Verktækni - 16.02.1988, Blaðsíða 22
KYNNING
Hellen M. Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri:
RANNSÓKNAÞJÓNUSTA
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Rannsóknaþjónustu Háskólans var komið á fót á árinu 1986 sem
sjálfstæðri stofnun innan háskólans. Hún lýtur þriggja manna stjórn,
sem háskólaráð kýs til tveggja ára í senn. Stjórn Rannsóknaþjónustunn-
ar er skipuð Þorkeli Helgasyni prófessor í stærðfræði, Þórólfi Þórlinds-
syni prófessor í félagsfræði og deildarforseta félagsvfsindadeildar og
Valdimar K. Jónssyni prófessor í vélaverkfræði. Hann er jafnframt
stjórnaformaður Rannsóknaþjónustu Háskólans og núverandi deildar-
forseti verkfræðideildar. Framkvæmdastjóri er Hellen M. Gunnarsdóttir,
MA.
Markmið Rannsóknaþjónustu Háskólans er m. a. að stuðla að nýtingu
á þeirri þekkingu og færni sem til er við Háskóla íslands og efla tengsl
við atvinnulífið I því sambandi.
Viða um lönd hefur mikill og vax-
andi áhugi verið á auknu samstarfi
milli háskóla og atvinnulífs. Samvinna
af þessu tagi hefur borið mikinn
árangur I Bandaríkjunum og samstarf
atvinnulífs og háskóla færist I vöxt I
mörgum Evrópulöndum og á öllum
Norðurlöndum. í mörgum háskól-
anna hafa verið settar á fót sérstakar
skrifstofur I þvi augnamiði að efla
tengsl atvinnulífs og háskóla. Rann-
sóknaþjónusta Háskólans er byggð
uþp með svipuðu sniði og i þessum
löndum. Henni er ætlað að vera eins
konar miðlun eða þjónusturammi fyrir
rannsóknastarfsemi innan háskól-
ans. Markmiö Rannsóknarþjón-
ustunnar eru þrenns konar. í fyrsta
lagi að kynna sérfræðiþekkingu og
rannsóknarstarfsemi fyrir aðilum utan
háskólans, i öðru lagi að aðstoða við
verðlagningu og gerð rannsókna-
samninga og i þriðja lagi að tryggja
stöðugt samband við atvinnulífið.
Starfsemi Rannsókna-
þjónustu Háskólans
Fyrsta verk Rannsóknaþjónustu
Háskólans var að kanna áhuga kenn-
ara og sérfræðinga háskólans á að
taka þátt i hagnýtum rannsóknar- og
þjónustuverkefnum fyrir fyrirtæki og
stofnanir. ( úrtakinu voru 288 sér-
fræðingar og kennarar og sendu um
203 listann til baka eða um 70%
Mikill meirihluti þeirra hafði áhuga fyr-
ir verkefnum i samstarfi við aöila at-
vinnulífsins. Það má benda á það hér
að einnig var spurt hvort þeir/þau
teldu að þjónusturannsóknir gætu
haft fræðilegt gildi á fræðasviði við-
komandi og svaraði aðeins einn
kennari þeirri spurningu neitandi.
í Ijósi þessara niðurstöðu hóf Rann-
sóknaþjónustan kynningu á helstu
rannsóknastofnunum háskólans, þ.e.
Raunvísindastofnun, Verkfræðistofn-
un, Líffræðistofnun, Félagsvísinda-
stofnun, Lagastofnun og Málvísinda-
stofnun.
Margvísleg þjónustuverkefni hafa
verið unnin á vegum Raunvísinda-
stofnunar. Hér hefur ýmist verið um
að ræða úrlausn heildarverkefna eöa
lausn á þeim hluta þeirra sem fallið
hafa undir þekkingarsvið Raunvís-
indastofnunar. Sem dæmi um verk-
efni má nefna rannsóknir á kísiljárni.
Rannsóknir á Raunvísindastofnun
hafa sýnt hvernig auka má verðmæti
kísiljárns hjá (slenska járnblendifélag-
inu með stjórn á kælingu við storkn-
un. Þessar rannsóknir hafa tengst
grunnrannsóknum í eðlisfræði
málma. Að þessu leyti er verkefnið
báöum í hag, fyrirtækinu sem þarf aö
fá lausn á sínum vanda og stofnun-
inni sem um leiö fær tækifæri til að
sinna rannsóknum sem hana skorti
ella tæki eða fé til framkvæmda.
