Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 2
Leiðari Verkefni ríkisstjórnarinnar í neytendamálum Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Vissulega eru breytingar ekki miklar, sömu flokkar halda um taumana og Finnur Ingólfs- son fer áfram með neyt- endamál. Það er þó svo að þótt fátt virðist nýtt hlýtur margt að vera í pípunum í neytendamálum, enda standa íslenskir neytendur miklu verr að vígi en neyt- endur í nágrannalöndunum. Þessu hafa íslenskir ráða- menn sagst vilja breyta, bæði með þátttöku í fjöl- þjóðlegum samþykktum og með yfirlýsingum á erlendri grund. Því hljóta hjólin að fara að snúast íslenskum neytendum í vil og við bíð- um spennt eftir aðgerðum viðskiptaráðherra. Nefna má fjölmargt sem gera þarf, en hér verður aðeins drepið á nokkur mikilvæg atriði. Nauðsynlegt er að tryggja á næsta þingi fram- gang fjögurra lagafrum- varpa. í fyrsta lagi skal nefna lagafrumvarp um inn- heimtustarfsemi. Það er raunar furðulegt að þröng hagsmunaklíka innheimtu- lögmanna hafi getað hindr- að framgang þessa réttlæt- ismáls á undanförnum þing- um. í öðru lagi þarf að sam- þykkja ný kaupalög. Hin eldri eru löngu úrelt enda frá árinu 1922. Það er þó mikilvægt að tekið verði tillit til alvarlegra athugasemda Neytendasamtakanna við frumvarpið eins og það var lagt fram á síðasta þingi. í þriðja lagi þarf að sam- þykkja frumvarp til laga um þjónustukaup. Um frum- varpið hafa ekki verið nein- ar deilur enda er þetta vel unnið frumvarp sem ekki þarf að breyta nema í fáum atriðum. í fjórða lagi þarf að samþykkja lög um ábyrgð- armenn. Auk fjölmargra annarra atriða sem tryggja þarf með slíkri lagasetningu þurfa lögin að ná til allra ábyrgðarskuldbindinga. Þetta tókst ekki að tryggja með frjálsu samkomulagi sem m.a. Neytendasamtök- in stóðu að við lánastofnan- ir og á það er ekki hægt að fallast. Þótt stjórnvöld hafi með samningi við Neyt- endasam- tökin viður- kennt að Kvörtunar- þjónusta Neytenda- samtak- anna sé samfélags- leg þjónusta sem á að vera öllum opin hafa stjórnvöld aðeins fengist til að greiða innan við helming þess sem kostar að reka þjónustuna. Það er ekki ásættanlegt að félagsmenn Neytendasam- takanna greiði slíka þjón- ustu umfram aðra, heldur ber stjórnvöldum að greiða allan kostnað. Eðlilegt er að félagsmenn vilji nýta félags- gjaldið á annan hátt. Einnig þurfa stjórnvöld að tryggja í samvinnu við Neytenda- samtökin að neytendur hafi greiðan aðgang að úrlausn deilumála sinna við seljend- ur vöru og þjónustu. Þetta þarf m.a. að gera með stofnun úrskurðarnefnda sem ná til allra viðskipta neytenda. Nú þegar hafa Neytendasamtökin beitt sér fyrir stofnun sex slíkra nefnda og fullyrða má að þær hafa verið umtalsverð bót fyrir neytendur. Neytendasamtökin hafa lagt til að stofnuð verði Upplýsingamiðstöð neyt- enda. Til að gera þetta á eins ódýran máta og mögu- legt er hafa samtökin bent á að heppilegast sé að auka þá starfsemi sem nú þegar er rekin hjá Upplýsinga- þjónustu Neytendasamtak- anna. Þar geti neytendur fengið allar nauðsynlegar upplýsingar um markaðinn - framboð, verð og gæði - áður en ákvörðun er tekin um kaup á vöru eða þjón- ustu, auk svara við öðrum spurningum sem upp kunna að koma í daglegri neyslu. í samkeppnislögum er gert ráð fyrir að neytendur eigi að geta haft yfirsýn á mark- aðnum. Um leið og slík yfir- sýn neytenda skiptir miklu máli fyrir eðlilegt aðhald að fyrirtækjum er þetta aðhald einnig mikilvægt til að byggja upp öflugra og sam- keppnishæfara atvinnulíf. Upplýsingamiðstöð neyt- enda þjónar því ekki aðeins hagsmunum neytenda, hún er einfaldlega þjóðhagslega hagkvæm. Neytendasamtökin hafa um árabil barist fyrir að við förum sömu leið og frændur okkar á Norðurlöndum og setjum á fót embætti Um- boðsmanns neytenda. Neyt- endasamtökin hafa bent á margvísleg rök fyrir því að þetta verði gert. Það þarf því á sama hátt sterk rök ef hafna á þessari leið. Því þurfa stjórnvöld að taka ákvörðun sem fyrst, enda eru verulegir hagsmunir í húfi fyrir neytendur. Jóhannes Gunnarsson Efnisyfirlit / stuttu máli 3-7 íslendingar í fjórða sæti í farsímaeign 3 Að mála skrattann á vegginn 4 Neytendur láta búðina ráða 4 Aldrei of varlega farið 5 Mánudagsvélin 6 Kvörtunarþjónusta og úrskurðarnefndir 7 Látið börnin í friði fyrir auglýsingum 7 Gæda- og markadskannanir Stór sjónvörp 8 Farsímar með handfrjálsri svörun 21 Annad efni Fjármálaþjónusta í síma og á Netinu - auðveld og örugg 14 Höfum við efni á að deyja? 16 Lífrænum vöru- tegundum fjölgar á markaðnum 19 Viagra - töfralyf eða bölvaldur heilbrigðra? 20 Lítill munur á GSM- þjónustu hjá Lands- símanum og Tali 24 Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26,101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: ns@ns.is og heimasíða á Internetinu: http://www.ns.is Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Jóhannes Gunnarsson. Vinna við gæðakannanir: Ólafur H. Torfason. Forsíðumynd: Hreinn Magnússón. Umbrot: Blaða- smiðjan. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 17.000. Blaðið er sent öll- um félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.600 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðl- um sé heimildar getið, óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtak- anna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.