Verktækni - 16.02.1988, Side 25

Verktækni - 16.02.1988, Side 25
VÖRUKYNNING Flosi Sigurðsson, verkfræðingur VST: SERPOROCK EINANGRUNAR- OG MÚRKLÆÐNING Hvers konar veggur Serporock fesling til testingar á múrklæðn- ingu Leyfir hreyhngu og minnkar sprungu- hættu. Heildarlokun ytirborOs med hagkvæmustu emangrun. stemullarmottum trá Steinullar- verksmidjunni Óbrennanleg einangrun I hæsta gæðatlokki _ Serporock heitgalvanhúdad sodið bendi- net. sterkt og sveigjanlegt Serporock grunnlag og Serpoterm millilag. Liggja þétt upp aO ull og virka einnig sem vindþáttilag tyrir steinull. Serpoterm múrhúO meO finm eOa grófri álerO. LituO i gegn, hægt aO mála meO steinelnamálningu og er byggO upp at muldum hvitum marmara (dolomile). Vind■ þétt. frostþolin en mjOg opm gagnvart raka- slreymi Margir htamOguleikar Vallarás 1 að lokinnl klæðningu með Serporock. INNGANGUR Á liðnu ári var kynnt hér á landi ut- anhúss einangrunar- og múrklæðn- ing sem heitir SERPOROCK. Þetta kerfi einangrunar og múrhúðunar var þróað á miðjum áttunda áratugnum í Svíþjóð af fyrirtækinu Ernström AB í samvinnu við Rockwool AB þegar orkukreppan skall á og hugað var að því hvernig mætti einangra gömul hús að utan til að spara kyndingar- kostnað. Kerfið var fyrst kynnt í Gautaborg í Sviþjóð árið 1976. Nú er komin tæp- lega 12 ára reynsla á þetta kerfi við ströndina í Gautaborg. Þar nær oft að rigna og frjósa á sama degi aö vetri til svipaö og hér á landi og hefur klæðn- ingin reynst mjög vel i því umhverfi. Þess skal þó getið að komin er ára- tugareynsla á sjálf múrefnin sem Ern- ström framleiðir undir heitinu Serp- onit. Serporockkerfið hefur nú verið selt til vel flestra Evrópulanda, til landa viö Miðjarðarhaf (Saudi-Arabíu, Tyrk- lands o.fl.) Japan og nú síðast til Ástralíu. Samtals hafa verið klæddir á þriðju milljón fermetra með Serpo- rockkerfinu. KERFISLÝSING Serporock samanstendur af hreyf- anlegum festingum, steinull, stálneti og múr. Allt efni til notkunar hér á landi er fengið frá Ernström í Sviþjóð nema steinull er fengin frá Steinullar- verksmiðjunni á Sauðárkróki. Verkið er unnið þannig að 3 eða fleiri festingar eru skrúfaðar í vegginn á hvern fermetra. Þær eru úr ryðfríu stáli og standa hornrétt út frá veggn- um með lykkju á endanum. Fjöldi og gerö festinga ræðst af gerð veggjar og álagskröfum. Krafa er gerð um að hver festing i vegg taki a.m.k. 500 N leyfilegt álag. Steinullinni er þrýst á festingarnar sem stingast i gegnum hana þ.a. ullin fellur þétt að veggnum. Þykkt á stein- ullinni getur verið frá 25 mm upp í 200 mm. Steinullin skal fylgja kröfum Ernström um rúmþyngd (a.m.k. 80 kg/m3, hér er notað 88 kg/m3), vatnsþéttleika og vatnsþolni. Næst er netinu komið fyrir og það spennt við lykkjurnar á festingunum. Netið er úr 1.1 mm stálvír með 19 mm möskvum sem allir eru soðnir saman. Það er heitgalvaniserað til að ekki sé hætta á ryðmyndun í sárin þegar klippt er. Við glugga, hurðir og ann- ars staðar sem við á er komið fyrir aukaneti til frekari styrkingar. Utan á þetta kemur siðan