Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 17
Maturinn næmi. Einmitt þessi ákvæði eru þó sannast sagna örlítið loðin eða hafa kannski öllu heldur tæpast nægilega áherslu þegar tekið er tillit til þess hversu alvarlegt málið er. Annars vegar gildir hér al- mennt svonefnd 25%-regla, sem gerir það að verkum að framleiðendum er ekki skylt að greina í smáatriðum frá innihaldi samsetts hráefnis sem notað er í vöruna ef þetta samsetta efni er minna en 25% af þyngd vörunnar. Þannig getur sósa í tilbúnum rétti hugsanlega innihaldið of- næmisvaka sem hvergi kemur fram í innihaldslýsingu. En! ' hins vegar er í þessum sömu reglum undantekning frá 25%-reglunni, og sú undan- tekning varðar einmitt efni sem vitað er að getur valdið óþols- eða ofnæmisviðbrögð- um. Slík efni er sem sagt skylt að tilgreina ' þrátt fyrir 25% regluna. Finnst einhverjum þetta flókið? Svo mikið er víst að matvælaframleiðendur þurfa að lesa reglumar vel. Ópökkuð matvæli Langverst er ástandið þegar kemur að ópökkuðum mat- vælum. Nútímafólk gefur sér æ minni tíma til eldhússtarfa og þess má sjá glögg merki nánast alls staðar þar sem ein- hvers konar matvæli em seld. Mikið framboð er nú til dags á hvers konar tilbúnum eða hálftilbúnum réttum. í kjöt- borðum matvöruverslana má nú fá tilbúna físk- eða kjöt- rétti í sósum og þeir em oft seldir eftir vigt. Fylltar brauð- bökur og hvers kyns brauð- vömr sem seldar eru í bakarí- um má líka nefna til sögunn- ar, svo aðeins séu tekin fáein dæmi um þetta sívaxandi úr- val. Og það eru einmitt þessi matvæli sem víða er allt að því ógemingur að fá nákvæm- ar upplýsingar um. >Eg bara veit það ekki,„ er svar sem allt eins má búast við frá því afgreiðslufólki sem á annað borð vill sýna viðskiptavinin- um sanngimi og hreinskilni. Astæðan er þó ekki sú að reglur skorti. I þessum tilvik- um er seljanda vörunnar skylt að hafa á reiðum höndum ná- kvæma innihaldslýsingu. En það er sem sagt afar mis- brestasamt. I sumum tilvikum fást upplýsingar, í öðrum til- vikum ekki fyrr en eftir mikla eftirgangsmuni og jafnvel símhringingar út í bæ " og í enn öðmm tilvikum alls ekki. Frá sjónarhóli þess vaxandi fjölda fólks sem vill vita hvað það leggur sér til munns er þetta ástand auðvitað óþol- andi" hvað þá þegar um er að ræða fólk sem getur jafnvel, átt líf sitt undir þessar vit- neskju. Hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur viðurkenndu menn að eftirliti með þessum þætti hefði verið ábótavant og úr því þyrfti að bæta. Heil- brigðiseftirlitið hyggst á næst- unni senda bréf til þeirra sem selja óinnpökkuð matvæli og minna á þær reglur sem gilda á þessu sviði. Engar afsakanir gildar Einhverjum kynni að detta í hug að það kunni sums staðar að vera erfíðleikum bundið að halda nákvæmar skrár yfir innhald í matvöm, svo sem í bakaríum þar sem úrval er mikið og kannski iðulega ver- ið að breyta uppskriftum og þróa nýja vörur. En í raun er ekki unnt að taka neina slíka afsökun gilda. Nútíma tölvu- tækni gerir það til dærnis að verkum að ekkert ætti að vera auðveldara en að hafa allar upplýsingar á reiðum hönd- um. Þegar viðskiptavinur bið- ur um innihaldslýsingu ætti tafarlaust að vera unnt að rétta honum útprentun þar sem ná- kvæmlega er rakið innihald þeirrar vöm sem hann hyggst kaupa. Það kann að kosta fram- leiðendur nokrar krónur að halda þessum málum í lagi og hafa jafnan allar lögboðnar upplýsingar á reiðum hönd- um, en það er heldur ekki gild afsökun fyrir því að gera það ekki. Ný tækni skapar hættu Fyrir fáeinum áratugum voru matarvenjur og meðhöndlun Starfsfólk í verslumun veit oftast lítið umhvað er í samsettum réttumsem er á boðstólum marga verslana. matvæla til mikilla muna ein- faldari e'n nú er. A borðum landsmanna voru kjöt eða fískur, kartöflur og stundum ávextir eða grænmeti A en sjaldnast hafði neitt af þessu verið meðhöndlað neitt að ráði áður en það lenti í inn- kaupakörfunni. Nú er öldin önnur og mikið af þeim mat- vælum sem við kaupum til heimilisins hefur gengið í gegnum mörg og löng undir- búnings- og samsetningar- ferli. Og nú er það nýjasta erfðatækni sem getur komið okkur í nýjan og áður óþekkt- an vanda. Erfðabreyttar mat- jurtir geta til dæmis valdið of- næmisviðbrögðum þótt fyrir- rennarar þeirra hafi ekki gert það. Sigurveig Þ. Sigurðar- dóttir, bamalæknir og sér- fræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum, nefnir dæmi urn þetta í bæklingi sín- um Fæðuofnæmi sem GlaxoWellcome gaf út og mun vera unnt að nálgast í lyfjabúðum: >Dæmi um þetta er sam- ræktun sojaprótína og hnetna til að fá prótínríkara soja. Þetta getur borið ofnæmis- valdandi hnetuprótín yfir í soja sem er samt sem áður markaðssett sem soja og ekki auðkennt með öðrum hætti.,, Það er sem sagt fáu hægt að treysta fullkomlega og þeir sem þjást af matarofnæmi eða óþoli gera rétt í að sýna ítr- ustu aðgát í innkaupum. Þótt ekki kærni annað til en þessi nýja hætta ætti hún ein sér að vera stjórnvöldum næg ástæða til að setja strangar reglur um sérmerkingu erfða- breyttra matvæla. NEYTENDABLAÐIÐ - apríl 2000 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.