Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 7
I stuttu máli Kvörtunarþjónustan og úrskurðarnefndir Neytendasamtökin reka upp- lýsinga- og kvörtunarþjón- ustu sem er opin almenningi. Til að leggja fram mál fyrir kvörtunarþjónustuna þurfa neytendur þó fyrst að hafa lagt fram kröfur sínar hjá seljanda og hann hafnað þeim. Mál- skotsgjald vegna mála hjá kvörtunarþjónustu Neytenda- samtakanna er 1.600 krónur, en hjá félagsmönnum í Neytenda- samtökunum er málskotsgjaldið innifalið í félagsgjaldi. Ef kvörtunarmál eru tímafrek eða mikill kostnaður þeim samfara áskilja Neytendasamtökin sér rétt til frekari gjaldtöku, en neytandanum er þá jafnframt gerð grein fyrir því. Kvörtunar- þjónusta Neytendasamtakanna reynir þannig að leysa úr ágreiningsmálum neytenda við seljendur á ódýran og fljótvirk- an hátt. Takist það ekki er í mörgum tilvikum hægt að fara með málið fyrir úrskurðar- og kvörtunarnefndir sem Neyt- endasamtökin hafa beitt sér fyr- ir að væru stofnaðar í samvinnu við samtök seljenda og stjórn- völd. Þessar nefndir eru: Kvörtunarnefnd Neytenda- samtakanna og Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa. Fjallar um ágreiningsmál neytenda og ferðaskrifstofa sem eiga aðild að Félagi íslenskra ferðaskrif- stofa. Málskotsgjald 3.500 krónur. Kvörtunarnefnd Neytenda- samtakanna og Félags efna- laugaeigenda. Fjallar um ágreiningsmál neytenda og efnalauga og þvottahúsa sem aðild eiga að Félagi efnalaugaeigenda. Mál- skotsgjald: 1.000 krónur. Kvörtunarnefnd Neytenda- samtakanna, Kaupmanna- samtaka íslands og Samtaka samvinnuverslana. Fjallar um ágreiningsmál neytenda við verslanir sem eiga Látið börnin í friði fyrir auglýsingum ing Bandalags kvenna í Reykjavík var haldið 6. mars. Að venju voru þar sam- þykktar fjölmargar ályktanir um neytendamál. í samþykkt þingsins um auglýsingar er „geigvænlegu auglýsingaflóði sem berst inn um lúgur lands- manna mótmælt“. Þingið hvatti „verslunareigendur til að standa betur en raun ber vitni að því að samræmi sé á milli verðs á vörum í hillu og þess sem á að greiða við kassa“. Einnig gerði þingið kröfu um „að verslunareig- endur fjarlægi sælgæti frá búðarkössum“ og að börn verði látin í friði fyrir auglýs- ingum. I ályktun þingsins um lífrænar matvörur er því fagn- að að völ er á fleiri tegundum af lífræntræktuðu grænmeti og hvatti þingið verslunareig- endur til að hafa slíkar vörur vel sýnilegar og sérstaklega merktar. Neytendafræðsla verði efid ing Bandalags kvenna í Reykjavík fagnaði því sér- staklega að kominn er út geisladiskur með námsefni í neytendafræðslu við grunn- skóla. Námsefnið var gefið út í samvinnu iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins og Neyt- endasamtakanna og hentar til kennslu á öllum stigum grunnskóla. Þessu námsefni er ætlað að auka fæmi nemenda til að takast á við daglegt líf, hvort heldur um er að ræða fjármál, dagsetningu á mat- vælum, öryggi vöru og annað þess háttar, eins og segir í ályktun þingsins. aðild að Kaupmannasamtökum íslands og Samtökum sam- vinnuverslana. Málskotsgjald: 1.000 krónur. Urskurðarnefnd Neyt- endasamtakanna, Húseig- endafélagsins og Samtaka iðnaðarins. Fjallar um ágreiningsmál neytenda við félagsmenn í Samtökum iðnaðarins. Mál- skotsgjald: 10.000 krónur. Ofangreindar fjórar nefndir eru vistaðar hjá Neytendasamitök- unum. Tvær nefndir eru vistað- ar annarstaðar: Urskurðarnefnd í vátryggingamálum. Fjallar um ágreiningsmál neytenda og vátryggingafélaga. Vistuð hjá Fjármálaeftirlitinu, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykja- vík, sími: 568 5188; fax: 525 6119. Málskotsgjald: 3.700 krónur. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Fjallar um ágreiningsmál neytenda og fjármálafyrir- tækja.Vistuð hjá Sambandi ís- lenskra viðskiptabanka, Austur- stræti 5, 101 Reykjavík, sími 525 6045; fax: 525 6119. Mál- skotsgjald: 5.000 krónur. Neytendasamtökin veita allar nánari upplýsingar um nefnd- imar á skrifstofum sínum í Reykjavík, á Isafirði og Akur- eyri. Óöruggar spænskar ferjur Fyrir um það bili einu og hálfu ári sögðum við frá rannsókn evrópsku neytenda- samtakanna á öryggi þeirra ferja sem sigla milli áfanga- staða í Evrópu. Niðurstöður þessar könnunar leiddu í ljós að ferjumar sem sigla í Norð- ur-Evrópu, í Norðursjó og Eystrasalti standa sig vel. Aðra sögu var að segja um þær feijur sem sigla í Suður- Evrópu um Miðjarðarhafið og fengu fjórar ferjur af 24 falleinkunn. Nú hafa spænsku neyt- endasamtökin, Edocusa, gert nýja könnun á öryggi spænskra ferja og ekki hefur ástandið batnað nema síður sé. Af fimmtán feijum sem rannsóknin náði til fengu átta falleinkun þegar heildarör- yggi var metið. Þar á meðal vom feijur sem sigla á vin- sælum siglingaleiðum eins og frá meginlandi Spánar til Maljorka, Íbísa og Marokkó. Ferjunum var meðal annars fundið það til foráttu að öryggisútbúnað vantaði og mjög skorti á upplýsingar til farþega vegna hættuástands. Þá var undir hælinn lagt á hvaða tungumálum upplýs- ingamar vom og fór það raunar mest eftir því hvaðan feijumar vom uppmnalega. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.