múr- klæðningin. Hún er í þremur lögum og er sprautað á vegginn. Fyrsta lag- ið er bindilag við netið 5 til 10 mm á þykkt. Millilagið, sem er styrktarlag og afrétting er um 10 til 15 mm þykkt. Ysta lagið er til að gefa lit og áferð og er um 4 til 7 mm. Þykkt múrsins er þvi um 20 til 25mm. Hægt er að velja um tugi lita og áferð frá mjög grófri eða hrauni f svo til alveg slétta. Múrinn er lagaður úr kalki, sementi og muldum marmara (dolomit). Ernström vinnur marmarann ú eigin námum í Glans- hammer í Sviþjóð. Ysta lagið er mjög veðrunarþolið og heldur upprunaleg- um lit mjög vel. Ef þurfa þykir (ef yfir- borð verður skítugt) er hægt að hressa upp á lit meö kalk-sements- málningu frá Ernström en tekið er fram að alls ekki er leyfilegt að nota akrylblandaða málningu sem gæti þétt múrinn. Yfir veturinn er hægt að undirbúa hús undir múrvinnu með því að festa upp ull og net. Hægt er að pússa að vetri til I vægu frosti ef vinnupallar eru klæddir af og hitaðir upp. Þá ber þó að varast of fljóta þornun á múr. Að öðru leyti ber að meðhöndla þennan múr eins og venjulegan múr. EIGINLEIKAR Serporockkerfið hefur verið viður- kennt af Statens Planverk í Svíþjóð (nr. 307/80) hvað viðkemur almenn- um kröfum um stífleika og burðarþol auk krafna um einangrun og bruna- þol. Auk þess hefur kerfið verið rann- sakað og viðurkennt I Bretlandi (BBA Certificate nr. 85/1584) og Japan Flosi Sigurösson, verkfræöingur. (Ministry og Construction Announ- cement no. 976/1978). Einangrun Einangrunargildið ræðst að sjálf- sögðu af þykkt steinullarinnar sem getur verið frá 25 mm upp i 200 mm. Rakastreymi Serporock þéttir veggi sem áöur láku í slagveðri en lokar þó ekki fyrir rakaútstreymi, Múrinn er „opinn", þ.a. hann sýgur upp regnvatn og skilar því frá sér í þurrki. Steinullin er vatnsfráhrindandi og dregur ekki i sig vatn og er þvi þurr. Raki að innan streymir þó út í gengum steinull í gufuformi, þéttist I múrnum og þornar þaðan. Þetta er því mjög góð lausn fyrir alkaliskemmda veggi. Brunavörn Öll efnin í kerfinu er óbrennanleg þannig að eldur getur ekki breiðst út eftir klæðningunni og skaðlegar loft- tegundir myndast ekki við mikinn hita. Kerfið er þvi mjög hentugt þar sem miklar kröfur eru gerðar til brunavarna. Hljóðeinangrun Klæðningin bætir hljóðeinangrun veggjar um 10 til 15 dB. Hreyfingar Einn meginkosturinn við kerfið er að klæðningin hangir utan á burðar- veggnum og getur því hreyfst óháð hreyfingum sjálfs hússins. Hætta á sprungumyndun vegna mismuna- hreyfinga húss og klæðningar er því í algjöru lágmarki. Til að taka upp þenslur í sjálfri klæðningunni eru sett- ar þensluraufar með 15 m bili ef vegg- ir eru það langir og gildir sama um hæðina. Þá eru einnig settar þenslu- raufar á öll horn, við sökkla, svalir, glugga og hurðir til að klæðningin geti hreyfst frítt. Einnig er sett þenslu- rauf við alla hluti, sem standa út úr klæðningu, til að hreyfing þeirra valdi _________________________________± VERKTÆKNI — 16. FEBRÚAR 1988 21

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.