Verktækni - 16.02.1988, Side 7

Verktækni - 16.02.1988, Side 7
FRETTIR NÁM I TÖLVUNARFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Við Raunvísindadeild Háskóla ís- lands er boðið upp á nám til B.S. prófs í tölvunarfræði. Nám þetta er 90 einingar og tekur minnst þrjú ár. Hlið- stætt háskólanám erlendist nefnist “Computer Science" á ensku, “Datalogi'' á dönsku og er oft kallað "Informatique” á meginlandi Evrópu. Námsefnið í tölvunarfræðinni tekur nokkuð mið af íslenskum aðstæðum en miðast jafnframt við að nemendur geti haldið til framhaldsnáms erlend- is. Þeir nemendur sem haldið hafa til framhaldsnáms hafa flestir staðið sig með prýði. Nú eru liðin tfu ár frá því að kennsla hófst (tölvunarfræði við Hi. Á þeim tíma hafa um 100 nemendur útskrif- ast. í ár eru alls um 200 nemendur í náminu og árleg útskrifast nú 30-40. TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræðin er núorðið sjálf- stæð fræðigrein viö flesta háskóla. Oftast hefur þróunarferill greinarinnar verið sá að kennslan hefur hafist inn- an stærðfræðinnar eöa þá rafmagns- verkfræðinnar. Við Hi hefur tölvunar- fræðin verið hýst f stærðfræðiskor til þessa en haustið 1988 verður tölvun- arfræðiskor sett á laggirnar í Raun- vísindadeild. Segja má að tölvunarfræöin sé samsett fræði Ifkt og t.d. verkfræöin og skal nú gerð nánari grein fyrir því. Fyrst skal telja ýmsa fræöilega þætti tölvunarfræðinnar sem eru ná- skyldir hreinni stærðfræði. Má þar nefna fræðilega umfjöllun algóriþma (lausnaraðferða) t.d. þegar reikna á hvort ein tiltekin aðferð til röðunar er fljótvirkari en önnur. Einnig eru ýmis atriði forritunar og uppbygging tölva nátengd hreinni rökfræði og yrðinga- reikningi. í öðrum þáttum tölvunarfræðinnar svo sem málfræöi forritunarmála, gagnaskipan, kerfisforritun og gagnasafnsfræði hefur þróast sér- stök aöferöafræði sem þyggir þó mest á stærðfræði. (þriðja lagi má nefna nýja aðferða- fræði sem þróast hefur til að gera kerfisgerð og forritun markvissari og öruggari. Þar má nefna mótaða for- ritun og kerfisfræði. Auk þess hefur þróast fræðasviö sem nefnist hug- búnaðarfræði (eða hugbúnaðarverk- fræði). ( hugbúnaðarfræðinni er leit- ast við að finna lögmál þau sem gilda viö hugbúnaðargerð. Loks ber að geta þess að gerð hugþúnaðar er skapandi vinna sem um margt svipar til starfa rithöfunda og hönnuöa. Enda hefur verið rætt og ritað um "the art of programm- ing" Oddur Benediktsson, prófessor. NÁNSEFNI Námskeiðum í tölvunarfræði við H( má skipta í þrjá hópa: ( fyrsta lagi námskeið í tölvunarfræði, í öðru lagi stærðfræðinámskeið og loks valnám- skeið. NÁMSKEIÐ i KJARNA Tölvunarfræöi: Forritun Tölvur og stýrikerfi Viöskiptaleg forritunarmál Gagnaskipan og algóriþmar Forritunarmál Hönnun hugbúnaöarI Hönnun hugbúnaöar II Kerfisforritun Hugbúnaðarfræöi Gagnasafnsfræöi Dreifö gagnavinnsla Stæröfræöi: Endanleg stæröfræöi Stæröfræöi I Stæröfræöi II Linuleg algebra og rúmfræöi Töluleg greining Tölfræði Aðgeröagreining A Aögerðagreining B Rafmagnsverkfræði: Grundvallaratriöi tölvutækni VALNÁMSKEIÐ i TÖLVUNARFRÆÐI Vélbúnaður og vólarmál Formleg mál og reiknanleiki Forritun og rökfræöi Hugbúnaðarverkefni Greining algóriþma Þýöendur Inngangur I rökfræöi Sjálfvirkni og upplýsingakerfi á skrifstofum Lokaverkefni Sjá meðfylgjandi töflu yfir námskeið í kjarna. Þar er einkum um tölvunar- og stærðfræðinámskeið að ræða. Valnámskeiðin eru um þriðjungur af náminu. Algengt er að viðskipta- Skipting námsefnis 1. ár | fflllllffl lllll III I 2. ár llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllffl 3. ár CD Tölvunarfræði DIII Stærðfræði D Valnámsskeið fræði eöa verkfræði sé tekin sem aukafag. □ Oddur Benediktsson, prófessor