Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Qupperneq 14

Neytendablaðið - 01.06.1999, Qupperneq 14
Frá samstarfsverkefni Neytendasamtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu Fjármálaþjónusta í síma og á Netinu - þægileg og örugg Með nýrri tækni er hægt að annast öll almenn banka- viðskipti með einu símtali eða með því að nota Intemetið. Mikil hagræðing fæst með þessum nýju viðskiptaháttum. Viðskiptavinimir þurfa ekki lengur að gera sér ferð í bank- ann og spara því bæði tíma og peninga. Bankaþjónusta um Netið og í gegnum síma eykst í sífellu og verður forvitnilegt að fylgjast með þessari þróun í bankaviðskiptum. Netbanki er byggður upp á sama hátt og hefðbundinn banki, nema hvað að hann þarf ekki að reka fjölda af útibúum um allt land. í raun er útibúið aðeins ein vefslóð. Samstarfsverkefni Neytenda- samtakanna og ASÍ-félaga á höfuðborgarsvæðinu hefur kynnt sér betur þá möguleika sem eru í boði og fullyrðir að engin ástæða er fyrir neytendur að óttast þessa tegund þjónustu. Hún er í raun bæði auðveld og örugg, en um leið þægileg fyrir neytendur og getur líka verið hagkvæm. Símaþjónusta Allir bankar og sparisjóðir bjóða viðskiptavinum sínum þá þjónustu að geta hringt til þjón- ustufulltrúa sinna og sent þeim tölvupóst eða fax. íslandsbanki, Landsbanki og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis bjóða einnig sérstaka símaþjón- ustu í gegnum þjónustuver. Þá reka bankar og sparisjóðir einnig sameiginlegan þjónustu- síma hjá Reiknistofu bankanna. Þjónustusími Reiknistofu bankanna Allir bankar og sparisjóðir eiga aðild að þessum sérstaka þjón- ustusíma þar sem símaþjónust- an er tölvukeyrð. Ekki er um persónulega þjónustu að ræða og til að fá aðgang að þjónustu- símanum þurfa viðskiptavinir • bankans að tiltaka sérstaklega þá reikninga sem þeir vilja fá aðgang að, ásamt því að skrá 14 leyninúmer. í þjónustusímanum er hægt að fá upplýsingar um stöðu og færslu á reikningum, millifæra á eigin reikninga, millifæra af eigin reikningum inn á reikninga annarra sam- kvæmt skriflegri beiðni og greiða af skuldabréfalánum. Þjónustusíminn er opinn allan sólarhringinn. Hægt er að milli- færa og greiða af lánum kl. 7-19 alla virka daga. Saman- lagðar skuldfærslur á reikning eru að hámarki 250.000 kr. á sólarhring. Þjónustusíminn hef- ur grænan síma, 800 4444. Þjónusta Bæði bankar og sparisjóðir bjóða svipaða þjónustu í síma- verum sínum. I flestum tilvik- um er veitt öll almenn þjónusta sem hægt er að fá í útibúum. Allir A Leyninúmer skilyrði fyrir af- greiðslu. ▲ Millifærsla milli eigin reikn- inga og á aðra reikninga, lfka í öðrum bönkum (hjá SPRON þarf að gefa skriflegt leyfi). ▲ Fá uppgefna stöðu reikn- inga. A Greiða Visa og Eurocard. ▲ Greiða gíróseðla. ▲ Panta gjaldeyri. A Fá upplýsingar um þjónustu. A Tilkynna glötuð kredit- og debetkort. A Fjármálaráðgjöf. A Fá upplýsingar um vaxtakjör. A Upplýsingar um erlenda gjaldmiðla. A Aðstoð við notkun heima- banka. íslandsbanki og SPRON A Stofna reikninga - í SPRON er þó ekki hægt að stofna tékkareikning. A Hægt er að sækja um yfir- dráttarheimild. A Greiða af skuldabréfum. A Greiða alla greiðsluseðla. A Endurnýja debet- og kredit- kort. A Hægt að endurnýja og inn- leysa