Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.06.1999, Blaðsíða 16
Andlát og útför Höfum við efni á að deyja? Sú var tíð að það var ekki meiriháttar peningamál að „koma fólki í gröfina“, þótt það væri raunar metnaðarmál margs efnalítils fólks að „eiga fyrir útförinni". Líkkistan var oft heimasmíðuð. Sumir hagir menn og forsjálir voru jafnvel búnir að smíða kistuna sína sjálfir og hún stóð tilbúin úti í skemmu árum saman áður en þar kom að hennar var þörf. Aðstandendur tóku gröfina í kirkjugarðinum og mokuðu yfir á eftir. Kirkjukórinn söng við jarðarförina eins og hverja aðra kirkjulega athöfn. Ná- grannakonur hjálpuðust að við baksturinn og gestir sátu gjarna góða stund yfir kaffinu á prestssetrinu að jarðarför- inni lokinni. Beinar peninga- greiðslur komu lítið við sögu, nema ef til vill fáeinar krónur handa prestinum fyrir ræðuna. Nú er öldin önnur, segjum við oft, en það á eiginlega ekki við í þessu tilliti - að minnsta kosti ekki í bókstaf- legu tilliti. Sú tegund útfarar sem hér var lýst tíðkaðist víða um land langt fram á þessa öld. Engu að síður eru útfarar- siðir nú mjög breyttir frá því sem áður var og lengst hafa breytingarnar að sjálfsögðu gengið í þéttbýlinu, einkum á höfðuborgarsvæðinu, þar sem enginn moldarhaugur sést lengur við gröfína og líkmenn láta kistuna ekki lengur síga í böndum heldur er notuð til þess sérstök „lyfta“. Engar áhyggjur af prestinum Svo undarlega hafa hlutimir snúist við að þjónusta prests- ins má nú heita það eina sem fólk þarf ekki að borga fyrir. Presturinn fær vissulega greitt, en það gjald kemur úr kirkjugarðasjóði. Þaðan fær presturinn nú tæpar 13 þús- und krónur fyrir kistulagn- ingu og greftrun með ræðu, en af því þurfa ættingjarnir sem sagt ekki að hafa áhyggj- 16 ur. Öðm máli gegnir um allt það sem áður var annaðhvort ókeypis eða tíðkaðist alls ekki. í heild getur útfarar- kostnaðurinn hæglega hlaupið á allmörgum hundruðum þús- unda og jafnvel nálgast millj- ónina, meira að segja án þess að útförin sé þar með gerð áberandi íburðarmikil. En það er líka hægt að komast af með miklu minna - jafnvel allt niður undir 50 þúsund krónur fyrir látlausa jarðarför í kyrrþey og þá að því tilskildu að aðstandendur annist sjálfir ýmis atriði sem útfararþjónustan annars sér um. Algengast mun þó að út- förin kosti að öllu saman- lögðu nokkur hundruð þús- und. Hvað þarf aö gera? A þeim tíma sem líður frá andlátinu og þar til gestirnir rísa á fætur í erfidrykkjunni hefur margt gerst. Hér eru helstu verkþættirnir taldir upp, miðað við kirkjulega út- för í þjóðkirkjunni, og stuðst að nokkru við leiðbeiningar sem birtar eru á vefsíðu útfar- arþjónustu í Reykjavík: 1. Haft er samband við út fararþjónustu vegna flutnings frá dánarstað. 2. Hafa þarf samband við prest. 3. Andlát er tilkynnt í út varpi og/eða blöðum. 4. Taka þarf ákvörðun um kistulagningu og útför, bæði stað og tíma. 5. Útför er auglýst. Misjafnt er hvort andlát og útför er auglýst saman eða í tvennu lagi. Þó mun hið síðargreinda algengara. 6. Akvörðun um sálma og söng þarf að taka í sam ráði við prest eða útfarar stjóra. Ef prenta á sálma skrá, svo sem títt er, þarf einnig að ganga frá prentun hennar. 