Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 3
Vinna iðnaðarmanna Margir hafa haft samband við Neytendasamtökin vegna vinnu iðnaðarmanna að und- anförnu. Umkvörtunarefnið hefur verið upphæðir reikn- inga, en kvartað hefur verið yfir að þeir hafi orðið allt að 100-200% hærri en talað var um í upphafi. Skýringar á þessu má eflaust rekja að hluta til gríðarlegrar eftir- spurnar eftir þjónustu iðnað- armanna þessa dagana, sem veldur því að menn eru oft að vinna verkin í yfirvinnu. Á ís- landi er frjáls verðlagning Orkureikn- ingar Neytendasamtökunum barst snemma árs kvörtun ífá at- hugulum neytenda vegna reikninga Orkuveitunnar. Á þeim var ekki að finna hvert væri einingaverð (kr. á kWh) og ekki kom heldur fram á reikningnum fyrir hvaða magn í kWh var ver- ið að innheimta. Orkuveitan svaraði erindi Neytenda- samtakanna með því að verið væri að vinna að því að bjóða ffekari sundurlið- un. Slíkt telja samtökin vera algjört skilyrði þannig að fólk geti gert sér grein fyrir hvað það er að greiða fyrir, ekki síst þegar um einokun- arfyrirtæki er að ræða. Viðtalstími lögfræðings Neytendasamtökin vilja koma því á framfæri til félagsmanna að þeir geta fengið viðtal hjá lögfræð- ingi samtakanna á þriðju- dögum og fimmtudögum milli kl. 13 og 15. meginregla. Því getur verið erfítt að mótmæla reikningum iðnaðarmanna þegar vinnan hefur verið innt af hendi. Auk þess getur verið erfitt að meta hve langan tíma verk hefur í raun tekið. Slík vandamál má hins vegar auðveldlega koma í veg fyrir með því að afla sér tilboða í verk og gera helst skriflegan samning áður en hafist er handa. Sé það gert leikur ekki vafi á því hvaða greiðslur skuli koma fyrir verkið og þar með eru báðir aðilar búnir að tryggja stöðu sína strax í byrjun. Neytenda- samtökin hvetja því neytendur til að fá skrifleg tilboð áður en ráðist er í dýrar framkvæmdir. Undarlegt tilboð í gleraugnaverslun Hagkaups í auglýsingabæklingi frá Hag- kaup sem dreift var inn á vel- flest heimili landsmanna í lok janúar mátti sjá auglýsingu frá gleraugnaverslun Hagkaups. Þar var að finna eftirfarandi tilboð: „Tilboð - plastgler með rispu-, móðu-, vatns- og þre- faldri glampavöm, aðeins kr. 4.200.“ Félagsmanni okkar leist vel á boðið en ákvað að hringja í Hagkaup til að kanna það bet- ur. I ljós kom að tilboðið var aðeins fyrir eitt gler. Eins og flestir vita eru einglyrni nú orðin afar sjaldgæf og flestir hafa gler fyrir báðum augum í gleraugum sínum. Kvartanir vegna tölva Margar kvartanir hafa borist kvörtunarþjónustunni vegna tölvumála. Algengt er að fólki sé gert að koma með tölvumar mörgum sinnum í viðgerð á ábyrgðartímanum og jafnvel að fyrirtæki reyni að firra sig ábyrgð. Slíkt er að sjálfsögðu óboðlegt fyrir neytendur og stenst ekki lög. Fyrirtækin á markaðnum standa sig afar misjafnlega gagnvart neytend- um og er fólk hvatt til að setja sig í samband við Neytenda- samtökin ef það telur á rétti sínum brotið í tölvuviðskipt- um. Utrunnin matvæli í Bónus, Faxafeni Neytendasamtökunum barst ábending um að Bónus í Faxafeni væri að selja fiskibollur sem voru útrunnar þremur vikum lyrir söludag. 1 kjölfarið sendu Neyt- endasamtökin erindi til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Menn frá Heilbrigðiseftirlitinu fór á staðinn og fundu þrjá poka af útrunnum fiski- bollum. Var verslunar- stjórinn áminntur um að fylgjast betur með dag- stimplun matvöru hjá fyrirtækinu. Framlengd ábyrgð með raðgreiðslum Visa og Eurocard Visa- og Eurocard-fýrirtækin bjóða neytendum framlengdan ábyrgðartíma ef greitt er með raðgreiðslum fyrir búnað og tæki sem framleiðandi eða selj- andi gefur út ábyrgðarskírteini fyrir við sölu. Ef kaup eru með þessum hætti framlengist ábyrgðartíminn um 12 mánuði og tekur gildi frá því að upp- runalega ábyrgðin fellur úr gildi. Vissar takmarkanir eru þó á þessari framlengdu ábyrgð og gildir hún þannig aðeins fyrir upprunalegan kaupanda og tekur hvorki til báta, vélknúinna farartækja, bygginga né þjónustu. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.