Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Síða 17

Neytendablaðið - 01.06.1999, Síða 17
Utförin þarfekki að vera dýr en getur kostað hátt í milljón Það tekur á andlega að komast yfir missi ástvina, þótt jjárhags- áhyggjur þurfi ekki að bœtast við vegna óheyrilegs útfarar- kostnaðar. Blómaskreytingar á kistum eru algengar og þær geta auð- veldlega kostað um 15.000 kr. Sérstakur blómakrans fæst einnig á svipuðu verði. Nú er orðið alsiða að láta prenta sálmaskrá eða útfarardagskrá og kostar það svipað og blóm- in, um 15.000 kr. Hljóðfæra- leikarar og söngvarar taka að sjálfsögðu gjald fyrir að leika og syngja við jarðarfarir og um það er til sérstakur taxti. Við skulum láta nægja að nefna hér að þáttur orgelleik- arans mun oft vera á bilinu 10-15 þúsund en verður ekki öllu lægri en 6 þúsund, fimm manna kór kostar um 20 þús- und og einsöngvari frá 7.500 krónur eftir því hvað mörg lög eru sungin. Auk alls þessa þarf svo að greiða STEF-gjöld af tónlistarflutningi. Og fleira má nefna. Kross á leiði má kaupa, einkum ef ekki er ætlunin að setja leg- stein að svo stöddu. Líkklæði þarf einnig að kaupa. Þá er enn ótalinn nokkur kostnaður sem þó verður að gera ráð fyr- ir svo sem við flutning líksins og grafartöku. Erfidrykkjan dýrust Þar með er þó alls ekki allt upp talið. Enn er eftir dýrasti liðurinn, erfidrykkjan. Nú er algengt að þessi þjónusta sé keypt á veitingahúsi og er þá algengt verð á bilinu 850- 1.000 krónur á mann. Erfi- drykkjan þarf því ekki að verða mjög fjölmenn til að kostnaður við hana slagi hátt upp í útfararkostnaðinn. Komi mikið fjölmenni til erfídrykkj- unnar getur þessi kostnaður auðveldlega orðið.miklu meiri en kostnaðurinn af sjálfri út- förinni. Varla þarf að draga í efa að veitingastaðir hafi allgóðan hagnað af þessari starfsemi. Prestur sem rætt var við kvaðst eitt sinn hafa verið skammaður af veitingamanni eftir jarðaför. Veitingamaður- inn kvartaði yfir því að prest- urinn hefði ekki brýnt röddina nægjanlega þegar hann til- kynnti kirkjugestum um erfi- drykkjuna. Útfararstjóri sem rætt var við nefndi dæmi af manni sem þurfti að greiða yfir 400 þúsund króna reikning fyrir erfidrykkju á veitingahúsi. „Auk þess voru flestir búnir og farnir þegar ég kom,“ hafði útfararstjórinn eftir mannin- um. Engin virðing ffyrir líkfyigd Það getur að sjálfsögðu ekki talist kurteisi af gestum að bíða ekki eftir því að nánustu aðstandendur fylgi kistunni alla leið í kirkjugarðinn. En sannleikurinn er þó sá að jarð- setningin sjálf getur orðið nokkuð tímafrek á Reykjavík- ursvæðinu. í umferðinni er ekki lengur nokkur virðing borin fyrir líkfylgd sem nú þarf oft að fara langan veg. Það getur því liðið alllangur tími þar til aðstandendur mæta til erfidrykkjunnar. Legsteinninn Það er mjög misjafnt hvenær eða jafnvel hvort legsteinn er settur á leiði hins látna. Leg- steinaframleiðandi sem rætt var við taldi að giska mætti á að innan tíu ára væri kominn legsteinn á annað hvert leiði. Rétt eins og allt annað í þessu sambandi er hægt að fá legsteina á mjög mismunandi verði. Sé keyptur lítill og mjög einfaldur legsteinn með stuttri áletrun þarf hann ekki að kosta öllu meira 30^10 þúsund. Upphæðin hækkar dálítið ef legsteinaframleið- andinn tekur einnig að sér að koma legsteininum fyrir og snyrta leiðið. En séu legsteinar keyptir á annað borð er miklu algeng- ara að valdir séu nokkru dýr- ari steinar, eða á verðbilinu kringum 100 þúsund. Og að sjálfsögðu er unnt að fá að borga meira. I þessu sem öðru gildir að engin efri takmörk eru til. Þegar legsteininum hefur verið bætt við annan kostnað virðist mega draga þá ályktun að hálf milljón króna sé ekki „óeðlilega“ hár útfararkostn- aður. Og það er líka hægt að draga þá ályktun að heil millj- ón gæti verið „eðlilegur" heildarkostnaður við nokkuð virðulega og fjölmenna útför. Hvernig má spara? Okkur þykir mörgum dýrt að lifa en þegar þessar tölur eru skoðaðar kann sú hugsun að flögra að einhverjum að þrátt fyrir allt sé sennilega dýrara að deyja. Hálf milljón er óneitanlega nokkuð há tala og því ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort unnt kunni að vera að draga úr kostnaðinum. Meginspumingin í þessu sambandi er sennilega sú hvað aðstandendum þykir sæmandi og hvað ekki. Prest- ur sem rætt var við nefndi dæmi: Vinkonur ekkju einnar buðust til að baka fyrir hana og var þá reiknað með að sal- ur yrði leigður til erfidrykkj- unnar. Ekkjan afþakkaði og keypti erfidrykkjuna af veit- ingahúsi. Sú tilhneiging að láta ekki NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999 17

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.