Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 20
Kynlífið Viagra - töfralyf síðasta áratugar aldarinnar eða bölvaldur heilbrigðra? Viagra, eitt umtalaðasta lyf okkar tíma, er senn að koma á markað hér á landi. Sem lyf er það einkar athygl- isvert, frá sjónarhorni lækna- vísinda og efnafræði en ekki síður sálfræðinnar. Sú stað- reynd að um 10% allra karl- manna þjást af getuleysi sem orsakast af ónógri stinningu, og um það bil 52% karlmanna á aldursbilinu 40-70 ára, gerir að verkum að þörf fyrir lyfið er mikil. Menn eins og Bob Dole hafa dásamað lyfið fyrir verkun þéss enda má rétt ímynda sér þá ánægju og sjálfsstyrkingu sem það getur valdið, ef viðkomandi hefur ekki um langa hnð getað nýtt sér þau gæði sem náttúran leggur hverjum og einum karli til. Ekki ástarlyf Sé lyfið notað í réttum til- gangi er það í lagi en mis- notkun á því getur haft alvar- legar afleiðingar. Viagra, sem þekkt er undir vísindanafninu sildenaffl-cítrat, virkar á bæði kynin og er ekki ástarlyf, þ.e. kynörvandi, heldur grípur það inn í ferli sem einungis veldur vélrænni stinningu. Hver sá sem tekur lyfið verður með öðrum orðum að sjá sér sjálf- ur fyrir kynörvun. Taki heil- brigður maður lyfíð getur það valdið vefjaskaða af súrfefnis- skorti vegna þess að stinning- in stendur mun lengur en nátt- úran telur þarft (framleiðandi Viagra ráðleggur fólki að leita læknisaðstoðar þegar í stað ef stinning hefur staðið yfir lengur en 4 tíma!). Verði getnaðarlimur eða snípur fyrir alvarlegum skaða getur það haft í för með sér endanlegt ólæknandi getuleysi sem or- sakast ekki af ónógri stinn- ingu. Einnig verður að gæta þess að viðkomandi sé ekki með vissa hjartasjúkdóma þar sem lyfið hefur valdið dauða 20 fólks með slíka sjúkdóma. Það ítrekast því að enginn skyldi nota lyfið nema að höfðu samráði við lækni, jafn- vel þótt viðkomandi þjáist ekki af hjartasjúkdómum og hægt sé að kaupa það á net- inu! Saga Viagra Saga Viagra hófst fyrir 14 árum þegar efnafræðingar hjá lyfjafyrirtækinu Pfizer voru að þróa lyf gegn hjartaöng og háum blóðþrýstingi. Verkefni þeirra var að hindra virkni ákveðins ensíms sem brýtur niður boðefni sem veldur æðavíkkun og gæti þannig slegið á blóðþrýsting. Fyrir var þekkt ofnæmislyfíð Zapr- inast, sem ekki hafði verið markaðssett af hálfu þeirra sem þróuðu það, var æðavíkk- andi en hafði einnig óæskileg- ar aukaverkanir. Rannsóknar- hópurinn hófst handa við að breyta Zaprinast til að fá meiri sértæka virkni. Þróunar- starfið tók fjögur ár og á með- an voru búin til og prófuð 1600 efnasambönd. Viagra leit dagsins ljós 1989 og var þá þekkt undir nafninu UK 92480 eða bara sildenafíl. Við prófanir þessa efnasambands á sjúklingum með alvarlega hjartaöng uppfyllti það ekki þær væntingar sem menn höfðu. Á sama tíma voru gerðar þoltilraunir og tilraunir til að kanna hámarksskammt sem hægt væri að gefa af lyf- inu til langframa án aukaverk- ana. Vegna stærðar skammts- ins tilkynntu sjálboðaliðamir um aukaverkanir, svo sem höfuðverk, ógleði, sjóntrufl- anir, vöðvaverki og breytingar á limstinningu. Þá var ákveð- ið að prófa lyfið gegn getu- leysi þrátt fyrir að vísinda- mennimir vissu ekki hvemig efnasambandið virkaði. Síðar kom í ljós, í rannsóknum þeirra sem að hlutu Nóbels- verðlaunin á síðasta ári, að virknin tengjist hlutverki NO sem boðefnis í líkamanum. I lokarannsóknunum sem gerðar vom í Bretlandi, Sví- þjóð og Frakklandi á 225 karlmönnum kom fram að 88% þeirra sem fengu lyfið sögðu að kynlíf þeirra hefði batnað til muna og rúmlega 90% vildu halda áfram að taka lyfið. Af þeim sem hættu töku lyfsins vom aðeins 4% sem að sögðu að lyfið virkaði ekki og 4% hættu vegna auka- verkana. í ljós kom að virkni lyfsins var í réttu hlutfalli við skammtinn, sem að sjálfsögðu gleður hjarta hvers sérfræð- ings. Líka fyrir konur? Sem stendur hefur Viagra hjálpað milljónum karlmanna sem þjást af getuleysi. í raun- inni er ekkert því til fyrirstöðu að þetta lyf geti hjálpað kon- um sem þjást af samskonar stinningarleysi á sníp, sem veldur því að þær eiga erfítt að fá fullnægingu. Lyfjafyrir- tækið rannsakar nú áhrif Vi- agra á 500 konum í Bretlandi, en mælir ekki enn sem komið er með notkun þess fyrir kon- ur. Byggt á: Chemistry in Britain, 1, 35, (1999), bls 24, vefsíðu Pfizer um viagra: http://www.viagra.com og NBC. NU Stinning Svampvetur i (Corpus cavemosum) 4 PDE5 t Hvernig virkar Viagra Kynferðisleg örvun í heila veldur því að nituroxíð (NO) losn- ar úr taugaendum svampvefja og æöum í kynfærum og kveikir á ensími sem heitir guanýl-sýklasi. Það breytir gú- anósínþrífosfati (GTP) yfir í sýklískt gúanósínmonofosfat (cGMP). Þetta veldur æðavíkkun og meira blóð flæðir inn f liminn eða snfpinn og veldur stinningu. Samtímis er cGMP brotið niöur af fosfódíesterasa, gerð 5 (PDE5), þannig að úr veröur gúanósýlmonofosfat (GMP) sem er óvirkt. Ef cGMP hleðst ekki upp vegna ónógrar framleiðslu á NO verður engin stinning. Hér grípur Viagra inn í með því aö hindra PDE5 í að brjóta niður cGMP og cGMP hleðst upp. Viagra virkar því án tillits til þess hver orsök lítillar NO framleiðslu er. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.