla um hugtak, sem heitir loftræsing en ekki loftræsting. Orðið loftræsting er nefnilega á misskilningi byggt, og verð ég víst að segja þá sögu. Orðanefnd Verkfræðingafélagsins, sem stofnuð var árið 1919, þurfti fljótlega aö búa til íslenskt orð um það, sem kallað var að ventilera (d. ventilere, e. ventilate) og þýðir að hleypa lofti inn eða út. Vent þýðir vindur. Til þess þarf að opna eða búa til loftrás eða loftræsi, likt og þegar gerð er vatnsrás eöa vatnsræsi til aö hleypa vatni þangað, sem það á að fara. Við ræsum þá vatnið, ræsum fram mýri. Með hliðsjón af þessu öllu var búin til sögnin að ræsa loft og að loftræsa hvers konar rými, þ.e. að hleypa lofti inn eða út um loftrás. Ekki er það ein- ungis gert til þess að hafa ferskt ioft I hýbýlum, heldur einnig til að halda jðfnum loftþrýstingi I margs konar tæknibúnaöi, t.d. I fráveituleiðslum eða bensingeymi á bíl. Orðin loftrás, loftræsi og að loftræsa voru birt I Jðorðasafni frá Orðanefnd Verkfræðingafélagsins" 1928, en það var sérprentun úr Timariti Verkfræðingafélags íslands frá 1925. Ég hef fyrir satt, að Sigurður Nordal sé höfundur þessara orða. Hann átti sæti í fyrstu orðanefnd VFÍ. En svo kom ólukkans misskilningurinn hjá ,,neytendum“. Menn rugluðu saman sagnorðunum að ræsa og að ræsta, e.t.v. vegna þess, að sumar beygingarmyndir þeirra eru eins: ræsti, ræst. Verknaðurinn, sem í sögnunum felst er þó ekki hinn sami. Að ræsta merkir að þvo, hreinsa hýbýli. Maður þvær ekki óloft, heldur ræsir það út og ferskt loft inn. Það er loftræsing. Hún er einnig notuð til að lagfæra loftþrýsting, eins og fyrr var getið. Á hinn bóginn má hreinsa loft með hreinsibúnaði. Og ekki nóg með það, heldur einnig stjórna öðrum loftgæðum, svo sem hita, raka og þrýstingi. Það heitir á ensku air-conditioning, á dönsku luftkonditioner- ing og þýsku Klimatisierung. Um þetta eru til orðin loftbæting og loft- bætikerfi (Nýyrði IV, Fluq, 1956). I bæjum má jafnan rekja upphaf fráveitukerfa til þess, að einstök hol- ræsi voru lögð i götur skemmstu leið til viötaka, — hér á landi til sjávar eða út í á. Þegar bæir stækka eða kröfur eru gerðar um hreinna um- hverfi, þarf að jafnaði að koma fráveituvatninu lengra brott. Gömlu út- rásirnar eru þá lagðar niður, en i staðinn kemur ný leiðsla meðfram strönd eða árbakka, er safnar saman fráveituvatninu úr hinum gömlu holræsum og leiöir það til hentugri útrásar. Dæmi um slikt er hið mikla holræsi, sem verið er að gera i Reykjavík meðfram sjónum frá mótum Ingólfsstrætis og Skúlagötu inn í Laugarnes. Slík leiösla er á dönsku nefnd afskærende ledning og á ensku inter- cepting sewer. Orðanefnd okkar vill nefna það sniðræsi. Einar B. Pálsson VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 19

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.