7. Presturinn þarf að fá upp lýsingar um hinn látna vegna ræðunnar. 8. Akveða þarf tilhögun erfidrykkjunnar og undir búa hana. 9. Taka þarf ákvörðun um fána eða blómas kreytingar. 10. Ákveða þarf fjölda líkmanna og hverjir þeir skuli vera. 0g hvað kostar þetta? Útfararþjónustur taka að sér að skipuleggja flest þau verk sem hér voru talin, annast þau sjálfar eða veita fólki aðstoð við þau. Hjá þessum aðilum er svo aftur um ýmsa mögu- leika að velja og kostnaðurinn fer auðvitað að verulegu leyti eftir vali aðstandenda. Sem dæmi má nefna að á þeirri vefsíðu sem vitnað var til hér að framan er birt verðskrá. Samkvæmt þeirri verðskrá kostar þjónustan við látlausa útför rétt innan við 100 þús- und krónur, við hefðbundna útför um 165 þúsund og nokkru íburðarmeiri útför frá sóknarkirkju yfir 230 þúsund. Miðað við það sem ekki er innifalið í þjónustunni má þó að líkindum reikna með að það sem nú telst almennt „hefðbundin“ útför væri nokkru dýrari en í þessari verðskrá, sennilega ekki undir 200 þúsund krónum. Helstu kostnaðarliðir Tveir liðir eru áberandi dýr- astir þegar skoðaðir eru listar yfir það sem innfalið er í út- fararþjónustu. Þetta eru lík- kistan sjálf og vinnuliður fyr- irtækisins. Líkkistan kostar oft nálægt 45 þúsund krónum. Að vísu eru á boðstólum staðlaðar kistur á miklu hærra verði en svo virðist sem fólk velji undantekningarlítið ódýrari tegundirnar jafnvel þótt ekki sé horft í kostnað við útförina að öðru leyti. Líkkistur er raunar einnig unnt að fá nokkru ódýrari. Vinnuliðurinn er að sjálf- sögðu misjafn eftir því hversu látlaus eða íburðarmikil útför- in er, en virðist yfirleitt álíka dýr og kistan eða á bilinu 40-50 þúsund. 30 þúsund í auglýsingar Algengt er að andlát og jarð- arför séu auglýst bæði í út- varpi og í einu eða jafnvel tveimur dagblöðum. Sam- kvæmt upplýsingum frá aug- lýsingadeild Ríkisútvarpsins er algengara að andlát sé aug- lýst fyrst og jarðarförin aug- lýst sérstaklega nokkru síðar. Hitt er þó ekki óalgengt að hvort tveggja sé auglýst sam- an. Dánartilkynningar í útvarpi eru afar misdýrar, allt eftir lengd og birtingafjölda. Gjaldið er 87 krónur fyrir hvert orð en algengt mun að heildarreikningur frá Ríkisút- varpinu sé einhvers staðar á bilinu 10-25 þúsund. Hjá auglýsingadeild Morg- unblaðsins fengust þær upp- lýsingar að dánartilkynningar kosti 8.156 krónur ef mynd er í auglýsingunni en 4.486 án myndar. Virðisaukaskattur er innfalinn í öllum þessum töl- um. Auglýsingakostnaður getur sem sagt verið mjög mismik- ill. Ekki virðist fráleitt að álykta að algengt sé að fólk kaupi auglýsingar fyrir um 20 þúsund krónur en það er greinilega heldur enginn „vandi“ að hleypa þessum kostnaðarlið upp í 30 eða 40 þúsund krónur. Jafnframt er þó ljóst að unnt er að komast af með miklu lægri upphæð eða allt niður í 5-10 þúsund krónur. Allt kostar sitt Enn eru ótaldir Qölmargir smærri kostnaðarliðir og það getur líka verið smekksatriði hvort hver einasti þeirra er bráðnauðsynlegur. NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1999

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.