Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 3
í stuttu máli íslendingar í fjórða sæti í farsímaeign Islendingar eru í fjórða sæti meðal jarðarbúa hvað varð- ar farsímaeign. Þegar tekið hefur verið tillit til íbúafjölda eru það aðeins frændur okkar í Svíþjóð, Noregi og Finn- landi sem slá okkur við, alla- vega ennþá. Á meðan 37,3% Islendinga eiga farsíma eiga 58,5% Finna slíkt þarfaþing. Þessar upplýsingar eru frá European Mobile Commun- Stöð 2 í Danmörku vill ication (EMC) og er miðað við 1. janúar síðlastliðinn. Símafélög í iðnríkjunum reikna með því að þegar fram líða stundir verði hlutfall far- síma á hvern íbúa komið yfir 100%, sem þýðir að sumir neytendur framtíðarinnar muni eiga meira en einn far- síma. Á sama tíma og síma- notkunin eykst stöðugt í hin- um vestræna heimi bíða 150 milljónir jarðarbúa eftir sím- um til eigin nota. Ný rann- sókn sýnir jafnframt að innan við helmingur jarðarbúa notar símaþjónustu. Það þýðir því Símafélögin telja að einn gemsi muni ekki duga öllum neytend- um íframtíðinni og sumir muni því eigafleiri en einn í notkun samtímis. Ljósmynd: Sif Guðbjartsdóttir. að virkir símnotendur eru ná- 3. Svíþjóð 45,7% lægt þremur milljörðum. 4. ísland 37,3% Hér er listi EMC yfir þær 5.Japan 36,4% tíu þjóðir sem skara fram úr í 6. Ítalía 35,6% farsímaeign: 7. Lúxemborg 8. Ástralía 32,1% 31,4% 1. Finnland 58,5% 9. Danmörk 30,8% 2. Noregur 47,6% 10. Portúgal 29,4% bæta barna- ----------------—7---------7----- augiýsingar Ertu tryggður 1 sumarfriinu? Danska ríkissjónvarpið er með tvær stöðvar, Stöð 1 og Stöð 2. Sú fyrrnefnda er fjármögnuð með afnotagjaldi eins og hér, en Stöð 2 er með auglýsingum. Nú hefur full- trúi stöðvarinnar í vinnu- nefnd með þátttöku stórra auglýsenda lagt fram tillögur um að stöðin auki siðferði í barnaauglýsingum. „Til- gangurinn er að fá fram um- ræðu um barnaauglýsingar og auka siðferðið við mark- aðsetningu gagnvart böm- um,“ segir Marianne Pittel- kow, stjórnandi lögfræði- deildar stöðvarinnar. Þetta frumkvæði getur kannski dregið úr þeim hríðarveðmm sem staðið hafa undanfarið frá danska menntamálaráðu- neytinu gegn barnaauglýs- ingum, en það hefur jafnvel hótað banni við slíkum aug- lýsingunum. 011 erum við með einhverj- ar tryggingar og sum okkar em sennilega marg- tryggð. Þó koma alltaf upp vandamál vegna vantrygg- inga, ekki síst á ferðalögum. Það er því full ástæða fyrir alla þá sem eru á leið til út- landa að kanna hvernig trygg- ingarnar standa. Það getur margborgað sig, ekki bara til að fyrirbyggja margtrygg- ingu, heldur ekki síður til að vera með nægar tryggingar ef veikindi koma upp, maður er rændur og svo framvegis. Hafið samband við trygginga- félag ykkar ef þið eruð í vafa. Einnig er boðin viss trygg- ing ef farseðill hefur verið greiddur með kreditkorti. En það er rétt að gæta að sér í þeim efnum. Undanfarin ár hafa kortafyrirtækin breytt nokkuð tryggingaskilmálum ferðatrygginga sinna. I mars 1995 var skilmálunum breytt á þann veg að einungis em greiddar örorkubætur þegar örorkustig er orðið 16% eða meira. Sú breyting varð svo í maí á þessu ári að þegar greitt er með gullkortum fyrirtækj- anna verður korthafi að greiða að minnsta kosti helm ing ferðarinnar með kortinu til að vera tryggður en áður nægði gullkorthöfum að greiða einungis hluta ferðar- innar með kortinu. Enn um Eins og við sögðum frá í síðasta tölublaði var það álit umboðsmanns Alþingis að samgönguráðuneytið hafi ekki farið rétt að við úthlut- un trygginparfjár ferðaskrif- stofunnar Istravels þegar rekstur hennar stöðvaðist. Af því tilefni sendu Neyt- endasamtökin bréf til sam- gönguráðuneytisins fyrir hönd nokkurra félagsmanna sinna og fóru fram á það við ráðuneytið að mál félags- mannanna yrðu endurskoð- Istravel uð með hliðsjón af áliti um- boðsmanns Álþingis. Fyrir skömmu barst svo svarbréf ráðuneytisins og var á þá leið að það teldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar í mál- inu. Neytendasamtökin hafa ritað samgönguráðuneytinu bréf þar sem þau fara fram á rökstuðning ráðuneytisins. Framhald málsins er á þess- ari stundu óljóst og gæti allt eins verið að það endaði fyr- ir dómstólum. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.