Verktækni - 16.02.1988, Page 14

Verktækni - 16.02.1988, Page 14
markadsyfirl.it oxiðíilmum og jafnvel sett torleið- andi gas (Argon) i millibilið milli glerj- anna. Algengustu efni við húsaeinangrun eru: Polystyren frauðplast Steinull Glerull Frauðplastið hefur lengi verið aðal- einangrunarefni okkar og verið notað undir gólfplötur, á veggi undir múr- húðun og í þök ýmist ofan á steypta plötur eða jafnvel upp á milli sperra þótt af brunatæknilegum orsökum hafi það verið illa séð. Plastið á nú í harðvítugri markaðsbaráttu við stein- ullina. Steinullarverksmiðjan á Sauð- árkróki framleiöir ýmsar gerðir stein- ullar. Þar má nefna léttull, þéttull og mismunandi stífar steinullarplötur til notkunar þar sem mikið mæðir á svo sem í grunna og utan á sökkla. Markaðshlutfall glerullar sem er inn- flutt virðist vera minnkandi. Önnur einagrunarefni sem völ er á eru m.a.: Polyurethan Frauðgler Vikur Gjall Korkur Heraklith Herakustik PIR Af þessum efnum er polyurethan mjög mikið notað þar sem rými er takmarkað (t.d. hjólhýsi, ísskápar) vegna góðra eingrunareiginleika (lágt-gildi). Einnig er það nánast alls- ráðandi einangrun á hitaveitupípum. Frauðgler er mjög heppilegt ein- angrunarefni fyrir staði þar sem álag og rakaþolni er krafist (t.d. flöt þök). PIR er einnig þakeinangrun. Vikur og gjall er mest notað nú orðið í grunna. Korkur er samnefnari fyrir gott ein- angrunarefni en er lítið notað vegna verðs. Heraklith og herakustik plötur eru notaðar töiuvert vegna hljóð- ísogseiginleika. Lokaorð I þessum pistli hefur verið drepiö á nokkur einangrunarefni og notkun þeirra. Ekkert hefur verið minnst á frágang eða verkkunnáttu við upp- setningu efnanna. (lokin er því rétt að undirstrika að árangur við húsein- angrun ræðst að verulegu leyti á framkvæmdastigi verksins. □ Sveigjanleg einangrun í hólkum plötum og sjá rúllum Armaflex einangrun er sérlega hentug þar sem snyrtilegrar og varanlegrar einangrunar er krafist fyrir pípur, tanka og loftræstikerfi. Hentar jafnt úti sem inni. Fáaniegt er sérstakt lím og teygjanieg málning í mörgum litum. Armaflex einangrun hefur mikið einangrunargildi bæði hvað varðar hita/kulda og hljóð. Armaflex einangrun er úr sjálfslökkvandi efni. Hringið eftir nánari upplýsingum. @5 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 Reykjavík. sími 38640 12 B VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.