SVIAR VIRKJA FRAMHALDS- SKÓLANEMA I UPPFINNINGAR Sænska tæknitfmaritið Ny teknik hef- ur nýverið staðið að umfangsmikilli uppfinningasamkeppni meðal fram- haldsskólanemenda í Svíþjóð ásamt sænska menntamálaráðuneytinu. Samkeppnin sem nefnist „FINN UPP“ (þ.e. „Finnið upp') hepppn- aðist með eindæmum vel og að sögn tóku um 450.000 skólanemar þátt í henni. Tilgangurinn með þessari sam- keþpni er að undirstrika þátt hugvits í efnahagslegum framförum. Fram- farir á efnahagssviðinu byggjast öðru fremur á dugmiklum og hugmynda- rfkum einstaklingum sem finna upp nýjar aðferðir og tækni. Svíar gera sér fulla grein fyrir þeim lykilþætti sem hugvits- og tæknimenn þeirra hafa átt í því að skapa almenna vel- megun í Svíþjóð. Þessir einstaklingar hafa um langan aldur notið mikillar virðingar þar í landi. Á sfðustu áratugum hefur þó hallað á hugvitsmenn. Skammsýn gróða- hyggja sem enga biðlund hefur eftir hagnaði af þróun nýrra hugmynda hefur ráðið rfkjum. Árangurinn hefur verið sá að Svíar hata, eins og aðrar þjóðir sem látið hafa skammsýnina ráða, gengið á höfuðstólinn og undir- staða velferðarinnar hefur bilað. Nú er mönnum orðið Ijóst að við svo búið má ekki standa. Ný og arð- vænleg framleiðsla verður að byggja á nýjum hugmyndum og nýjar hug- myndir þurfa að þróast og festa rætur við hagstæð skilyrði þar sem lang- tfmasjónarmið ráða. Ella deyja þær út eins og fræ sem sáð er f ófrjóa jörð. Af þessum ástæðum er unnið að mikilli vakningu á þessu sviði. Arangurinn er frábær. Gildir einu þótt beitt sé aðferð (slendinga við að setja heimsmet, þ. e. höfðatöluregl- unni. Sérlega snjallt er að virkja með bessum hætti mikinn fjölda nemenda á móttækilegum aldri. Þetta er vegna þess að uppfinningasemi hefur til skamms tíma verið talin því sem næst afbrigðilegt og óæskilegt atferli. Að vfsu hafa þeir örfáu sem náð hafa afburðaárangri verið lofsungnir. Lof- söngvarnir hafa þó yfirleitt látið á sér standa þar til að viðkomandi hafa yfir- unnið ótölulegar hindranir fordóma og andstöðu og verið komnir með fullar hendur fjár vegna verka sinna. Og síðbúnir lofsöngvarar hafa gjarn- an lofsungið það fullgerða.árangurs- rfka og virðulega í svipaðri andrá og ófullburða hugmyndir og verðandi mjólkurkýr framtíðarinnar eru lastað- ar. Mörgum slfkum virðist gefinn sá ótrúlegi þroski og sveigjanleiki að geta skipt um skoðun á sama augna- bliki sem peningarnir fara að klingja f kassanum. Beinn fjárhagslegur ábati virðist vera það eina sem margir skilja. Ótrúlega fáir virðast búnir hug- myndaflugi til að geta áttað sig á möguleikum nýrra hugmynda. Enn færrri eru tilbúnir til að veita þeim stuðning og brautargengi. Með þvf að kynna hverjum og ein- um skólanema af eigin raun eðli hins skapandi ferlis sem allar hugmyndir verða að ganga í gegnum áður en þær fara að skila hagnaði má búast við gffurlegri hugarfarsbreytingu. Og með því að gera uppfinningar og vinnu við sköpun nýrra hugmynda að eðlilegu og útbreiddu atferli má lyfta grettistökum f efnahagslífinu. Einu gildir þótt aðeins fáir nái af- burðaárangri. Hugvit þarf allsstaðar og sffellt. Framfarir verða f mörgum smáum skrefum auk þess sem helj- arstökkin eru tekin. Smáu skrefin ber ekki að vanvirða fremur en hitt. Og þegar allur almenningur eða veruleg- ur hluti hans er kominn á band hug- vitsins þá er í einu vetfangi búið að breyta vinnuaðstæðum hugvits- mannanna. I stað andstöðu, óvildar eða skeytingarleysis munu þeir mæta áhuga og aðstoð. Hver veit nema að Svlar séu að undirbúa stærsta efnahagsafrek sögu sinnar með því að virkja almenning með þessum hætti. □ JE VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 7

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.