Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Side 24

Neytendablaðið - 01.06.1999, Side 24
it. Lítill munur á GSM-símaþjónustu hjá Landssímanum og Tali egar á allt er litið virðist verðmunurinn á GSM- þjónustu Landssímans og Tals vera lítill, en það skiptir neyt- andann talsverðu máli að skil- greina þarfir sínar sem ná- kvæmast og velja sér þjón- ustuleið í samræmi við þær. Þetta er meginniðurstaðan úr verðkönnun sem Neytenda- samtökin hafa gert í samstarfi við ASÍ-félögin á höfuðborg- arsvæðinu. Könnunin náði að- eins til farsímaþjónustu, enda eina símaþjónustan þar sem samkeppni ríkir þótt vissulega sé mikill stærðarmunur á þeim tveimur fyrirtækjum sem starfa á þeim markaði. Að undanförnu hafa bæði Landssíminn og Tal lækkað gjaldskrár sínar vegna símtala í GSM-símakerfinu. Ohætt er að segja að fyrir neytendur eru gjaldskrárnar frumskógur og mjög flókið er bera þær saman, enda margar tegundir neytendapakka í boði með mismunandi þjónustu. Einnig er mínútuverð mishátt eftir því hvenær sólarhringsins er hringt og hvort hringt er innan GSM-kerfis Landssímans, Tals eða í almenna símakerf- inu. Könnunin á GSM-gjald- skrám Landssímans og Tals var gerð í maímánuði og fara helstu niðurstöður hér á eftir. Þjónustuleiðir Landssíminn býður fjórar þjónustuleiðir og heita þær Almenn áskrift, Frístunda- áskrift, Stórnotandaáskrift og GSM-frelsi. Hægt er að velja tvær undirleiðir, GSM-par og Vini og vandamenn, en undir- leiðirnar eru þó aðeins í boði fyrir þá sem hafa Almenna áskrift og Stórnotandaáskrift. Hjá Tali eru þjónustuleið- irnar átta: Frítal, Altal, Tíma- tal 30, 60, 200, 500 og 1000 og Tal-frelsi. Verðsamanburður Ákveðið var að setja upp ímyndaða notendur sem væru sem næst almennri notkun eins og hún er í raunveruleik- anum. Hér verða aðeins birtar þær niðurstöður sem varða almenna neytendur. I Altali, Almennri áskrift, Frítali, Frí- stundaáskrift, Tímatali 30 og Tímatali 60 er um þrjá not- endur að ræða og er miðað við 60, 150 og 250 mínútna notkun á mánuði. Notkunin var reiknuð þannig að miðað er við 50% notkun á dagtaxta og 50% á kvöldtaxta. Hjá Símanum- GSM var dag- og kvöldnotk- uninni skipt þannig að 25% er innan GSM-kerfis, 68% í al- menna kerfinu og NMT og 7% í Tal GSM. Hjá Tali var dag- og kvöldnotkun skipt upp í 10% innan Tals og 90% í annað. Frelsi í GSM-frelsi voru niðurstöð- urnar þær að ódýrara væri að vera með Tal-frelsi. Síðar kom í ljós að villandi upp- lýsingar eru í gjaldskrá Tals um skiptingu nætur- og helg- artaxta. Því var ákveðið að umreikna notkunina í þessum flokki. í stað þess að styðjast við ímyndaða notendur var stuðst við vikunotkun, þ.e. skiptingin á dag-, kvöld- og nætur/helgartaxta var reiknuð út frá þeim forsendum að talað væri í heila viku sam- fleitt og er skiptingin þannig: Hjá Landssímanum er 30% af notkuninni á dagtaxta, 15% á kvöldtaxta og 55% á nætur- og helgartaxta. Hjá Tali er 33% af notkuninni á dagtaxta, 29% á kvöldtaxta og 38% á nætur- og helgartaxta. Nokkrar breytingar verða á niðurstöðum úttektarinnar hvað varðar GSM-frelsi og Tal-frelsi þegar þessum nýju aðferðum er beitt. Verðmunur var nokkur samkvæmt fyrri könnun Tali í hag. Niðurstöðurnar nú benda til þess að aðeins sé sjónar- munur á verði símfyrirtækj- anna tveggja. Verð á þjónustu Landssímans lækkar um 17% en verð hjá Tali um 12% með breyttum forsendum. Þó að verðsamanburðurinn sé settur upp miðað við þessar gefnu forsendur getur hann samt aldrei verið að fullu ná- kvæmur og spilar þar margt inn í. Hjá Tali er dagtaxtinn klukkutíma lengri en hjá Sím- anum GSM. Hjá Tali er mín- útuverð mælt þannig að alltaf er borgað fyrir 20 sekúndur þegar hringt er, en síðan er talið á 10 sekúndna fresti. Þannig er borgað fyrir 40 sek- úndur þótt aðeins sé talað í 31 sekúndu. Hjá Símanum-GSM er mínútuverð mælt þannig að viðsiptavinurinn borgar 10 sekúndur fyrir byrjun símtals en síðan er mælt á sekúndu- fresti. I Tímatalsáskrift Tals eru frímínútur innifaldar. I þess- um verðsamanburði er þeim dreift eftir þeim forsendum sem hér eru gefnar. Ef við- skiptavinurinn notar til dæmis frímínúturnar sínar í að tala innan kerfis Tals er hann að tapa þar sem mínútan kostar aðeins 10 krónur. I Tímatals- áskriftinni borgar maður sér- staklega fyrir að hringja í 118 og símatorg, þessi símtöl eru ekki innifalin í frímínútunum. Fjöldi mín. á mánuði/kr. 60 150 250 GSM-frelsi (Ls.) 966 2.415 4.025 TAL-frelsi (Tal) 968 2.421 4.035 Frístundaáskriff (Ls.) 1.397 2.818 4.397 Frítal (Tal) 1.424 2.810 4.350 Tímatal 30 (Tal) 1.466 2.892 4.477 Almenn áskrift (Ls.) 1.469 2.848 4.379 Tímatal 60 (Tal) 1.500 2.866 4.383 Altal (Tal) 1.551 2.978 4.608 LANDS SIMINN

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.