Verktækni - 16.02.1988, Qupperneq 18
TÆKNI OG FRAMFARIR
að mæla meö myndgreiningu. Þetta
fer þó eftir því hve erfiðar stærðir á að
mæla. Auðvelt er að mæla lengd alls
fisksins, en einstök atriði eins og
lengd sporðsins getur verið erfitt að
mæla, svo aö dæmi sé tekið. Hörður
Arnarson, verkfræðingur hjá Marel
hf„ vinnur við athuganir á stærðar-
mælingu fisks með myndgreiningu
við DTH f Danmörku. Þegar búið er
að mæla stærð fisks má að sjálf-
sögöu flokka hann eftir því.
Mikil þörf er fyrir sjálfvirka stærðar-
flokkun á heilum fiski því best er aö
nota ýmsar vélar í vinnslunni á aðeins
einn stærðarflokk f einu. Ástæðan fyr-
ir þessu er að nýting hráefnisins eykst
þeim mun betur sem hægt er að stilla
vélarnar eftir stærð fisksins.
Hámarksnýting næst því þegar allir
fiskar eru af svipaðri stærð.
Þyngd:
Sýnt var fram á í verkefni við Ála-
borgarháskóla síðastliðinn vetur, að
mögulegt er að meta þyngd þorsks
nokkuð nákvæmlega með mynd-
greiningu (Tómas Guðmundsson og
fl. 1987). Aðferðin byggir á því að
mæla flatarmál myndarinnar af fiskin-
um og er hægt aö gera það mjög
hratt. Staðalfrávik á áætlaðri þyngd
reyndist vera um 3%, sem er fullgott
til flokkunar eftir þyngd. Aðferðin ætti
einnig að duga á aðrar tegundir fisks.
Þyngdarmat með myndgreiningu
er að sjálfsögöu ekki jafnnákvæmt og
vigtun, en gæti aftur á móti verið
hraðvirkari og öruggari í notkun, sér-
staklega á hafi úti, því oft er aðeins
þörf fyrir að flokka fisk gróflega í
þyngdarflokka.
Tegund:
Tegundaflokkun ætti að vera
möguleg með myndgreiningu, og
mætti Ifta á atriði eins og lögun og lit
fisks. Grove Telecommunications í
Kanada framleiðir vél sem flokkar fisk
eftir tegund og stærð með mynd-
greiningu. Hörður Arnarson vinnur
einnig við athuganir á þessu.
Með tilkomu slægingavéla um
borð ( skipum væri mikið gagn af
sjálfvirkri tegundaflokkun, t.d. eftir
slæaingu. Þetta mætti svo sameina
stæröar- og/eoa pyngdartlokkun.
Eflaust eykur það aflaverðmætið ef
hægt er að skila aflanum vel flokkuð-
um I land.
Flök og stykki
skorin úr flökum.
Hér er aðalvandamálið aöskota-
hlutir inni I fiskinum eins og ormar,
bein og blóðblettir. Hér verður því aö
beita flóknari lýsingartækni en fyrir
heilan fisk. Rannsakað hefur verið
hvernig gera megi þessa aðskota-
hluti sýnilega með mismunandi lýs-
ingu og myndatökutækni. Þó virðist
sem nokkuð vanti enn upg á að þetta
vandamál sé leyst.
Ormar, bein og blódblettir
Á Raunvísindastofnun hefur Dr.
Jón Pétursson unnið að rannsóknum
á lýsingu til að greina megi orma. [
Ijós hefur komið að með Ijósi af vissri
bylgjulengd má greina orma sem
liggja á allt að 6- 8 mm dýpi I fiskhold-
inu. Ennfremur hafa nýlega verið
gerðar rannsóknir meö leysiskönnun
I samvinnu við Dr. Þorstein Halldórs-
son hjá fyrirtækinu MBB í Múnchen,
en niðurstöðurnar af þeim liggja ekki
fyrir enn.
Ýmislegt bendir til þess að hægt sé
að nota hátíðnihljóð til að greina
ormana og hefur Dr. Hannes Haf-
steinsson við Cornellháskóla gert
athuganir á þvl, sem virðast lofa
góðu.
Röntgenmyndataka, bæði venju-
leg og sneiðmyndataka, hefur einnig
verið reynd af Dr. Jóni Péturssyni og
benda þær tilraunir til að hægt sé að
nota þessa aöferö til að sjá orma.
Aðferðin er þó ekki fýsileg þar eð fisk-
urinn verður fyrir nokkurri geislun við
myndatökuna. I Bandaríkjunum er
t.d. bannað að selja mat sem hefur
orðið fyrir geislun.
Reynt hefur verið að greina orma
og bein með flúrljómun. Byggir sú
aðferð á því að viss efni geisla frá sér
sýnilegu Ijósi þegar þau eru lýst með
útfjólubláu Ijósi. Tæki sem notar
þessa aðferð var nýlega keypt hér til
landsins og sett upp til reynslu I
Útgerðarfélagi Akureyrar. Tækið
mun þó ekki hafa uppfyllt þær vonir
sem bundnar voru við það.
Lítillega hefur verið athugað
hvernig greina megi blóðbletti og
virðist það hægt með því að nota
viöeigandi Ijóssíur við myndatöku (H.