verðbréf hjá VÍB hjá símaþjónustu íslandsbanka. A Hægt að endumýja og inn- leysa verðbréf hjá Kaupþingi hjá þjónustuveri SPRON. Islandsbanki og Landsbanki ATilkynna glataðar sparisjóðs- bækur. íslandsbanki A Panta debet- og kreditkort. Islandsbanki Hjá íslandsbanka er síma- þjónustan opin er kl. 8-19 alla virka daga í síma 575 7575. Hægt er að sannprófa að spurt hafi verið um leyninúmer þar sem aðgerðin er skráð í tölvu- kerfi bankans. Leyninúmerið fær fólk við stofnun reiknings eða síðar með því að framvísa persónuskilríkjum í einhverju útibúa bankans. Viðskiptavin- imir geta sjálfir valið sér leyni- númer og breytt því að vild í þjónustusímanum. Til að stað- festa pöntun debet- og kredit- korta þarf viðkomandi að fara í útibúið og framvísa persónu- skilnkjum. Viðskiptavinimir greiða ekki sérstaklega fyrir þjónustu símaþjónustunnar um- fram það sem er í útibúunum. Að fá senda kvittun kostar 60 krónur, að leggja inn á reikn- inga í öðrum bönkum kostar 55 krónur, debetkortafærsla kostar 9 krónur og tékkafærsla eða út- tekt kostar 19,60 krónur nema millifært sé milli reikninga sama eiganda, sem er frítt. Gjaldfrjálst er að millifæra á milli eigin reikninga og milli þeirra reikninga sem viðkom- andi er með prókúru á. Landsbankinn Þjónustuver Landsbankans er opið frá 9-19 alla virka daga og er síminn 560 6000. Að milli- færa yfir á reikninga í öðrum bönkum og millifærsla á reikn- inga annarra innan Landsbank- ans kostar 80 krónur við fyrstu færslu, kvittun innifalin, en all- ar færslur eftir það kosta 40 kr. ef þær em í sömu úttekt. Gjald- frjálst er að millifæra á milli eigin reikninga og milli þeirra reikninga sem viðkomandi er með prófkúru á. Til að fá upp- lýsingar eða millifæra verður viðkomandi að vera með leyni- númer þess reiknings sem í hlut á. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Þjónustuverið er opið kl. 8-19 alla virka daga og er síminn 550 1400. Gulldebetkorthafar geta fengið skuldabréf allt að 600.000 krónur til allt að þriggja ára í gegnum þjónustu- verið. Önnur skuldabréf með sjálfskuldarábyrgð er hægt að samþykkja og útbúa í þjónustu- verinu, en þau þarf lántakandi að sækja og skrifa undir ásamt lánsumsókn. Leyninúmerið fylgir reikningnum þegar hann er stofnaður, en einnig er hægt að gera það síðar ef þess er óskað. Hjá þjónustuverinu kost- ar millifærsla 60 krónur og staðfesting 50 krónur. Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóður Hafnarfjarðar er að undirbúa opnun þjónustuvers sem verður áþekkt þeim þjón- ustuverum sem nú starfa. Heimabankar á internetinu Allir bankar og sparisjóðir bjóða nú bankaþjónustu á Inter- netinu þar sem hægt er að fá þjónustu allan sólahringinn alla daga vikunnar. Hægt er að sinna öllum almennum banka- viðskiptum hvenær sólarhrings- ins sem er frá eigin tölvu. Hægt er að sækja um þjónustuna á heimasíðum íslandsbanka og Landsbanka en fara verður í útibú til að sækja leyninúmerið. Hjá Búnaðarbankanum og Sparisjóðunum verður að fara í útibú til að sækja um aðgang að banka á Netinu. Engin færslugjöld eru í net- bönkunum þannig að allar að- gerðir þar eru notendum að kostnaðarlausu. Bankarnir eru einnig með ýmis tilboð varð- NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.