Verktækni - 16.02.1988, Qupperneq 13

Verktækni - 16.02.1988, Qupperneq 13
markadsyfirl.it Jón Sigurjónsson, byggingaverkfræðingur: EINANGRUN Almennt Rannsóknir á einangrunarefnum eiga sér langa sögu hérlendis a.m.k. allt frá stofnun Atvinnudeildar Háskól- ans fyrir 50 árum. Þá vann Trausti Ólafsson nokkurt brautryöjendastarf á þessu sviði. Lengst af hefur þó húsa- einangrun ekki verið sinnt nægilega vel og einhvern veginn orðið útundan við húsahönnun. Ekki er vel skilgreint hvort arkitekt eða verkfræðingur hússins á að gera grein fyrir þessum þætti og hefur einangrun húsa því lengi verið tilviljakennd og nokkuö háð húsbyggjandanum, sem sjaldn- ast hefur sérþekkingu þá sem til þarf aö velja rétt efni eða efnisþykktir. All- ar breytingar hafa verið hægfara og viss mótstaða ávallt þegar kröfur hafa verið hertar. Þó er nú svo komið að einangurnarkröfur byggingarreglu- gerðar eru að mestu sambærilegar við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Ennþá er þó þessum kröfum ekki fylgt nægilega vel. Ööru hvoru heyrast óánægjuraddir sem segja að við einangrum allt of mikið og ekkert vit sé i núverandi kröfum. Veruleg þróun hefur einnig átt sér stað í gerð einangrunarefna og má segja að nú- orðið séu einungis notuð háeinangr- andi efni (X = 40 mw/mk). Ánægjuleg aukning hefur orðið á innlendum einangrunarefnum með tilkomu Steinullarverksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki sem framleiðir mjög marga steinullarflokka sem velja má milli eftir aðstæðum hverju sinni. Einangrunaraðferðir Ekki er langt síðan að til undan- tekninga heyrði ef steypt hús voru ekki einangruð innanfrá. Að baki lá áralöng hefð sem e.t.v. skapaðist að hluta vegna veðráttu hérlendis en einnig vegna skorts á heppilegum klæðningarefnum. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting á þessu verklagi. Slfellt algengara verður að hús séu steypt upp og einangruð utanfrá. Þessi aðferð hefur ýmsa kosti fram yfir gömlu aðferðina þó fyrst og Jón Sigurjónsson, byggingaverk- fræöingur. fremst að við losnum við svokallaöar kuldabrýr og steypan verður heit og þurr innan við einangrunarkápuna og sprungur vegna hitaþensla hverfa. Á hinn bóginn gerir aðferðin auknar kröfur til frágangs yfirborðsins ins hvort sem um loftræsta eða óloft- ræsta klæðningu er að ræða. Einangrun eldri húsa hefur gjarnan veriö bætt með einangrun að utan á þennan hátt en þó hefur einnig verið aukið við einangrun með svoköll- uðum innblæstri á glerull eða steinull í holrúm veggja eða ofan á loftplötur Þessi aðferð er ágæt þar sem hún á við en gæta verður þess að fylgja settum leikreglum þannig að raka- þéttingar verði ekki ( húsaviðum með auknum þéttleika sem gjarnan fylgir aðferðinni. Aðferðir við einangrun húsa eru auðvitað margvíslegar og háðar húsagerð og uppbyggingu. Eðlis- fræðileg lögmál fyrir varma- og raka- flutning eiga þó ávallt við og verður að hafa í heiðri þótt nýjungum sé beitt. Aðgengileg rit um þessi efni hafa veriö gefin út hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins og má t.d. benda á ritið: Einangrun húsa og Rb-blöðin Vindþéttilög I húsbygg- ingum og Rakavarnarlög í húsbygg- ingum. Einangrunarefni Efnisval til einangrunar verður æ fjölbreyttara og liðin er sú tíð að not- ast varð við reiðing, torf, sag, spæni og jafnvel gömul dagblöð. Nú eru á boðstólum margvíslegar gerðir há- einangrandi efna, sem hvert um sig er oft framleitt í mörgum flokkum með mismunandi notkunarsvið fyrir aug- um. Sömu sögu má segja um gler í gluggum. Horfið hefur verið frá ein- faldri glerrúðu til tvöfalds eða þrefalds glers. Auk þess sem einagrunar- hæfnin hefur verið aukin með málm- HÚSBYGGJENDUR - HÖNNUÐIR SERPEROCK MÚRKL/EÐNING GÆTI HUN V FYRIR ÞIG? Hvers konar veggur. Serporock lesting til festingar á múrklæón- ingu. Leytir hreyfingu og minnkar sprungu- hættu. Helldarlokun yfirborðs meó hagkvæmustu einangrun, steinullarmottum frá Steinullar- verksmiójunni. óbrennanleg einangrun I hæsta gæóaflokki. Serporock heitgalvanhúóaó soóió bendi- net, sterkt og sveigjanlegt. Serporock grunnlag og Serpoterm millilag. Liggja þétt upp aó ull og virka einnig sem vindbáttilag tyrir steinull. Serpoterm múrhúó meó flnni eóa grófri áteró. Lituó i gegn, hægt aö mála meó steinefnamálningu og er byggó upp af muldum hvltum marmara (dolomite). Vind- þétt, frostþolin en mjóg opin gagnvart raka- streymi. Margir litamóguleikar. ERIÐ VALKOSTUR 1) Klæöningin hentar sem utanhúsein- angrun á ný og gömul hús, sem geta verið steypt, úr timbri eöa hlaöin. 2) Klæöning á alkali- og steypuskemmd hús. 3) Klæöningin breytir ekki upprunalegu útliti hússins. 4) Klæðningin er meö fimm ára ábyrgö frá framleiöanda. 5) Klæöningin hefur aö baki meira en tíu ára rannsóknarsögu. 6) Klæöningin hefur fariö sigurför um allan heim. Ef þú hefur í hyggju aö klæöa húsiö þitt aö utan, eöa ef þú ert aö byggja nýtt hús sem þú ætlar aö einangra aö utan, haföu þá samband viö okkur áöur en þú ákveður hvaöa einangrunarkefi þú notar. Þaö getur borgaö sig. Viö munum fúslega veita þér allar upplýsingar. BÆJARPRYÐI HF. Borgartúni 31 — 105 Reykjavík — Sími 2 27 27 VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 12 A

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.