Ensholm o.fl.).
Á Merkjafræðistofu H.í. hefur Dr.
Sigfús Björnsson ásamt fleirum unnið
viö myndgreiningu á myndum af flök-
um. Unnið hefur verið aö hönnun
tækis sem getur framkvæmt almenn-
ar myndgreinigaraðgerðir með mikl-
um hraða („myndþáttagreinir").
Los, himnur og roö
Gerðar hafa verið frumathuganir á
losi I fiskholdi og er bent á eina aðferð
við að greina losið. Hún byggist á því
að lýsa fiskflakiö undir litlu horni og
kemur þá fram sérstakt skugga-
mynstur þar sem losið er (H. Ens-
holm o.fl.). Ætti ekki að vera erfitt að
greina það með myndgreiningu.
Ekki er mér kunnugt um að neinar
athuganir hafi verið gerðar á grein-
ingu á himnum og roði I flökum, en
ekki ætti að vera mikið vandamál að
greina þessi atriði, þar eð þau eru
utan á flakinu, t.d. er roðið dökkt og
ólíkt fiskholdinu.
Notkunargildi tækis, sem gæti
greint og staðsett galla eins og fjallað
hefur verið um hér að ofan, er eflaust
mikið. Mikill mannfjöldi starfar nú við
snyrtingu á flökum og mætti spara
þar miklar fjárhæöir og/eða auka
gæðaeftirlit til muna með aðstoð slíks
tækis. Eflaust er þó nokkuð I land
með sjálfvirka snyrtingu á flökum, því
slíkt krefst mjög hraðvirkra tölva og
fullkominnar véltækni, og ekki er búið
að leysa vandamál viö lýsingu. Raun-
hæfari möguleiki I dag er hinsvegar
notkun myndgreiningar til gæðaeftir-
lits á flökum.
Stærð og þyngd tlaka
Stærðarmæling eða þyngdarmat á
flökum með myndgreiningu ætti ekki
að vera erfitt. Nýlega keypti Útgerð-
arfélag Akureyrar kanadískt tæki sem
sker flök sjálfvirkt niður I stykki með
háþrýstivatni. Notuð er myndgreining
og sérstök lýsingartækni til þess að
áætla rúmmál flaksins og stýra skurð-
inum þannig að sem best nýting hrá-
efnisins náist.
Fiattur fiskur (saltfiskur)
Hér er um sömu atriði að ræöa og
I flökum, þ.e. þlóðbletti og los. Atriði,
sem einnig skipta máli, eru lifrarblett-
ir, himnur og litur fiskholdsins. Salt-
fiskur er yfirleitt flattur og óroðdreginn
og því erfiðara að gegnumlýsa hann
en flök. Þó mætti nota sömu mynd-
greiningaraðferðir og við flökin. Einn-
ig mætti stærðarflokka flattan fisk
með hjálp myndgreiningar.
Saltfiskmat er handvirkt, hver ein-
stakur fiskur er handleikinn og metin
eftir ákveðnum reglum. Mikil bót væri
að vél sem gerði þetta sjálfvirkt,
þannig yrði matiö einnig einsleitara.
Yfirlit
í töflu 1 eru ofangreind atriði dregin
saman. Ekki er um nákvæmar niður-
stöður að ræða og sumt er hreinar
ágiskanir þar sem ekki er kunnugt
um neinar athuganir.
Tækjabúnaður til rannsókna
Búnaðurtil rannsókna I myndgrein-
ingu þarf ekki að vera eins hraðvirkur
og endanlegt kerfi (þrototypa), þar eð
hraði úrvinnslunar er ekki afgerandi
þáttur meðan unnið er að rannsókn-
um.
Mikilvægara er að búnaðurinn sé
þjáll I notkun og fjölhæfur. Til þarf að
vera almennur hugbúnaður til mynd-
greiningar, þannig aö tiltölulega auð-
veldlega megi prófa ýmsar aðferðir.
Öflug PC tölva með myndvinnslu-
spjaldi og sjónvarpsmyndavél ætti að
nægja til þessara nota. Upp á síð-
kastið hafa komið fram tiltölulega
ódýr en öflug myndvinnslukort fyrir
PC tölvur, en gæta þarf þess hve
TAFLA 1
Samandregin athugun á tæknilegum vandamálum við notkun myndgreiningar í sjávarútvegi.
Hve erfitt Hve miklar ath. hafa verið geröar Markakösgildi Umfang hönnunar Hve vel er hægt aö leysa vandann
Stærðarmæling á heilum fiski Auövelt Nokkrar Mikið Ekki mikiö Mjög vel
Þyngdarmat á heilum fiski Auövelt Nokkrar Mikið Lítið Nógu vel til flokkunar
Tegundargreining á heilum fiski Nokkuð erfitt Litlar Nokkuð mikiö ? ?
Greining orma í flökum Mjög erlitt Nokkrar Mjög mikið ? ?
Greining beina I flökum Erfitt Nokkrar Mikið ? ?
Greining blóöbletta I flökum Nokkuð erfitt Litlar Mikiö ? ?
Greining á losi i flökum Nokkuð erfitt Litlar Mikiö ? ?
Greining galla i saltfiski ? Engar Mjög mikiö ? ?
14
VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988