Mörg af stærstu verkefnum í
reikni- og tölvufræðum eru sam-
vinnuverkefni. Dæmi um slík verkefni
eru gerð reiknilikans af botnfisk-
veiðum í samvinnu við Hafrann-
sóknastofnun og sjávarútvegsráðu-
neytið, gerð reiknilíkans til þess aö
lýsa grunnvatns- og sjávarstraumum
í samvinnu við verkfræðistofuna
Hellen M. Gunnarsdóttir, tram-
kvæmdastjóri.
Vatnaskil. Einnig hefur verið sinnt
beinum þjónustuverkefnum, t.d. töl-
fræðileg könnun á umfangi skattsvika
og reikniráðgjöf við val á aðferðum
við uppgjör alþinigiskosninga.
Verkfræöistofnun hefur frá upp-
hafi tekið að sér verkefni fyrir einka-
fyrirtæki og stofnanir svo og fyrirtæki
hins opinbera. Áhersla er lögð á að
byggja upp færni og þekkingu sem
tengist sérkennum íslensk atvinnulífs,
auðlindum þess og umhverfi. Af
þjónustuverkefnum má nefna sem
dæmi:
Áhættugreining brúarmannvirkja
á Suðurlandi. Tilgangur verkefnisins
var að gera athugun á jarðskjálfta-
öryggi i brúarmannvirkjum í hugsan-
legum Suöurlandsjaröskjálfta. Verk-
efnið var unnið i samvinnu við Vega-
gerð ríkisins.
Gæðastýring í frystihúsi. Tilgang-
urinn var að kanna hvaða aðferðir og
gæöastýringakerfi hæfa íslenskum
frystihúsum og hanna og þróa sllk
kerfi í samvinnu við aðila fiskvinnsl-
unnar. Unnið í samvinnu við Sjávar-
Framhald al bls. 17.
könnun meðal kennara og nemenda,
gögnum frá verkfræðideild og þekk-
ingu og reynslu nefndarmanna á
verkfræðinámi og störfum. Niður-
stöður eru allítarlegar og er t. d. tíund-
aðar þær námsgreinar sem æskilegt
er að endurskoða, fækka beri
tveggja einingar námskeiðum, aug-
lýsa fastan viðtalstima kennara og í
tengslum við það fækka dæmatímum
og auka heimaverkefni. Fjölmargar
áþendingar eru af þessu tagi í skýrsl-
unni.
Megin niðurstaðan, eins og ég
túlka hana, er að vel hafi tekist til
þegar ákveðið var að taka upp nám
til lokaprófs i verkfræði um 1970.
Hinsvegar beri að endurskoöa allt
námið oa gera ýmsar breytingar án
þess að koiivarpa neinu t. d. hvorki
breyta lengd námsins né draga úr
fræðilegum undirbúningsgreinum.
Frammistaða einstakra lína og kenn-
ara við deildina er mjög misjöfn þenn-
an síöasta áratug og nefndin telur að
stjórn deildarinnar verði að taka á
þeim málum og t.d. verði settar fastar
reglur um vinnu fastra kennara utan
skólans, án þess þó væntanlega að
tengslin við annað atvinnulíf f landinu
minnki.
Frá mínum bæjardyrum séð eru þó
merkustu tillögur nefndarinnar að efla
beri rannsóknir við deildina, föstum
kennurum verði fjölgað, og auknir
verði valmöguleikar í námi.
Yfirleitt er talið eðlilegt að auka
rannsóknir í tæknigreinum í nánum
tengslum við framhaldsnám í hinum
ýmsu greinum verkfræði. Það kemur
hins vegar greinilega í Ijós í skýrslunni
að styrkur hinna yngri verkfræðinga
er góð almenn verkfræðimenntun frá
verkfræöideild háskólans og sérnám
erlendis. Eitt af mikilvægustu verkefn-
um okkar sem störfum við verkfræði-
deild háskólans nú um stundir er
vinna að lausn, og þá séríslenskri
lausn á því, hvernig efla megi rann-
sóknir við deildina og mennta verk-
fræöinga frekar. en þó sjá til þess að
þeir kynnist sérnámi til meistara- og
doktorsprófs við erlenda háskóla.
Þeim séreinkennum íslenskra verk-
fræöinga að vera menntaðir á hinum
aðskiljanlegustu stöðum megum við
ekki tapa. □
18
VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988
J