Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Page 19

Neytendablaðið - 01.06.1999, Page 19
Umhverfismál Lífrænum vörutegundum fjölgar á íslenska matvörumarkaönum s Islendingar sem ferðast til nágrannalandanna hafa margir tekið eftir því hvað framboð á lífrænum afurðum hefur vaxið þar hratt og hvað úrval slíkra vara hefur aukist á allra síðustu árum. Þar sem markaður með lífrænar afurð- ir er hvað þróaðastur er nú hægt að fá „lífrænt“ flestar tegundir ferskra og unninna matvæla, kryddvörur, heilsu- bótarefni, sælgæti, bjór, vín, vefnaðarvöru (úr lífrænni bómull, ull eða hör), dýrafóð- ur, áburð, snyrtivörur og fleira. Það er tiltölulega stutt síð- an lífrænar vörur fóru að ber- ast að einhverju marki á ís- lenskan neytendamarkað. Við eigum enn langt í land að ná flestum nágrönnum okkar á þessu sviði. Hins vegar eru nú þegar framleiddar í landinu á lífrænan hátt ýmsar algengar tegundir grænmetis, krydd- jurtir, kartöflur, ófitusprengd nýmjólk, AB-mjólk og lamba- kjöt, sem fengið hafa vottun viðurkenndra aðila. Auk þess er flutt inn mikið magn af líf- rænum ávöxtum, kornvöru og ýmsum unnum vörum. Hvað eru lífrænar afurðir? Lífrænar afurðir eru fram- leiddar með aðferðum sem eru á margan hátt gjörólíkar hefðbundnum aðferðum. Líf- ræn ræktun byggist á frjósöm- um og lifandi jarðvegi. Við ræktun grænmetis eru til dæmis notuð lífræn efni. Nátt- úrulegum vörnum og skipti- ræktun er beitt til vamar ill- gresi, skordýraplágum og plöntusjúkdómum. Búfjárrækt byggist á því að tryggja nátt- úrulegt heilbrigði dýranna, til dæmis með notkun lífrænna fóðurefna, nægu húsrými og eðlislægri hreyfíngu til að styrkja stofninn og fyrir- byggja sjúkdóma. Við meðferð og vinnslu líf- rænna hráefna er leitast við að varðveita eiginleika þeirra þar til varan kemst í hendur neyt- endans, meðal annars með því að halda þeim aðgreindum frá öðrum afurðum, halda notkun íblöndunarefna í lágmarki og tryggja rekjanleika með skipulegri skráningu og góð- um vörumerkingum. í líf- rænni framleiðslu er bannað að nota tilbúinn áburð, illgres- is- og sveppalyf, skordýraeit- ur, erfðabreyttar lífverur og afurðir þeirra, hormóna og lyf til vaxtarauka og geislun á matvælum. Lífrænar aðferðir miða þannig að því að styrkja lífríkið og sjá neytandanum fyrir bragðgóðum, ómenguð- um gæðavörum sem fram- leiddar eru í sátt við umhverf- ið. Hvers vegna eru lífrænar afurðir eftirsóttar? Eftirspurn eftir lífrænum vör- um er víðast hvar mun meiri en framleiðendur ná að upp- fylla. Neytendur hafa vaxandi áhyggjur af áhrifum hormóna, lyfja, skordýraeiturs og erfða- breytinga á hollustu og gæði matvæla. Kannanir sýna að flestir neytendur álíta lífræn matvæli öruggari en matvæli framleidd með aðferðum hefðbundins landbúnaðar eða verksmiðjubúskapar. Æ fleiri neytendur hugsa um umhverf- ismál og vilja stuðla að um- bótum á því sviði með því að kaupa vörur sem framleiddar eru án neikvæðra umhverfis- áhrifa. Aukin ásókn í lífrænar afurðir stafar þó ekki síst af því að margir neytendur telja að þær skari fram úr hvað hollustu og bragðgæði varðar. Því má bæta við að fólk vill gjarnan vita hvernig varan í innkaupakörfunni hefur orðið til áður en það neytir hennar. Mörgum þykir til dæmis æskilegt að búfjárafurðir (mjólk, kjöt, egg,) séu af dýr- um sem njóta eðlislægrar hreyfingar og eru alin á nátt- úrulegum fóðurefnum í stað þess álags sem fylgir þétt- leikabúskap og mikilli notkun kraftfóðurs og lyfja. Eru lífrænar vörur hollari eða betri en aðrar vörur? Um þetta verður ekkert full- yrt, þótt margir telji að svo sé. 1 rauninni eru samanburðar- rannsóknir á afurðum sem framleiddar eru með lífrænum og hefðbundnum aðferðum mjög skammt á veg komnar. Ymsar kannanir benda til þess að talsverður munur sé á, en aðrar athuganir sýna engan marktækan mun. Enn um sinn verður því neytandinn sjálfur að svara þessari spurningu, en ljóst er að æ fleiri svara henni jákvætt. Aðalatriðið er hins- vegar að neytandinn eigi þess kost að afla sér lífrænna af- urða og taka með því virkan þátt í umbótum á eigin lífsstfl og umhverfi og leggja um leið sinn skerf af mörkum til að bæta aðferðir í matvælafram- leiðslu. En hvemig á neytandinn að geta treyst því að vara sem er kölluð er lífræn hafi í raun verið framleidd með lífrænum aðferðum? Aðferðin er ein- föld: Leitið að vottunarmerki viðurkenndrar vottunarstofu. Komi það fram á umbúðum eða kynningarefni er fram- leiðslan undir reglubundnu eftirliti í samræmi við alþjóð- lega staðla. Ef þið eruð enn ekki sannfærð er sjálfsagt að ganga úr skugga um uppruna vörunnar með því að hafa samband við viðkomandi vottunarstofu eða neytenda- samtök og spyrjast fyrir fyrir um hvort tiltekin vara hafi verið vottuð. Af hverju eru lífrænar vörur dýrari? Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgjast vel með verðlagi að lífrænar vömr em að jafnaði nokkm dýrari í inn- kaupum en sambærilegar „ólífrænar“ vörur. Þessi verð- munur er mismikill eftir teg- undum og mörkuðum. Þetta stafar meðal annars af því að ræktun tekur lengri tíma og afrakstur er minni. Bændur og fyrirtæki þurfa því að leggja mun meira á sig og kosta meiru til, einkun þó í byrjun meðan verið er að laga fram- leiðsluna að settum reglum. Með því að velja lífrænar vörur em neytendur því að hvetja bændur og fyrirtæki til að fara betur með landið og framleiða vöm sína án allskyns gerviefna, hormóna og lyfja. Um leið draga þeir úr óbeinum kostnaði sem hefðbundnar aðferðir í land- búnaði og efnanotkun í mat- vælaframleiðslu valda samfé- laginu. Þegar allt kemur til alls er það hagur skattborgar- ans og neytendans að atvinnu- lífið starfi í sátt við umhverf- ið. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999 19

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.