Verktækni - 16.02.1988, Side 6
ORLOFSSJÓÐUR BHMR
AUGLÝSING TIL
ORLOFSGESTA OBHMR
Orlofssjóður BHMR auglýsir hér með um-
sóknarfresti vegna páska- og sumarútleigu á
orlofshúsum í Brekkuskógi og íbúð á Akureyri.
Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. vegna
páskavikunnar 28.3-4.4. 1988 en til 1. maí n.k.
vegna sumarorlofstímans 20.5.-16.9. 1988.
Sérstök umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
BHMR, Lágmúla7,108 Reykjavík og áskrifstofu
Samvinnuferða—Landsýnar, Austurstræti 12,
Reykjavík. Umsóknum skal skilað ti skrifstofu
BHMR.
Páskavikan telst frá mánudegi 28. mars til
mánudags 4. apríl en á sumarorlofstímanum er
leigt fráföstudegi til föstudagsfráog með hvíta-
sunnuhelginni. Vikuleigan er 5.000 krónur á
þessum tíma.
Strax að liðnum umsóknarfresti er unnið úr
umsóknum. Félagsmenn í Orlofssjóðnum (þ.e.
félagsmenn í stéttarfélögum háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna) eiga forgang fram yfir
aðra umsækjendur. Einnig er reynt að gæta
þess að þeir félagsmenn sem minnst hafa notið
orlofshúsa BHMR hafi forgang fram yfir aðra
umsækjendur.
Fyrir og eftir páskaleyfi og sumarorlofstíma
geta allir leigt orlofshús BHMR og sjá Sam-
vinnuferðir— Landsýn um það verk fyrir Orlofs-
sjóð BHMR.
STARFSMENNTUNARSJÓÐUR
RÍKISSTARFSMANNA í
BANDALAGI HÁSKÓLAMENNTAÐRA
RÍKISSTARFSMANNA
STARFSREGLUR STRIB
1. Umsóknum skal skilað á sérstökum um-
sóknareyðublöðum til STRIB, c/o BHMR, Lág-
múla 7, 108 Reykjavík.
2. Stjórn STRIB heldur reglulega fundi þar sem
fjallað er um umsóknir og miðast umsóknar-
frestur fyrir þessa fundi við lok hvers ársfjórð-
ungs.
3. Umsækjendurskulu vandafrágang umsókna
og tilgreinanákvæmlegatil hvers þeirætlaað
verja styrkfé auk annarra atriða sem um er
spurt á eyðublaði.
4. Stjóðstjórn setur reglur um hámarksstyrk-
fjárhæðir. Þær eru nú sem hér segir:
— vegna innanlandsverkefna allt að 12.000
kr.
— vegna ferðar til útlanda og námskostn-
aðar erlendis allt að 35.000 kr.
5. Greiðslur úr sjóðnum skulu að jafnaði fara
fram eftir á gegn framvísun reikninga og ann-
arra gagna sem sanna að styrkur nýtist til
þeirra verkefna sem ætlað er. Styrkur miðast
við að greiða kostnað vegna náms- og ferða-
kostnaðar umsækjanda.
6. Einungis sjóðfélagar STRIB geta fengið
styrki úr sjóðnum. Allir félagsmenn í aðildar-
félögum BHMR eru jafnframt sjóðfélagar í
STRIB, en einnig starfsmenn þeirra opinberu
stofnana sem gerst hafa aðilar að sjóðnum
með öðrum hætti. Umsækjandi skal vera
starfsmaður ríkisins þegar hann sækir um og
þegar nám/námskeið er sótt.
7. Styrkhæfireru þeirsjóðfélagarsem ekki hafa
hlotið hámarksfyrirgreiðslu s.l. 2 ár, en við
úthlutun skulu þeir njóta forgangs sem aldrei
hafa hlotið fyrirgreiðslu hjá sjóðnum.
6
VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988